Rekstarafgangurinn lækkar 17. desember 2004 00:01 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var afgreidd á fundi borgarstjórnar aðfararnótt föstudags. Nokkrar breytingar urðu á áætlunni á milli funda borgarstjórnar. Í stað rekstarafgangs upp á 554 milljónir er nú gert ráð fyrir afgangi upp á tæpar 100 milljónir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir að helstu breytingar séu um 300 milljóna króna framlag vegna samnings um séreignalífeyrissjóð og 90 milljónir vegna landnámsskálans. Þá sé það einnig útgjaldarauki að hækkun á leikskólagjöldum til þess hóps þar sem annar aðilinn er í námi komi til framkvæmda í áföngum á næsta ári, og sé því frestað. Þá eigi eftir að taka tillit til kostnaðarauka vegna kjarasamninga kennara og leikskólakennara, en í áætluninni var gert ráð fyrir þriggja prósenta hækkun á launum. "Kostnaðarauki við kjarasamninga hleypur á einhverjum hundruðum milljóna. En á móti koma útsvarstekjur, auk þess sem framlag vegna séreignalífeyrissjóðsis er trúlega ofaukið. Væntanlega verður áætlunin endurskoðuð þegar þetta liggur fyrir." Í ljósi þessa segir Steinunn Valdís að ekki sé farið í felur með að verið sé að auka tekjur með því að hækka útsvarið. "Það eru öll sveitarfélög í sömu sporum. Þau eru öll að auka tekjur sínar með einhverjum hætti." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir það valda áhyggjum hversu mikið skuldir borgarinnar, bæði heildarskuldir og skuldir borgarsjóðs, hafa vaxið ógnarhratt á síðustu árum. "Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur á góðæristímum, tekjur hafa hækkað árlega og borgarstjórður hefur gengið marga milljarða frá Orkuveitunni, þá er R-listinn að hækka útsvarið í topp og hækka fasteignaskatta. Þetta sýnir að borgin er komin í fjárhagslega erfiðleika, langstærsta og öflugasta sveitarfélaginu. Þetta er langstærsta og öflugasta sveitarfélagið. Það er ekkert sveitarfélag sem býr jafn vel og Reykjavíkurborg. Samt sjá þeir sig knúna til að hækka útsvarið í topp." Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var afgreidd á fundi borgarstjórnar aðfararnótt föstudags. Nokkrar breytingar urðu á áætlunni á milli funda borgarstjórnar. Í stað rekstarafgangs upp á 554 milljónir er nú gert ráð fyrir afgangi upp á tæpar 100 milljónir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir að helstu breytingar séu um 300 milljóna króna framlag vegna samnings um séreignalífeyrissjóð og 90 milljónir vegna landnámsskálans. Þá sé það einnig útgjaldarauki að hækkun á leikskólagjöldum til þess hóps þar sem annar aðilinn er í námi komi til framkvæmda í áföngum á næsta ári, og sé því frestað. Þá eigi eftir að taka tillit til kostnaðarauka vegna kjarasamninga kennara og leikskólakennara, en í áætluninni var gert ráð fyrir þriggja prósenta hækkun á launum. "Kostnaðarauki við kjarasamninga hleypur á einhverjum hundruðum milljóna. En á móti koma útsvarstekjur, auk þess sem framlag vegna séreignalífeyrissjóðsis er trúlega ofaukið. Væntanlega verður áætlunin endurskoðuð þegar þetta liggur fyrir." Í ljósi þessa segir Steinunn Valdís að ekki sé farið í felur með að verið sé að auka tekjur með því að hækka útsvarið. "Það eru öll sveitarfélög í sömu sporum. Þau eru öll að auka tekjur sínar með einhverjum hætti." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir það valda áhyggjum hversu mikið skuldir borgarinnar, bæði heildarskuldir og skuldir borgarsjóðs, hafa vaxið ógnarhratt á síðustu árum. "Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur á góðæristímum, tekjur hafa hækkað árlega og borgarstjórður hefur gengið marga milljarða frá Orkuveitunni, þá er R-listinn að hækka útsvarið í topp og hækka fasteignaskatta. Þetta sýnir að borgin er komin í fjárhagslega erfiðleika, langstærsta og öflugasta sveitarfélaginu. Þetta er langstærsta og öflugasta sveitarfélagið. Það er ekkert sveitarfélag sem býr jafn vel og Reykjavíkurborg. Samt sjá þeir sig knúna til að hækka útsvarið í topp."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira