Nýr öryrki sjöttu hverja stund 26. apríl 2005 00:01 Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra kynnti skýrsluna Fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingar sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók saman. Samkvæmt henni hefur öryrkjum fjölgað úr 8.700 árið 1992 í 13.800 árið 2004 og hefur hlutfallslega fjölgað mest í hópi yngri öryrkja. Þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir og veldur hún mönnum áhyggjum þar sem hún á sér ekki hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Fjölgun öryrkja er meðal annars rakin til hertra krafna um arðsemi á vinnumarkaði þar sem þeir sem orðið hafa atvinnulausir til lengri tíma hafa að lokum orðið öryrkjar. Einnig er þróunin rakin til breytinga sem gerðar voru á örorkumatsstaðli árið 1999. Tryggvi Þór Herbertsson segir að breytingin hafi verið á þann veg að fólk sé nú einungis metið út frá læknisfræðilegum forsendum en ekki út frá afkomumöguleikum eða starfsþreki þannig að það virðist vera orðið mun erfiðara fyrir Tryggingastofnun eða tryggingalækna að hafna fólki um örorkumat. Þá sé munur á atvinnuleysisbótum og örorkulífeyri orðinn það mikill að það sé fjárhagslegur hvati fyrir þann sem glímir við langtímaatvinnuleysi að sækja um örorkulífeyri. Erfitt sé að hafa hemil á þessu vegna læknisfræðilega matsins. Heilbrigðisráðherra hefur kynnt ríkisstjórn skýrsluna og hefur verið ákveðið að nefnd skipuð fulltrúum fjármála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis fari yfir stöðuna og skili tillögum fyrir 15. júní næstkomandi um hugsanlegar aðgerðir. Heilbrigðisráðherra telur brýnast að skoða fjölgun ungra öryrkja. Hann segir það stóhættulegt fyrir ungt fólk sem eigi við tímabunda erfiðleika að etja að festast í þessu kerfi. Aðspurður hhvor það sé ekki augljóst samkvæmt upplýsingunum í skýrslunni að örorkumatið standist ekki segir Jón ljóst að það sé auðveldara en áður að komast á örorkubætur án þess að hann vilji leggja mat á það hvort það hafi verið of erfitt áður, en þetta þurfi að fara yfir. Öryrkjabandalag Íslands segir að skýrsla heilbrigðisráðherra um fjölgun öryrkja sé athyglisvert innlegg í þarfa umræðu um þessi málefni. Hún staðfesti það sem bandalagið hafi haldið fram, að tengsl séu á milli atvinnustigs og örorku og því komi niðurstöður hennar ekki á óvart. Öryrkjabandalagið efast hins vegar um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja, þar sem ekki sé byggt á skattagögnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra kynnti skýrsluna Fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingar sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók saman. Samkvæmt henni hefur öryrkjum fjölgað úr 8.700 árið 1992 í 13.800 árið 2004 og hefur hlutfallslega fjölgað mest í hópi yngri öryrkja. Þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir og veldur hún mönnum áhyggjum þar sem hún á sér ekki hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Fjölgun öryrkja er meðal annars rakin til hertra krafna um arðsemi á vinnumarkaði þar sem þeir sem orðið hafa atvinnulausir til lengri tíma hafa að lokum orðið öryrkjar. Einnig er þróunin rakin til breytinga sem gerðar voru á örorkumatsstaðli árið 1999. Tryggvi Þór Herbertsson segir að breytingin hafi verið á þann veg að fólk sé nú einungis metið út frá læknisfræðilegum forsendum en ekki út frá afkomumöguleikum eða starfsþreki þannig að það virðist vera orðið mun erfiðara fyrir Tryggingastofnun eða tryggingalækna að hafna fólki um örorkumat. Þá sé munur á atvinnuleysisbótum og örorkulífeyri orðinn það mikill að það sé fjárhagslegur hvati fyrir þann sem glímir við langtímaatvinnuleysi að sækja um örorkulífeyri. Erfitt sé að hafa hemil á þessu vegna læknisfræðilega matsins. Heilbrigðisráðherra hefur kynnt ríkisstjórn skýrsluna og hefur verið ákveðið að nefnd skipuð fulltrúum fjármála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis fari yfir stöðuna og skili tillögum fyrir 15. júní næstkomandi um hugsanlegar aðgerðir. Heilbrigðisráðherra telur brýnast að skoða fjölgun ungra öryrkja. Hann segir það stóhættulegt fyrir ungt fólk sem eigi við tímabunda erfiðleika að etja að festast í þessu kerfi. Aðspurður hhvor það sé ekki augljóst samkvæmt upplýsingunum í skýrslunni að örorkumatið standist ekki segir Jón ljóst að það sé auðveldara en áður að komast á örorkubætur án þess að hann vilji leggja mat á það hvort það hafi verið of erfitt áður, en þetta þurfi að fara yfir. Öryrkjabandalag Íslands segir að skýrsla heilbrigðisráðherra um fjölgun öryrkja sé athyglisvert innlegg í þarfa umræðu um þessi málefni. Hún staðfesti það sem bandalagið hafi haldið fram, að tengsl séu á milli atvinnustigs og örorku og því komi niðurstöður hennar ekki á óvart. Öryrkjabandalagið efast hins vegar um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja, þar sem ekki sé byggt á skattagögnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira