Undrast synjun Húnvetninga 1. maí 2005 00:01 Bæjarstjórinn á Akureyri lýsir undrun yfir synjun Austur-Húnvetninga á ósk Vegagerðar um styttingu hringvegarins fram hjá Blönduósi. Krafa samfélagsins sé að stytta leiðir sem mest, ekki síst til að lækka flutningskostnað. Vegagerðin hefur óskað eftir því að gert verði ráð fyrir nýju vegarstæði hringvegarins í svæðisskipulagi sem sveitarfélög í Austur-Húnaþingi vinna að. Með því myndi hringvegurinn styttast um fimmtán kílómetra. Austur-Húnvetningar sjá sér ekki fært að verða við óskum Vegagerðarinnar. Rökin eru þau að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En hver eru viðbrögð bæjarstjórans á Akureyri við þessari neitun Húnvetninga? Kristján Þór Júlíusson segist undrandi á synjuninni. Það hljóti að vera markmið að lækka flutningskostnað með því að stytta vegalengdir og tíma milli staða í samfélaginu öllu. Þær hugmyndir sem hafi verið uppi um að stytta leiðir milli höfuðborgarsvæðisins og annarra landshluta gangi út á það að stytta vegalengdir sem mest og því komi þetta á óvart. Hann segir að slík stytting snúist ekki bara um hagsmuni Akureyringa. Fólk komi einnig að sunnan og úr öðrum landshlutum og fari um þjóðveg eitt og ætíð sé verið að leita skemmstu leiða milli staða, en nýlega hafi t.d. verið rætt um Sundabraut á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gangi því þvert gegn þeim áherslum sem uppi séu í samfélaginu nú. Bæjarstjórinn segist talsmaður enn frekari styttinga með hálendisvegum. Hann segist einnig hafa orðið var við áhuga fyrir þeim hugmyndum á Suðurlandi, meðal annars til að stytta leiðina á milli Norður- og Suðurlands og tengja þar með ferðaþjónustu inn í þetta sitt hvorum megin hálendis. Þessar hugmyndir séu uppi í samfélaginu og þær beri að skoða fordómalaust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Bæjarstjórinn á Akureyri lýsir undrun yfir synjun Austur-Húnvetninga á ósk Vegagerðar um styttingu hringvegarins fram hjá Blönduósi. Krafa samfélagsins sé að stytta leiðir sem mest, ekki síst til að lækka flutningskostnað. Vegagerðin hefur óskað eftir því að gert verði ráð fyrir nýju vegarstæði hringvegarins í svæðisskipulagi sem sveitarfélög í Austur-Húnaþingi vinna að. Með því myndi hringvegurinn styttast um fimmtán kílómetra. Austur-Húnvetningar sjá sér ekki fært að verða við óskum Vegagerðarinnar. Rökin eru þau að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En hver eru viðbrögð bæjarstjórans á Akureyri við þessari neitun Húnvetninga? Kristján Þór Júlíusson segist undrandi á synjuninni. Það hljóti að vera markmið að lækka flutningskostnað með því að stytta vegalengdir og tíma milli staða í samfélaginu öllu. Þær hugmyndir sem hafi verið uppi um að stytta leiðir milli höfuðborgarsvæðisins og annarra landshluta gangi út á það að stytta vegalengdir sem mest og því komi þetta á óvart. Hann segir að slík stytting snúist ekki bara um hagsmuni Akureyringa. Fólk komi einnig að sunnan og úr öðrum landshlutum og fari um þjóðveg eitt og ætíð sé verið að leita skemmstu leiða milli staða, en nýlega hafi t.d. verið rætt um Sundabraut á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gangi því þvert gegn þeim áherslum sem uppi séu í samfélaginu nú. Bæjarstjórinn segist talsmaður enn frekari styttinga með hálendisvegum. Hann segist einnig hafa orðið var við áhuga fyrir þeim hugmyndum á Suðurlandi, meðal annars til að stytta leiðina á milli Norður- og Suðurlands og tengja þar með ferðaþjónustu inn í þetta sitt hvorum megin hálendis. Þessar hugmyndir séu uppi í samfélaginu og þær beri að skoða fordómalaust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira