Rekstarafgangurinn lækkar 17. desember 2004 00:01 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var afgreidd á fundi borgarstjórnar aðfararnótt föstudags. Nokkrar breytingar urðu á áætlunni á milli funda borgarstjórnar. Í stað rekstarafgangs upp á 554 milljónir er nú gert ráð fyrir afgangi upp á tæpar 100 milljónir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir að helstu breytingar séu um 300 milljóna króna framlag vegna samnings um séreignalífeyrissjóð og 90 milljónir vegna landnámsskálans. Þá sé það einnig útgjaldarauki að hækkun á leikskólagjöldum til þess hóps þar sem annar aðilinn er í námi komi til framkvæmda í áföngum á næsta ári, og sé því frestað. Þá eigi eftir að taka tillit til kostnaðarauka vegna kjarasamninga kennara og leikskólakennara, en í áætluninni var gert ráð fyrir þriggja prósenta hækkun á launum. "Kostnaðarauki við kjarasamninga hleypur á einhverjum hundruðum milljóna. En á móti koma útsvarstekjur, auk þess sem framlag vegna séreignalífeyrissjóðsis er trúlega ofaukið. Væntanlega verður áætlunin endurskoðuð þegar þetta liggur fyrir." Í ljósi þessa segir Steinunn Valdís að ekki sé farið í felur með að verið sé að auka tekjur með því að hækka útsvarið. "Það eru öll sveitarfélög í sömu sporum. Þau eru öll að auka tekjur sínar með einhverjum hætti." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir það valda áhyggjum hversu mikið skuldir borgarinnar, bæði heildarskuldir og skuldir borgarsjóðs, hafa vaxið ógnarhratt á síðustu árum. "Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur á góðæristímum, tekjur hafa hækkað árlega og borgarstjórður hefur gengið marga milljarða frá Orkuveitunni, þá er R-listinn að hækka útsvarið í topp og hækka fasteignaskatta. Þetta sýnir að borgin er komin í fjárhagslega erfiðleika, langstærsta og öflugasta sveitarfélaginu. Þetta er langstærsta og öflugasta sveitarfélagið. Það er ekkert sveitarfélag sem býr jafn vel og Reykjavíkurborg. Samt sjá þeir sig knúna til að hækka útsvarið í topp." Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var afgreidd á fundi borgarstjórnar aðfararnótt föstudags. Nokkrar breytingar urðu á áætlunni á milli funda borgarstjórnar. Í stað rekstarafgangs upp á 554 milljónir er nú gert ráð fyrir afgangi upp á tæpar 100 milljónir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir að helstu breytingar séu um 300 milljóna króna framlag vegna samnings um séreignalífeyrissjóð og 90 milljónir vegna landnámsskálans. Þá sé það einnig útgjaldarauki að hækkun á leikskólagjöldum til þess hóps þar sem annar aðilinn er í námi komi til framkvæmda í áföngum á næsta ári, og sé því frestað. Þá eigi eftir að taka tillit til kostnaðarauka vegna kjarasamninga kennara og leikskólakennara, en í áætluninni var gert ráð fyrir þriggja prósenta hækkun á launum. "Kostnaðarauki við kjarasamninga hleypur á einhverjum hundruðum milljóna. En á móti koma útsvarstekjur, auk þess sem framlag vegna séreignalífeyrissjóðsis er trúlega ofaukið. Væntanlega verður áætlunin endurskoðuð þegar þetta liggur fyrir." Í ljósi þessa segir Steinunn Valdís að ekki sé farið í felur með að verið sé að auka tekjur með því að hækka útsvarið. "Það eru öll sveitarfélög í sömu sporum. Þau eru öll að auka tekjur sínar með einhverjum hætti." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir það valda áhyggjum hversu mikið skuldir borgarinnar, bæði heildarskuldir og skuldir borgarsjóðs, hafa vaxið ógnarhratt á síðustu árum. "Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur á góðæristímum, tekjur hafa hækkað árlega og borgarstjórður hefur gengið marga milljarða frá Orkuveitunni, þá er R-listinn að hækka útsvarið í topp og hækka fasteignaskatta. Þetta sýnir að borgin er komin í fjárhagslega erfiðleika, langstærsta og öflugasta sveitarfélaginu. Þetta er langstærsta og öflugasta sveitarfélagið. Það er ekkert sveitarfélag sem býr jafn vel og Reykjavíkurborg. Samt sjá þeir sig knúna til að hækka útsvarið í topp."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira