Skoðun

Ís­land og móðurplanta með erindi

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar

Í aldaraðir hafa hampur og kannabis verið hluti af lífi mannsins – notað meðal annars til lækninga, næringar, textílframleiðslu og í byggingariðnaði. Þessi planta hefur þjónað okkur í gegnum aldirnar en á Íslandi er umræða um enn hana sveipuð fáfræði og fordómum.

Skoðun

Hátt­virta nýja þingkonan, María Rut Kristins­dóttir

Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar

Þakka þér fyrir að skylda okkur öll í að „lesa, meðtaka og finna leiðir til að færa okkur upp úr þessum hjólförum. Ég mun leggja mitt af mörkum innan þings og utan til að tala fyrir breytingum á kerfum, viðhorfum og orðræðu. Það blasir við að hér dugar ekki lengur falleg orð um áform. Heldur þurfum við aðgerðir. Og að skólamál, geðheilbrigðismál og málefni barna séu sett í forgang!”

Skoðun

Alþjóða­dagur krabba­meins­rannsókna – eitt­hvað sem mig varðar?

Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda.

Skoðun

Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkams­rækt?

Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt.

Skoðun

Villa um fyrir bæjar­búum

Vilhjálmur Árnason skrifar

Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta.

Skoðun

Olíufyrirtækin vissu

Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Hlutverk stórra olíufyrirtækja í að bæla niður vísindalega vitneskju í þágu fjárhagslegs ávinnings er löngu orðið augljóst.

Skoðun

Bullandi halla­rekstur í Hafnar­firði

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði.

Skoðun

Styrkjum stöðu leigj­enda

Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða.

Skoðun

Hættu­legustu tækin í um­ferðinni

Eva Hauksdóttir skrifar

Síðasta vor gengu vegfarendur fram á hjólreiðamann sem lá í blóði sínu á hjólastíg. Reiðhjólið hans lá rétt hjá, hjálmurinn brotinn, maðurinn illa áttaður. Ekkert ljós logaði á nokkrum ljósastaurum við stíginn en undir næsta dimma ljósastaur lá rafskúta.

Skoðun

Hvað myndi Sesselja segja?

Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar

Sagan segir að í hvorri hlíð kvosarinnar á Sólheimum hafi tvær fylkingar álfa búið öldum saman. Þær hafi aldrei getað sætt sig hvor við aðra og þegar menn settust að á staðnum hafi álfarnir farið að hvísla niður í byggðina deilum og ósætti.

Skoðun

Vaxta­stefna Seðla­bankans – á kostnað launa­fólks

Hilmar Harðarson skrifar

Seðlabankinn hefur á undanförnum misserum haldið uppi háum stýrivöxtum, þvert á þær væntingar sem skapaðar voru við gerð síðustu kjarasamninga. Í þeim samningum sýndi launafólk ábyrgð: það tók á sig hóflegar launahækkanir og gaf í raun eftir hluta af verðmætasköpun sinni til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu.

Skoðun

Vel­komin til Hel­vítis

Guðný Gústafsdóttir skrifar

„Velkomin til Helvítis“ var kveðjan sem tók á móti Fouad Hassan, 45 ára palestínskum fjölskylduföður frá Vesturbakkanum í ísraelska fangelsinu Megiddo. Þetta var í byrjun nóvember 2023. Fouad var fluttur ásamt rútufylli af Palestínufólki í fangelsið.

Skoðun

Olíu­leit við Ís­land?

Hallgrímur Óskarsson skrifar

„Vegna minnkandi eftirspurnar í heiminum mun framleiðsla á olíu minnka um 77% til ársins 2050, frá 100 milljón tunnum árlega og niður í 23 milljón tunnur.“

Skoðun

Manneklan er víða

Brynhildur Bolladóttir skrifar

Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi.

Skoðun

Sótt að hags­munum at­vinnu­lausra

Steinar Harðarson skrifar

Við myndun núverandi ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í forsæti, vissum við mörg hver á vinstri vængnum ekki hverju við ættum von á. Mörgum fannst tónninn í stjórnarsáttmálanum markaðstengdur, að frjálshyggja væri einn af vegvísunum.

Skoðun

Launa­munur kynjanna eykst – Hvar liggur á­byrgðin?

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum.

Skoðun

Þegar sann­leikurinn verður fórnar­lamb

Davíð Bergmann skrifar

Það er auðvelt að láta plata sig þegar aðeins ein hlið málsins er kynnt, sérstaklega sú sem hentar valdhöfunum. Þegar einhliða sýn ræður ríkjum og aðrar raddir, jafnvel þeirra sem best þekkja veruleikann, eru þaggaðar niður verður sannleikurinn fórnarlamb.

Skoðun

Far­sæl fram­fara­skref á Sól­heimum

Sigurjón Örn Þórsson skrifar

Á þessum vettvangi hafa málefni samfélagsins á Sólheimum verið til nokkurrar, og að okkar mati óvæginnar, umfjöllunar að undanförnu. Stjórn og framkvæmdastjóri Sólheima hafa verið borin þungum sökum af starfsmanni sem sagt var upp störfum.

Skoðun

Austur­land – þrælaný­lenda Ís­lands

Björn Ármann Ólafsson skrifar

Um langa tíð hefur það verið þannig að Austurland hefur aflað mun meiri tekna í þjóðarbúið en útgjöld úr sameiginlegum sjóði landsins gera fyrir Austurland og núverandi innviðaráðherra ætlar ekki að draga úr því misrétti, heldur auka.

Skoðun

Gervi­greindin stöðluð - öryggisins vegna

Hanna Kristín Skaftadóttir og Helga Sigrún Harðardóttir skrifa

Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga.

Skoðun