Fréttir

Ís­lenskar konur gáfu nýjan búning á fjall­konuna í Gimli

Um helgina er haldin Íslendingadagurinn í Gimli í Manitoba. Hátiðin var með stærra sniði en áður  því í ár er fagnað 150 árum frá landtöku Íslendinga við Winnipegvatn. Lögð var sérstök áhersla á þau sterku tengsl sem varað hafa á milli þessara landa í 150 ár, en um leið var lögð áhersla á mikilvægi nýrra tengsla á milli þessara samfélaga.

Innlent

Tugir drukknuðu og margra enn saknað

68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað.

Erlent

Spennandi traktorstorfæra á Flúðum

Þeir voru ekkert að slaka á eða gefast upp ökumenn átta dráttarvéla, sem tóku þátt í traktorstorfæru á Flúðum um helgina í risa drullupolli. Margir þeirra fóru á bólakaf við aksturinn á meðan það drapst á vélunum hjá öðrum.

Innlent

Slysið á sama stað og við sömu að­stæður og fyrri bana­slys í fjörunni

Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan að sögn landeigenda. Samráðshópur mun funda eftir helgi um frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan.

Innlent

Þor­gerður styður stofnun leyni­þjónustu

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofn­un leyniþjón­ustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers.

Innlent

Síðustu þrjú bana­slys orðið á sama stað við sömu að­stæður

Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni á undan. Þetta segir landeigandi en skoða á eftir helgi hvernig grípa megi til frekari öryggisráðstafana. Rætt verður við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa Landsbjargar í beinni útsendingu í fréttatímanum um slysið.

Innlent

Þurfum ekki að loka landa­mærum en þurfum að opna augun

„Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“

Innlent

Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru

Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna.

Innlent

„Við erum auð­vitað mjög slegin yfir þessu slysi“

Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna.

Innlent

Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka

Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar. Verið er að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina ástæður lekans. Til skamms tíma mun lokunin ekki hafa áhrif á framboð raforku en langtímaáhrif eru ekki enn ljós.

Innlent

Leiddi fordæmalausa bæna­stund á Musterishæð

Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga.

Erlent

Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás

Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum.

Erlent

Herjólfur siglir í dag

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun. Fella þurfti niður síðustu tvær ferðir ferjunnar síðdegis í gær vegna „aðstæðna í höfninni“.

Innlent

Reiður Trump segir Schumer að fara til hel­vítis

Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“.

Erlent