Vildu vita um forgangsmál á þingi 19. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira