Rumsfeld reiddist vegna þotna 10. febrúar 2005 00:01 Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira