Segir tillögur sögulega sáttagjörð 7. apríl 2005 00:01 Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira