Segist ekki hafa beitt þrýstingi 25. mars 2005 00:01 Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira