Þrefaldur verðmunur á mjólk 3. mars 2005 00:01 Verðstríðið er í algleymingi á matvörumarkaði. Það sést greinilega á verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í gær í tíu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir eru þó virkari í stríðinu en aðrir. Bónus er í öllum tilvikum með lægsta verðið en Krónan fylgir fast á hæla þeim og er með næstlægsta verðið í öllum tilvikum nema tveimur. Aðrir sem blanda sér í baráttuna um lægsta verðið eru verslanirnar Nettó og Fjarðarkaup. Nettó er í tveimur tilvikum með næstlægsta verðið. Í öllum þessum fjórum verslunum er að finna verð sem augljóslega er undir innkaupsverði. Verðmunur á einstökum vörutegundum er mikill, til dæmis er verð á rauðum eplum 364 prósentum hærra í 11/11 en í Bónus. Rétt er að taka fram að bæði í Bónus og Nettó var tilboð á Jonagold eplum. Kílóið kostaði 7 krónur í Nettó og 8 krónur í Krónunni. Mesti verðmunur á mjólk er 181 prósent og er hún einnig dýrust í 11/11. Egils Kristall er 72 prósentum dýrari í 10/11 og 11/11 en í Bónus. Minnstur er munurinn á verði á súrmjólk sem er 35 prósentum dýrari í 11/11 en í Bónus og verð á Rúbín kaffi er 35 prósentum hærra í 11/11 og Nóatúni en í Bónus. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að blaðamenn fóru í allar verslanirnar tíu á sama tíma. Farið var með vörurnar á kassa þar sem verðið var skannað inn. Þá gaf blaðamaður sig fram. Í flestum tilvikum fékk hann að skila vörunum en halda strimlinum, á tveimur stöðum var blaðamönnum gert að greiða fyrir vörurnar. Á listanum sem keypt var eftir var 21 vörutegund en tólf standa eftir. Ástæðan fyrir því eru misstórar og þar af leiðandi ósambærilegar pakkningar, til dæmis á kornflögum og þvottaefni, ófullnægjandi upplýsingar um magn á strimli, til dæmis á osti. Einnig var verðlagning á mismunandi forsendum, stykkjaverð/kílóaverð, til dæmis á agúrkum. Rétt er að taka fram að verðkönnun sem þessi mælir eingöngu verð vöru en ekki þá þjónustu sem veitt er í verslununum. Innlent Neytendur Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Verðstríðið er í algleymingi á matvörumarkaði. Það sést greinilega á verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í gær í tíu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir eru þó virkari í stríðinu en aðrir. Bónus er í öllum tilvikum með lægsta verðið en Krónan fylgir fast á hæla þeim og er með næstlægsta verðið í öllum tilvikum nema tveimur. Aðrir sem blanda sér í baráttuna um lægsta verðið eru verslanirnar Nettó og Fjarðarkaup. Nettó er í tveimur tilvikum með næstlægsta verðið. Í öllum þessum fjórum verslunum er að finna verð sem augljóslega er undir innkaupsverði. Verðmunur á einstökum vörutegundum er mikill, til dæmis er verð á rauðum eplum 364 prósentum hærra í 11/11 en í Bónus. Rétt er að taka fram að bæði í Bónus og Nettó var tilboð á Jonagold eplum. Kílóið kostaði 7 krónur í Nettó og 8 krónur í Krónunni. Mesti verðmunur á mjólk er 181 prósent og er hún einnig dýrust í 11/11. Egils Kristall er 72 prósentum dýrari í 10/11 og 11/11 en í Bónus. Minnstur er munurinn á verði á súrmjólk sem er 35 prósentum dýrari í 11/11 en í Bónus og verð á Rúbín kaffi er 35 prósentum hærra í 11/11 og Nóatúni en í Bónus. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að blaðamenn fóru í allar verslanirnar tíu á sama tíma. Farið var með vörurnar á kassa þar sem verðið var skannað inn. Þá gaf blaðamaður sig fram. Í flestum tilvikum fékk hann að skila vörunum en halda strimlinum, á tveimur stöðum var blaðamönnum gert að greiða fyrir vörurnar. Á listanum sem keypt var eftir var 21 vörutegund en tólf standa eftir. Ástæðan fyrir því eru misstórar og þar af leiðandi ósambærilegar pakkningar, til dæmis á kornflögum og þvottaefni, ófullnægjandi upplýsingar um magn á strimli, til dæmis á osti. Einnig var verðlagning á mismunandi forsendum, stykkjaverð/kílóaverð, til dæmis á agúrkum. Rétt er að taka fram að verðkönnun sem þessi mælir eingöngu verð vöru en ekki þá þjónustu sem veitt er í verslununum.
Innlent Neytendur Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira