Djúp gjá í sjávarútvegsnefnd 25. apríl 2005 00:01 "Þetta eru sömu gömlu lummurnar", sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins eftir fund sjávarútvegsnefndar Alþingis með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar í gær. "Talsmenn Stofunarinnar kenna öðrum um hvernig komið er eins og venjulega. Þeir virðast ekki reiðubúnir til þess að taka upp nýja starfshætti, nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Hvað til dæmis með loðnuna? Mætti takmarka veiðar á henni og auka hugsanlega fæðuframboð fyrir aðrar tegundir?" Magnús ítrekar þá skoðun sína að forsvarsmenn stofnunarinnar ættu að segja af sér. "Fullreynt er að ráðgjöf þeirra skilar engum ávinningi í auknum veiðiheimildum eða bættu ástandi þorskstofnsins." Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar mótmælir orðum Magnúsar. "Við segjum aðeins að hrygningarstofninn sé of lítill vegna of þungrar sóknar. Ekki þarf annað en að líta á aldurssamsetninguna í stofninum. Á 30 árum hafa verið veidd um 1,3 milljónir tonna úr þorskstofninum umfram ráðgjöf okkar. Við erum vitanlega hugsi yfir því líka hvers vegna viðsnúningur til hins betra er ekki hraðari í þorskstofninum en raun ber vitni." Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjávarútvegsnefndar segir að fundurinn með talsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar hafi verið upplýsandi. "Þeir áætla að stofnvísitala þorsksins verði svipuð og í fyrra. Ýsan sé hins vegar á góðri uppleið. Enn er eftir að vinna úr upplýsingum sem togararallið gefur. Hvað sem þessu líður er gott að hafa umræður opnar um þetta en engin lausn að hrópa á götuhornum líkt og Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsnefnd hefur gert." Undir þetta tekur Hjálmar Árnason fulltrúi Framsóknarflokksins í sjávarútvegsnefnd og bendir á afar lélegan árgang 2001 og aftur í fyrra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
"Þetta eru sömu gömlu lummurnar", sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins eftir fund sjávarútvegsnefndar Alþingis með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar í gær. "Talsmenn Stofunarinnar kenna öðrum um hvernig komið er eins og venjulega. Þeir virðast ekki reiðubúnir til þess að taka upp nýja starfshætti, nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Hvað til dæmis með loðnuna? Mætti takmarka veiðar á henni og auka hugsanlega fæðuframboð fyrir aðrar tegundir?" Magnús ítrekar þá skoðun sína að forsvarsmenn stofnunarinnar ættu að segja af sér. "Fullreynt er að ráðgjöf þeirra skilar engum ávinningi í auknum veiðiheimildum eða bættu ástandi þorskstofnsins." Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar mótmælir orðum Magnúsar. "Við segjum aðeins að hrygningarstofninn sé of lítill vegna of þungrar sóknar. Ekki þarf annað en að líta á aldurssamsetninguna í stofninum. Á 30 árum hafa verið veidd um 1,3 milljónir tonna úr þorskstofninum umfram ráðgjöf okkar. Við erum vitanlega hugsi yfir því líka hvers vegna viðsnúningur til hins betra er ekki hraðari í þorskstofninum en raun ber vitni." Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjávarútvegsnefndar segir að fundurinn með talsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar hafi verið upplýsandi. "Þeir áætla að stofnvísitala þorsksins verði svipuð og í fyrra. Ýsan sé hins vegar á góðri uppleið. Enn er eftir að vinna úr upplýsingum sem togararallið gefur. Hvað sem þessu líður er gott að hafa umræður opnar um þetta en engin lausn að hrópa á götuhornum líkt og Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsnefnd hefur gert." Undir þetta tekur Hjálmar Árnason fulltrúi Framsóknarflokksins í sjávarútvegsnefnd og bendir á afar lélegan árgang 2001 og aftur í fyrra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira