Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Vinnumálastofnun hvetur atvinnuleitendur á Suðurnesjum til að leita til sín. Skráð atvinnuleysi á svæðinu mælist nú yfir 6,5 prósent. Þróunin gefi tilefni til markvissra aðgerða af hálfu Vinnumálastofnunar í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og um vinnumarkaðsaðgerðir. Viðskipti innlent 10.11.2025 10:28
Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Happy Hydrate seldi vörur fyrir rúmar 302 milljónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tíföldun rekstrartekna frá árinu þar á undan en þrátt fyrir það var félagið rekið með tæplega 900 þúsund króna tapi. Viðskipti innlent 8.11.2025 12:52
Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. Viðskipti innlent 7.11.2025 16:32
Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent 7.11.2025 08:31
Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Nýr baðstaður og hótel Bláa lónsins við Hoffellsslón og Hoffellsjökul á Suðausturlandi á að vera bygging á heimsmælikvarða og er ætlað að verða nýtt kennileiti í ferðaþjónustu Íslands og munu færustu hönnuðir verða fengnir til þess að hanna staðinn. Gestir eiga að geta upplifað allt í senn; heitar laugar, Hoffellsjökul, Hoffellslón og Vatnajökul. Viðskipti innlent 7.11.2025 07:00
Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Síðustu tvö vaxtamálin svokölluðu eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Það síðara er á dagskrá þann 8. desember og því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í því ekki síðar en 5. janúar næstkomandi. Viðskipti innlent 7.11.2025 06:48
Telja viðgerð geta tekið allt að ár Forsvarsmenn Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, telja að viðgerð vegna alvarlegrar bilunar í álverinu á Grundartaka gæti tekið allt ellefu til tólf mánuði. Þangað til bilunin hefur verið löguð er framleiðslan í álverinu einungis þriðjungur af því sem hefðbundið er. Viðskipti innlent 6.11.2025 23:45
Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Hluthafar Tesla hafa samþykkt stærðarinnar launapakka handa Elon Musk, auðugasta manni heims. Pakkinn gæti gert hann allt að 122 billjónum króna auðugri á næsta áratug en það fer eftir því hversu vel honum gengur að stýra fyrirtækinu. Viðskipti erlent 6.11.2025 22:43
Græða á tá og fingri á svikum og prettum Sérfræðingar Meta, sem rekur meðal annars samfélagsmiðlana Facebook og Instagram, áætla að um tíu prósent allra tekna félagsins í fyrra, 2024, séu til komnar vegna auglýsinga sem ganga út á að svindla á fólki eða selja ólöglegan varning. Notendur samfélagsmiðla Meta sjá um fimmtán milljarða slíkra auglýsinga á degi hverjum. Viðskipti erlent 6.11.2025 21:26
Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Halldóra Guðrún Hinriksdóttir er ný forstöðukona þjónustu Veitna. Viðskipti innlent 6.11.2025 15:01
Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Breska lyfjastofnunin, MHRA, hefur veitt markaðsleyfi fyrir allar útgáfur Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Simponi. Bandaríska lyfjastofnunin hafnaði Alvotech um leyfi fyrir sama lyf að svo stöddu á mánudag. Síðan þá hefur markaðsvirði félagsins lækkað um tæpan þriðjung. Viðskipti innlent 6.11.2025 14:17
Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent á opnum fundi í Kaldalóni í Hörpu klukkan 14 í dag. Viðskipti innlent 6.11.2025 13:33
Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Samkeppnishæfni Íslands hefur versnað mjög hratt og er orðin mjög lök. Útlit er fyrir „hrollkaldan vetur“ vegna minnkandi útflutnings og lægri gjaldeyristekna að mati greinanda. Þó er eitt ljós í myrkrinu fyrir árið 2026, vextir ættu að lækka. Viðskipti innlent 6.11.2025 13:10
Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn „Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn“ er yfirskrift ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) og Nasdaq Iceland sem fer fram í dag í Hörpu frá 13:30 til 16. Viðskipti innlent 6.11.2025 13:00
Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. Viðskipti innlent 6.11.2025 11:40
Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Sjávarútvegsráðstefnan 2025 fer fram í Hörpu dagana 6.-7. nóvember en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“ Viðskipti innlent 6.11.2025 11:14
Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Icelandair flutti alls 464 þúsund farþega í október sem er aukning um 14 prósenta milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 20 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 31 prósent. Viðskipti innlent 6.11.2025 10:09
Steinunn frá UNICEF til Festu Steinunn Jakobsdóttir hefur verið ráðin nýr samskiptastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni. Steinunn hefur undanfarinn áratug starfað hjá UNICEF á Íslandi, fyrst sem fjáröflunarstjóri og síðan kynningarstjóri. Steinunn mun leiða miðlun og ásýnd Festu út á við og verður falið að sinna samskiptum við aðildarfélög, fjölmiðla og aðra hagsmunaaðila. Viðskipti innlent 6.11.2025 09:02
Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Stjórn Sýnar hefur falið lögmönnum félagsins að hefja undirbúning að málshöfðun fyrir dómstólum vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Forstjóri Símans segir niðurstöðuna mikilvæga fyrir neytendur á markaði. Viðskipti innlent 6.11.2025 07:59
Sýn tapaði 239 milljónum Sýn tapaði 239 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, sem forstjórinn segir hafa verið krefjandi. Fyrirtækið hagnaðist um sautján milljónir á sama tímabili í fyrra en tekjur lækkuðu um 1,6 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 5.11.2025 17:21
Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Atvinnuvegaráðherra deilir áhyggjum áhrifafólks í ferðaþjónustunni af stöðu greinarinnar. Þrátt fyrir erfiðleika til skemmri tíma sé þó bjart fram undan og bæta þurfi í markaðssetningu. Forstjóri Icelandair hvatti stjórnvöld til þess að taka U-beygju í áformum sínum um skattheimtu á greinina í kjölfar uppsagna og afkomuviðvörunar. Viðskipti innlent 5.11.2025 13:06
Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segja fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri aðgerðum til að tryggja betra húsnæðisverð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súrefni bæði til heimila og fyrirtækja“. Halla og Vilhjálmur voru til viðtals í Bítinu. Viðskipti innlent 5.11.2025 09:19
Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Á næsta ári mun Creditinfo horfa í auknum mæli til stefnu fyrirtækja í jafnréttismálum þegar kemur að vottuninni Framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtæki sem falla undir lög um kynjahlutfall í stjórn þurfa að fylgja þeim lögum til að geta talist Framúrskarandi fyrirtæki. Framúrskarandi fyrirtæki 5.11.2025 09:13
„Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Forstjóri Icelandair segir stjórnvöld þurfa að gera það sem sé þveröfugt miðað við áform þeirra vilji þau stuðla að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fyrirtækið réðst í hópuppsögn í morgun í ljósi versnandi afkomu. Viðskipti innlent 4.11.2025 22:04
Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. Viðskipti innlent 4.11.2025 19:01