Fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Búseti íhugar alvarlega að leita réttar síns fyrir dómstólum til að verja hagsmuni íbúa félagsins við Árskóga. Félagið lítur enda svo á að enn séu uppi álitamál þrátt fyrir niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem hafnaði kröfum Búseta um að vöruskemman alræmda í Álfabakka yrði rifin. Innlent 31.10.2025 12:43 Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Mest starfsánægja er í Bláskógarbyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta eru niðurstöður árlegrar könnunar Gallups. Verðlaunin Sveitarfélag ársins voru veitt í gær. Sagt er frá á heimasíðu stéttarfélagsins Kjalar. Innlent 31.10.2025 12:32 Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Norðurlandaráð hefur ákveðið að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái nú föst sæti í forsætisnefnd ráðsins, sem er æðsta stjórnvald þess á milli hinna árvissu þinga. Erlent 31.10.2025 12:17 Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. Innlent 31.10.2025 12:06 Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Erlent 31.10.2025 11:51 Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Fjórum brottförum frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Stefnt er að því að fljúga seinnipartinn. Innlent 31.10.2025 11:46 Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni embættis Ríkislögreglustjóra en í morgun birti dómsmálaráðuneytið úttekt sem gerð var á rekstri stofnunarinnar fyrr á árinu. Innlent 31.10.2025 11:39 Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle giants á Húsavík hefur haft betur í áralangri deilu við Hafnasjóð Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir. Hafnasjóðurinn hefur verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu rúmar 36 milljónir króna auk vaxta. Deilur um gjöldin ná allt aftur til ársins 2008. Innlent 31.10.2025 11:27 Bein útsending: Langvinn einkenni Covid „Langvinn einkenni Covid“ er yfirskrift annars fundar í fundaröðinni Heilsan okkar sem fram fer í Veröld, húsi Vigdísar, milli klukkan 11:30 og 13 í dag. Innlent 31.10.2025 11:02 Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Ríkislögreglustjóri þarf að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir heldur láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilar ekki nægum árangri. Styrkja þarf stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þetta kemur fram í úttekt sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið á fjármálum embættisins. Ríkislögreglustjóri telur úttektina ekki taka tillit til fjölgunar verkefna á þeirra borði. Innlent 31.10.2025 10:43 Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik. Erlent 31.10.2025 10:32 Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. Erlent 31.10.2025 09:00 Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni. Innlent 31.10.2025 08:58 Hringvegurinn opinn á ný Hluta Þjóðvegar 1 var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land. Opnað var aftur fyrir umferð um veginn rétt fyrir klukkan eitt. Innlent 31.10.2025 08:53 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Hundruð þúsunda strangtrúaðra gyðinga söfnuðust saman í Jerúsalem í gær til að mótmæla herskyldu, sem strangtrúaðir hafa hingað til verið undanskildir. Erlent 31.10.2025 08:19 Orðin hæsta kirkja í heimi Kirkjan Sagrada Familia í Barcelona á Spáni varð í gær hæsta kirkja heims þegar byrjað var að koma fyrir neðri hluta kross á miðturni kirkjunnar. Framkvæmdir við kirkjuna Sagrada Familia hófust árið 1882 og standa enn yfir. Erlent 31.10.2025 07:45 Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun. Erlent 31.10.2025 07:12 Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Víðáttumikil lægð er nú undan suðurströnd landsins sem veldur hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. Veður 31.10.2025 07:11 Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Andrés, yngri bróðir Karls Bretakonungs hefur nú verið sviptur prins-titli sínum og þarf að yfirgefa hið sögulega Royla Lodge í grennd við Windsor kastala, hvar hann hefur búið síðustu áratugi. Erlent 31.10.2025 06:58 Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og stöðvaði meðal annars ökumann sem var með 40 sm af snjó á framrúðunni. Innlent 31.10.2025 06:35 Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. Erlent 30.10.2025 23:20 „Því miður er verklagið þannig“ Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri. Innlent 30.10.2025 23:10 Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Framkvæmdir við húsnæði leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi tefjast enn og nú hefur opnun hans verið seinkað um fimm mánuði. Til stóð að leikskólinn myndi hefja starfsemi í ágúst, svo var því seinkað fram til loka októbermánaðar og að lokum fram í mars á næsta ári. Innlent 30.10.2025 22:19 Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Ögmundur Ísak Ögmundsson hefur verið ráðinn starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur starfað á sviði miðlunar, síðustu ár hjá Nóa Siríus en samhliða því sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 30.10.2025 21:53 Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Innlent 30.10.2025 21:30 Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Áætlaður rekstrarhalli embættis ríkislögreglustjóra árin 2023 til 2025 er 1,49 milljarður, eða 5,4 prósent af 27,4 milljarða veltu stofnunarinnar þessi ár. Embættið harmar mistök sem voru gerð í tengslum við viðskipti við félagið Intra og verður þriggja mánaða ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð. Innlent 30.10.2025 21:07 Formannskosningu Pírata frestað Kosningu til formanns, varaformanns og til stjórnar Pírata var frestað á aukaaðalfundi Pírata í kvöld vegna formgalla á fundarboði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, segir að boðað verði til nýs aukaaðalfundar vonandi á allra næstu vikum. Innlent 30.10.2025 19:55 Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni. Innlent 30.10.2025 19:32 Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað. Innlent 30.10.2025 19:04 Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Miklar umferðartafir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og færðin gert ökumönnum erfitt fyrir. Það er spáð hlýindum á morgun og gæti hálka hugsanlega aukist. Innlent 30.10.2025 17:43 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 334 ›
Langt í frá að málinu sé lokið Búseti íhugar alvarlega að leita réttar síns fyrir dómstólum til að verja hagsmuni íbúa félagsins við Árskóga. Félagið lítur enda svo á að enn séu uppi álitamál þrátt fyrir niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem hafnaði kröfum Búseta um að vöruskemman alræmda í Álfabakka yrði rifin. Innlent 31.10.2025 12:43
Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Mest starfsánægja er í Bláskógarbyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta eru niðurstöður árlegrar könnunar Gallups. Verðlaunin Sveitarfélag ársins voru veitt í gær. Sagt er frá á heimasíðu stéttarfélagsins Kjalar. Innlent 31.10.2025 12:32
Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Norðurlandaráð hefur ákveðið að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái nú föst sæti í forsætisnefnd ráðsins, sem er æðsta stjórnvald þess á milli hinna árvissu þinga. Erlent 31.10.2025 12:17
Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. Innlent 31.10.2025 12:06
Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Erlent 31.10.2025 11:51
Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Fjórum brottförum frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Stefnt er að því að fljúga seinnipartinn. Innlent 31.10.2025 11:46
Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni embættis Ríkislögreglustjóra en í morgun birti dómsmálaráðuneytið úttekt sem gerð var á rekstri stofnunarinnar fyrr á árinu. Innlent 31.10.2025 11:39
Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle giants á Húsavík hefur haft betur í áralangri deilu við Hafnasjóð Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir. Hafnasjóðurinn hefur verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu rúmar 36 milljónir króna auk vaxta. Deilur um gjöldin ná allt aftur til ársins 2008. Innlent 31.10.2025 11:27
Bein útsending: Langvinn einkenni Covid „Langvinn einkenni Covid“ er yfirskrift annars fundar í fundaröðinni Heilsan okkar sem fram fer í Veröld, húsi Vigdísar, milli klukkan 11:30 og 13 í dag. Innlent 31.10.2025 11:02
Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Ríkislögreglustjóri þarf að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir heldur láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilar ekki nægum árangri. Styrkja þarf stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þetta kemur fram í úttekt sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið á fjármálum embættisins. Ríkislögreglustjóri telur úttektina ekki taka tillit til fjölgunar verkefna á þeirra borði. Innlent 31.10.2025 10:43
Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik. Erlent 31.10.2025 10:32
Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. Erlent 31.10.2025 09:00
Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni. Innlent 31.10.2025 08:58
Hringvegurinn opinn á ný Hluta Þjóðvegar 1 var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land. Opnað var aftur fyrir umferð um veginn rétt fyrir klukkan eitt. Innlent 31.10.2025 08:53
Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Hundruð þúsunda strangtrúaðra gyðinga söfnuðust saman í Jerúsalem í gær til að mótmæla herskyldu, sem strangtrúaðir hafa hingað til verið undanskildir. Erlent 31.10.2025 08:19
Orðin hæsta kirkja í heimi Kirkjan Sagrada Familia í Barcelona á Spáni varð í gær hæsta kirkja heims þegar byrjað var að koma fyrir neðri hluta kross á miðturni kirkjunnar. Framkvæmdir við kirkjuna Sagrada Familia hófust árið 1882 og standa enn yfir. Erlent 31.10.2025 07:45
Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun. Erlent 31.10.2025 07:12
Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Víðáttumikil lægð er nú undan suðurströnd landsins sem veldur hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. Veður 31.10.2025 07:11
Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Andrés, yngri bróðir Karls Bretakonungs hefur nú verið sviptur prins-titli sínum og þarf að yfirgefa hið sögulega Royla Lodge í grennd við Windsor kastala, hvar hann hefur búið síðustu áratugi. Erlent 31.10.2025 06:58
Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og stöðvaði meðal annars ökumann sem var með 40 sm af snjó á framrúðunni. Innlent 31.10.2025 06:35
Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. Erlent 30.10.2025 23:20
„Því miður er verklagið þannig“ Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri. Innlent 30.10.2025 23:10
Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Framkvæmdir við húsnæði leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi tefjast enn og nú hefur opnun hans verið seinkað um fimm mánuði. Til stóð að leikskólinn myndi hefja starfsemi í ágúst, svo var því seinkað fram til loka októbermánaðar og að lokum fram í mars á næsta ári. Innlent 30.10.2025 22:19
Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Ögmundur Ísak Ögmundsson hefur verið ráðinn starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur starfað á sviði miðlunar, síðustu ár hjá Nóa Siríus en samhliða því sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 30.10.2025 21:53
Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Innlent 30.10.2025 21:30
Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Áætlaður rekstrarhalli embættis ríkislögreglustjóra árin 2023 til 2025 er 1,49 milljarður, eða 5,4 prósent af 27,4 milljarða veltu stofnunarinnar þessi ár. Embættið harmar mistök sem voru gerð í tengslum við viðskipti við félagið Intra og verður þriggja mánaða ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð. Innlent 30.10.2025 21:07
Formannskosningu Pírata frestað Kosningu til formanns, varaformanns og til stjórnar Pírata var frestað á aukaaðalfundi Pírata í kvöld vegna formgalla á fundarboði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, segir að boðað verði til nýs aukaaðalfundar vonandi á allra næstu vikum. Innlent 30.10.2025 19:55
Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni. Innlent 30.10.2025 19:32
Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað. Innlent 30.10.2025 19:04
Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Miklar umferðartafir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og færðin gert ökumönnum erfitt fyrir. Það er spáð hlýindum á morgun og gæti hálka hugsanlega aukist. Innlent 30.10.2025 17:43