Vildu vita um forgangsmál á þingi 19. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira