Umhverfismál

Fréttamynd

Bráða­birgða­heimild veitt fyrir Hvamms­virkjun

Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanir í Skaga­firði úr vernd í bið en Urriða­foss í nýtingu

Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki.

Innlent
Fréttamynd

Vörðuóðir ferða­menn fremji náttúru­spjöll

Leiðsögumaður segir ferðamenn ekki átta sig á náttúruspjöllum sem þeir fremji með því að reisa vörður hvar sem þeir koma á landinu. Vörður hafa jafnvel verið reistar í miðborginni, komist ferðamennirnir í nógu marga steina.

Innlent
Fréttamynd

Á­hrifin af stöðvunarkröfunni ó­veru­leg

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra reiknar með að virkjunarframkvæmdir við Hvammsvirkjun haldi áfram innan tíðar. Hann segir áhrifin af úrskurði umhverfis- og auðlindamála óveruleg.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 

Innlent
Fréttamynd

Krísa yfir­vofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar

Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Landið talar

Við skulum hafa eitt á hreinu: Það er ekki raunverulegur orkuskortur á Íslandi og það verður Aldrei raunverulegur orkuskortur á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er ekki eitur­gas“

Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna.

Innlent
Fréttamynd

Spændi upp mosann á krossara

Leiðsögumanni blöskraði þegar hann sá ökumenn krossara bruna um móa við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Dæmt um efni, Hörður

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um nægju­semi í heimi neyslubrjálæðis

Á sama tíma og verslanir fyllast af tískufötum á útsöluverði, verður umræða um neysluhyggju, umhverfisáhrif og siðferðilega ábyrgð sífellt háværari. Fatahönnun og fataframleiðsla eru orðin táknmynd samfélags þar sem stöðug eftirspurn eftir hinu nýjasta hefur grafið undan gæðum, virðingu fyrir vinnuafli og sjálfbærni jarðarinnar. Á Íslandi, þar sem neyslumynstur fer stöðugt í átt að ofneyslu, vaknar spurningin um það hvernig við sem neytendur getum brugðist við.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er engin á­stæða til að gefast upp“

Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. 

Innlent
Fréttamynd

„Í næstu um­ferð fara hlutirnir í gegn“

Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt.

Innlent
Fréttamynd

Davíð hafi lagt Golíat

Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæsta­réttar

Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent