Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar 18. desember 2025 13:31 Lög um eftirlit með jarðvegi, Jarðvegstilskipun Evrópusambandsins (ESB), tóku formlega gildi 16. desember 2025 og marka fyrstu löggjöf ESB sem helguð er jarðvegsvernd. Markmið hennar er að allur jarðvegur innan ESB verði heilbrigður fyrir árið 2050. Lögin (e. Soil monitoring and resilience) byggja á vöktun með samræmingu gagna og að beita valkvæðum aðgerðum fremur en ströngum refsiaðgerðum. Aðildarríkin þurfa að fylgjast með heilbrigði jarðvegs, takast á við ógnir eins og rof, jarðvegseyðingu, mengun, þjöppun og lokun jarðvegs undir þéttbýli og innviðum, ásamt tapi lífræns efnis og tapi líffræðilegs fjölbreytileika í öllum jarðvegsgerðum, svo sem landbúnaði, skógum, þéttbýli. Af hverju þarf sérstaka jarðvegstilskipun? Að vernda jarðveg er líklega sú mikilvægasta verndaraðgerð sem má hugsa sér. Af hverju skiptir þetta máli? Af hverju er heilbrigður jarðvegur mikilvægur? Jú, jarðvegur er undirstaða lífs, en staðan í Evrópu er alvarleg. Út frá matvælaöryggi þá eru um 95% af matvælum í ESB upprunnin frá jarðvegi, en 60-70% hans eru í slæmu eða óheilbrigðu ástandi. Hnignun jarðvegs hefur áhrif í öllum ríkjum Evrópu. Efnahagslegt tjón vegna bágs ástands jarðvegs er metið á um 50 milljarða evra árlega í löndum ESB. Áhersla tilskipunarinnar er að auka þekkingu á heilsu og seiglu jarðvegs. Aðgerðir jarðvegsverndar vernda og viðhalda þjónustu vistkerfa á skala sem mætir þörfum umhverfisverndar, samfélags og efnahags. Jarðvegsverndin, mun einnig stuðla að markmiðum ESB um viðnám gegn loftslagsbreytingum, vernd líffræðilegrar fjölbreytni, matvælaöryggi sem og að bæta samkeppnishæfni ESB. Þetta er fyrsta sameinaða nálgunin á jarðvegsvernd í ESB. Með þessu fær jarðvegur sambærilega lagalega vernd og loft og vatn hafa notið lengi innan ESB og Íslands. Samskonar umhverfisverndartilskipun um endurheimt náttúru er í skoðun innan EES samningsins, samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Einfaldlega sagt: ESB tekur jarðveg alvarlega, setur reglur til að mæla heilsu hans og hvetur alla, sérstaklega bændur, til að vinna saman að því að laga hann, frá og með lokum árs 2025 og er með plan til 2050. Allt er þegar þrennt er Innleiðing jarðvegs tilskipunarinnar hvílir á þremur meginstoðum sem vinna saman: vöktun landgæða, sjálfbærri landnýtingu og fjölbreyttum lausnum við jarðvegsvernd. Vöktun: Aðildarríkin hafa þrjú ár (til desember 2028) til að innleiða tilskipunina í landslög. Markmið laganna er að ná heilbrigðum jarðvegi í Evrópu fyrir árið 2050, sem byggist á jarðvegsstefnu ESB fyrir árið 2030. Aðildarríkin skulu fylgjast með og meta jarðvegsheilsu á landsvísu samkvæmt sameiginlegri aðferðafræði innan ESB. Aðferðir spanna allt frá fjarkönnun til sýnatöku jarðvegs. Fyrstu mælingar eiga að liggja fyrir árið 2028 og skila skal skýrslu á fimm ára fresti í stafræna gagnagátt ESB um jarðvegsheilbrigði. Tímalínan er með fyrsta skilafresti árið 2031. Samræmd gögn skapa heildræna mynd um eðlisfræðilegt, efnafræðilegt og líffræðilegt ástand jarðvegs með því að nota sameiginlega aðferðafræði ESB. Sjálfbærni: Efnahagslegir hvatar munu styðja bændur og landeigendur til að bæta heilsu, gæði og þanþol jarðvegsins. Áherslan er á stuðning fremur en refsiaðgerðir. Aðildaríki eru krafin um aðstoð við bændur til að ná fram sjálfbærri landnýtingu, draga úr rofi og endurheimta votlendi. Lögin leggja áherslu á að leiðbeina og þjálfa bændur og landeigendur, með fjárhagslegum hvötum fyrir sjálfbæra starfshætti. Lykilaðgerðir fela í sér ókeypis jarðvegsprófanir, eflingu sjálfbærra starfshátta eins og lágmarka röskun jarðvegs og hámarka þekju gróðurs, bæta stafræn verkfæri og samtengingu við sameiginlega landbúnaðarsjóði. Allt með það að markmiði að innleiða jarðvegsvernd á sjálfviljugan hátt frekar en með viðurlögum. Að auki er þekking efld með stuðningi við fjármögnun rannsókna. Úrbætur: Felast í að bera kennsl á og stjórna menguðum svæðum. Ríki skulu halda opinbera skrá yfir mengaða staði sem er aðgengileg almenningi. Upplýsingar um svæði tengd hernaði eru undanskilin. Ef heilsu manna eða umhverfi er ógnað skal grípa til aðgerða samkvæmt reglunni um að „mengunarvaldur greiði“. Unnið verður að lausnum á menguðum svæðum og leitast við að lágmarka tap á jarðvegi vegna innviðauppbyggingar. Ákvarðanir um val á landi, undir inniviði eða þéttbýli, munu taka mið af þessu. Ef nauðsynlega þarf að taka frjósamt land undir framkvæmdir er nauðsynlegt að lágmarka tap á þjónustu vistkerfa. Gera þarf ráðstafanir til að fylgjast með nýjum jarðvegsmengunarefnum eins og PFAS (efnafræðileg efni), skordýraeitri og örplasti. Bindandi markmið Samningaviðræður innan ESB síðustu ár við mótun jarðvegstilskipunarinnar fjarlægðu strangari bindandi ákvæði og gagnrýnendur halda því fram að það veiki umhverfismarkmið. Stuðningsmenn (eins og framkvæmdastjórnin) halda því fram að þetta sé skref fram á við með því að skapa þekkingu og veita aðildarríkjum sveigjanleika til að skilgreina „heilbrigðan“ jarðveg á landsvísu og stuðla að sjálfbærum stjórnunarháttum sem stöðluðum vinnubrögðum. Framkvæmdin er í höndum hvers aðildarríkis fyrir sig. Lögin setja ekki bindandi markmið, þau banna ekki starfsemi, krefjast ekki nýrra leyfisveitinga, né hafa þau áhrif á valdssvið þjóða varðandi svæðisskipulag. Lögin innihalda meginreglur til að lágmarka tap á heilbrigðum jarðvegi vegna innviðaframkvæmda og annarra breytinga á landnotkun, en jafnframt að virða ákvarðanir um landfræðilegt skipulag á landsvísu. Ríkin hafa sjálf nokkuð svigrúm til að finna leiðir að markmiðinu um jarðvegsvernd. Lögin koma á fót lausnum á langtíma vandamálum mengaðra svæða í ESB óháð landamærum. Ef um óásættanlega áhættu er að ræða fyrir heilsu manna eða umhverfið á að grípa til viðeigandi aðgerða til að draga úr henni. Viðeigandi upplýsingar um mengun svæða eiga að vera aðgengilegar almenningi, án endurgjalds. Lögin skapa hér sterkt samstarf ríkja innan ESB. Frekari upplýsingar og úrræði er að finna á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um jarðvegsheilbrigði og gagnagátt Jarðvegsathugunarstöðvar Evrópusambandsins. Felur þetta í sér beinar lagalegar skyldur fyrir Ísland? Nei, ekki sjálfkrafa. Ísland er ekki aðili að ESB og þar af leiðandi gildir tilskipunin gildir ekki beint hér. Hún yrði aðeins bindandi ef hún yrði tekin upp í EES-samninginn og síðan innleidd í íslensk lög. EES, samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gerir Íslandi, Liechtenstein og Noregi kleift að taka þátt í innri markaði ESB. Löggjöf ESB á sviðum eins og umhverfisstefnu er yfirleitt felld inn í EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar. Hins vegar, eru náttúrvernd og landbúnaður utan EES. Jarðvegsverndarlögin eru hluti af víðtækari umhverfisvernd og s.k. Græna samkomulaginu og umræður um samþykkt uppfærðra loftslags- og umhverfislaga í EES samninginn fyrir lönd eins og Ísland og Noreg eru í gangi. Jarðvegstilskipunin hefur áður verið metin sem EES-tæk, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu, tæknilega séð, nú þegar lögin hafa tekið gildi að ferli innan EES nefndar haldi áfram að meta innleiðingu á henni á Íslandi. Óbein áhrif – þar sem þetta skiptir Ísland miklu máli Stefnumótun og stjórnsýsla gætu orðið fyrir óbeinum áhrifum. Í reynd hefur ESB-löggjöf oft sterk áhrif á íslenska stefnu, jafnvel áður en hún er lögfest, einkum í tengslum við umhverfisvernd. Þættir þessu tengdir væru mengun, kolefnisbinding, landgræðsla, skógrækt, endurheimt vistkerfa og sjálfbær landnotkun. Íslensk stjórnvöld og stofnanir (t.d. Land og skógur, Umhverfis- og orkustofnun) eru líkleg til að: samræma mælikvarða, nota sömu skilgreiningar á „heilbrigðum jarðvegi“ og laga vöktunarkerfi að ESB-ramma. Styrkir og alþjóðlegt samstarf eins og t.d.ESB- styrkt verkefni í gegnum rannsóknaráætlanir (Horizon Europe, LIFE-verkefni o.fl.), munu verða líklegri til að gera kröfur um samræmanleg gögn, eða nota skilgreiningar úr jarðvegstilskipuninni, eða forgangsraða verkefnum sem passa við markmið hennar. Ísland gæti þurft að spila eftir þessum reglum til að vera inni í leiknum. Áhrif á landnýtingu.Ef (og þegar) hugmyndafræðin síast inn í íslensk lög (óháð ESB) gætu orðið auknar kröfur um vernd jarðvegsgæða, s.s. lífrænt efni, kolefni, eða næringarástand jarðvegs. Meiri áhersla gæti orðið á endurheimt rofins lands, kolefnisríkan jarðveg, og lausnir í gegnum sjálfbæra landnýtingu. Þetta getur stutt við jarðvegsvernd, styrkt rök fyrir fjárfestingum í landnýtingu en getur líka þýtt meiri vöktun/rannsóknir, skráningu og eftirlit með heilsu jarðvegs. Grunnþekkingu sem nú sárlega vantar í íslenskan veruleika. Samantekt Jarðvegstilskipun ESB er metnaðarfull framtíðarsýn til ársins 2050. Þótt hún byrji sem vöktunarkerfi án strangra kvaða, mótar hún leikreglurnar fyrir alla Evrópu. Fyrir Ísland þýðir þetta tækifæri til að bæta grunnþekkingu á eigin jarðvegi, efla rannsóknir og tryggja að landnýting styðji við loftslagsmarkmið og matvælaöryggi til framtíðar. Jarðvegstilskipun ESB bindur Ísland ekki beint enn sem komið er, en hún mótar leikreglurnar sem Ísland þarf að fylgja í jarðvegsvernd, styrkjum, rannsóknum og stefnumótun á næstu áratugum. Að lokum óháð öllu tengt Evrópu, hvernig tökum við ábyrgð á okkar jarðvegsmálum? Hvernig viljum við taka ákvarðanir byggðar á gögnum um jarðvegsauðlindina okkar? Hvernig viljum við vernda okkar umhverfi og landbúnað og stuðla að innviðauppbyggingu án fórnarkostnaðar náttúrunnar? Höfundur er jarðfræðingur hjá Land og skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um eftirlit með jarðvegi, Jarðvegstilskipun Evrópusambandsins (ESB), tóku formlega gildi 16. desember 2025 og marka fyrstu löggjöf ESB sem helguð er jarðvegsvernd. Markmið hennar er að allur jarðvegur innan ESB verði heilbrigður fyrir árið 2050. Lögin (e. Soil monitoring and resilience) byggja á vöktun með samræmingu gagna og að beita valkvæðum aðgerðum fremur en ströngum refsiaðgerðum. Aðildarríkin þurfa að fylgjast með heilbrigði jarðvegs, takast á við ógnir eins og rof, jarðvegseyðingu, mengun, þjöppun og lokun jarðvegs undir þéttbýli og innviðum, ásamt tapi lífræns efnis og tapi líffræðilegs fjölbreytileika í öllum jarðvegsgerðum, svo sem landbúnaði, skógum, þéttbýli. Af hverju þarf sérstaka jarðvegstilskipun? Að vernda jarðveg er líklega sú mikilvægasta verndaraðgerð sem má hugsa sér. Af hverju skiptir þetta máli? Af hverju er heilbrigður jarðvegur mikilvægur? Jú, jarðvegur er undirstaða lífs, en staðan í Evrópu er alvarleg. Út frá matvælaöryggi þá eru um 95% af matvælum í ESB upprunnin frá jarðvegi, en 60-70% hans eru í slæmu eða óheilbrigðu ástandi. Hnignun jarðvegs hefur áhrif í öllum ríkjum Evrópu. Efnahagslegt tjón vegna bágs ástands jarðvegs er metið á um 50 milljarða evra árlega í löndum ESB. Áhersla tilskipunarinnar er að auka þekkingu á heilsu og seiglu jarðvegs. Aðgerðir jarðvegsverndar vernda og viðhalda þjónustu vistkerfa á skala sem mætir þörfum umhverfisverndar, samfélags og efnahags. Jarðvegsverndin, mun einnig stuðla að markmiðum ESB um viðnám gegn loftslagsbreytingum, vernd líffræðilegrar fjölbreytni, matvælaöryggi sem og að bæta samkeppnishæfni ESB. Þetta er fyrsta sameinaða nálgunin á jarðvegsvernd í ESB. Með þessu fær jarðvegur sambærilega lagalega vernd og loft og vatn hafa notið lengi innan ESB og Íslands. Samskonar umhverfisverndartilskipun um endurheimt náttúru er í skoðun innan EES samningsins, samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Einfaldlega sagt: ESB tekur jarðveg alvarlega, setur reglur til að mæla heilsu hans og hvetur alla, sérstaklega bændur, til að vinna saman að því að laga hann, frá og með lokum árs 2025 og er með plan til 2050. Allt er þegar þrennt er Innleiðing jarðvegs tilskipunarinnar hvílir á þremur meginstoðum sem vinna saman: vöktun landgæða, sjálfbærri landnýtingu og fjölbreyttum lausnum við jarðvegsvernd. Vöktun: Aðildarríkin hafa þrjú ár (til desember 2028) til að innleiða tilskipunina í landslög. Markmið laganna er að ná heilbrigðum jarðvegi í Evrópu fyrir árið 2050, sem byggist á jarðvegsstefnu ESB fyrir árið 2030. Aðildarríkin skulu fylgjast með og meta jarðvegsheilsu á landsvísu samkvæmt sameiginlegri aðferðafræði innan ESB. Aðferðir spanna allt frá fjarkönnun til sýnatöku jarðvegs. Fyrstu mælingar eiga að liggja fyrir árið 2028 og skila skal skýrslu á fimm ára fresti í stafræna gagnagátt ESB um jarðvegsheilbrigði. Tímalínan er með fyrsta skilafresti árið 2031. Samræmd gögn skapa heildræna mynd um eðlisfræðilegt, efnafræðilegt og líffræðilegt ástand jarðvegs með því að nota sameiginlega aðferðafræði ESB. Sjálfbærni: Efnahagslegir hvatar munu styðja bændur og landeigendur til að bæta heilsu, gæði og þanþol jarðvegsins. Áherslan er á stuðning fremur en refsiaðgerðir. Aðildaríki eru krafin um aðstoð við bændur til að ná fram sjálfbærri landnýtingu, draga úr rofi og endurheimta votlendi. Lögin leggja áherslu á að leiðbeina og þjálfa bændur og landeigendur, með fjárhagslegum hvötum fyrir sjálfbæra starfshætti. Lykilaðgerðir fela í sér ókeypis jarðvegsprófanir, eflingu sjálfbærra starfshátta eins og lágmarka röskun jarðvegs og hámarka þekju gróðurs, bæta stafræn verkfæri og samtengingu við sameiginlega landbúnaðarsjóði. Allt með það að markmiði að innleiða jarðvegsvernd á sjálfviljugan hátt frekar en með viðurlögum. Að auki er þekking efld með stuðningi við fjármögnun rannsókna. Úrbætur: Felast í að bera kennsl á og stjórna menguðum svæðum. Ríki skulu halda opinbera skrá yfir mengaða staði sem er aðgengileg almenningi. Upplýsingar um svæði tengd hernaði eru undanskilin. Ef heilsu manna eða umhverfi er ógnað skal grípa til aðgerða samkvæmt reglunni um að „mengunarvaldur greiði“. Unnið verður að lausnum á menguðum svæðum og leitast við að lágmarka tap á jarðvegi vegna innviðauppbyggingar. Ákvarðanir um val á landi, undir inniviði eða þéttbýli, munu taka mið af þessu. Ef nauðsynlega þarf að taka frjósamt land undir framkvæmdir er nauðsynlegt að lágmarka tap á þjónustu vistkerfa. Gera þarf ráðstafanir til að fylgjast með nýjum jarðvegsmengunarefnum eins og PFAS (efnafræðileg efni), skordýraeitri og örplasti. Bindandi markmið Samningaviðræður innan ESB síðustu ár við mótun jarðvegstilskipunarinnar fjarlægðu strangari bindandi ákvæði og gagnrýnendur halda því fram að það veiki umhverfismarkmið. Stuðningsmenn (eins og framkvæmdastjórnin) halda því fram að þetta sé skref fram á við með því að skapa þekkingu og veita aðildarríkjum sveigjanleika til að skilgreina „heilbrigðan“ jarðveg á landsvísu og stuðla að sjálfbærum stjórnunarháttum sem stöðluðum vinnubrögðum. Framkvæmdin er í höndum hvers aðildarríkis fyrir sig. Lögin setja ekki bindandi markmið, þau banna ekki starfsemi, krefjast ekki nýrra leyfisveitinga, né hafa þau áhrif á valdssvið þjóða varðandi svæðisskipulag. Lögin innihalda meginreglur til að lágmarka tap á heilbrigðum jarðvegi vegna innviðaframkvæmda og annarra breytinga á landnotkun, en jafnframt að virða ákvarðanir um landfræðilegt skipulag á landsvísu. Ríkin hafa sjálf nokkuð svigrúm til að finna leiðir að markmiðinu um jarðvegsvernd. Lögin koma á fót lausnum á langtíma vandamálum mengaðra svæða í ESB óháð landamærum. Ef um óásættanlega áhættu er að ræða fyrir heilsu manna eða umhverfið á að grípa til viðeigandi aðgerða til að draga úr henni. Viðeigandi upplýsingar um mengun svæða eiga að vera aðgengilegar almenningi, án endurgjalds. Lögin skapa hér sterkt samstarf ríkja innan ESB. Frekari upplýsingar og úrræði er að finna á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um jarðvegsheilbrigði og gagnagátt Jarðvegsathugunarstöðvar Evrópusambandsins. Felur þetta í sér beinar lagalegar skyldur fyrir Ísland? Nei, ekki sjálfkrafa. Ísland er ekki aðili að ESB og þar af leiðandi gildir tilskipunin gildir ekki beint hér. Hún yrði aðeins bindandi ef hún yrði tekin upp í EES-samninginn og síðan innleidd í íslensk lög. EES, samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gerir Íslandi, Liechtenstein og Noregi kleift að taka þátt í innri markaði ESB. Löggjöf ESB á sviðum eins og umhverfisstefnu er yfirleitt felld inn í EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar. Hins vegar, eru náttúrvernd og landbúnaður utan EES. Jarðvegsverndarlögin eru hluti af víðtækari umhverfisvernd og s.k. Græna samkomulaginu og umræður um samþykkt uppfærðra loftslags- og umhverfislaga í EES samninginn fyrir lönd eins og Ísland og Noreg eru í gangi. Jarðvegstilskipunin hefur áður verið metin sem EES-tæk, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu, tæknilega séð, nú þegar lögin hafa tekið gildi að ferli innan EES nefndar haldi áfram að meta innleiðingu á henni á Íslandi. Óbein áhrif – þar sem þetta skiptir Ísland miklu máli Stefnumótun og stjórnsýsla gætu orðið fyrir óbeinum áhrifum. Í reynd hefur ESB-löggjöf oft sterk áhrif á íslenska stefnu, jafnvel áður en hún er lögfest, einkum í tengslum við umhverfisvernd. Þættir þessu tengdir væru mengun, kolefnisbinding, landgræðsla, skógrækt, endurheimt vistkerfa og sjálfbær landnotkun. Íslensk stjórnvöld og stofnanir (t.d. Land og skógur, Umhverfis- og orkustofnun) eru líkleg til að: samræma mælikvarða, nota sömu skilgreiningar á „heilbrigðum jarðvegi“ og laga vöktunarkerfi að ESB-ramma. Styrkir og alþjóðlegt samstarf eins og t.d.ESB- styrkt verkefni í gegnum rannsóknaráætlanir (Horizon Europe, LIFE-verkefni o.fl.), munu verða líklegri til að gera kröfur um samræmanleg gögn, eða nota skilgreiningar úr jarðvegstilskipuninni, eða forgangsraða verkefnum sem passa við markmið hennar. Ísland gæti þurft að spila eftir þessum reglum til að vera inni í leiknum. Áhrif á landnýtingu.Ef (og þegar) hugmyndafræðin síast inn í íslensk lög (óháð ESB) gætu orðið auknar kröfur um vernd jarðvegsgæða, s.s. lífrænt efni, kolefni, eða næringarástand jarðvegs. Meiri áhersla gæti orðið á endurheimt rofins lands, kolefnisríkan jarðveg, og lausnir í gegnum sjálfbæra landnýtingu. Þetta getur stutt við jarðvegsvernd, styrkt rök fyrir fjárfestingum í landnýtingu en getur líka þýtt meiri vöktun/rannsóknir, skráningu og eftirlit með heilsu jarðvegs. Grunnþekkingu sem nú sárlega vantar í íslenskan veruleika. Samantekt Jarðvegstilskipun ESB er metnaðarfull framtíðarsýn til ársins 2050. Þótt hún byrji sem vöktunarkerfi án strangra kvaða, mótar hún leikreglurnar fyrir alla Evrópu. Fyrir Ísland þýðir þetta tækifæri til að bæta grunnþekkingu á eigin jarðvegi, efla rannsóknir og tryggja að landnýting styðji við loftslagsmarkmið og matvælaöryggi til framtíðar. Jarðvegstilskipun ESB bindur Ísland ekki beint enn sem komið er, en hún mótar leikreglurnar sem Ísland þarf að fylgja í jarðvegsvernd, styrkjum, rannsóknum og stefnumótun á næstu áratugum. Að lokum óháð öllu tengt Evrópu, hvernig tökum við ábyrgð á okkar jarðvegsmálum? Hvernig viljum við taka ákvarðanir byggðar á gögnum um jarðvegsauðlindina okkar? Hvernig viljum við vernda okkar umhverfi og landbúnað og stuðla að innviðauppbyggingu án fórnarkostnaðar náttúrunnar? Höfundur er jarðfræðingur hjá Land og skógi.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun