Eiður Smári mætir Bæjurum 18. mars 2005 00:01 Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira