Mbuemo fer fram á fimmfalt hærri laun Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, er sagður vilja ganga til liðs við Manchester United en fer fram á fimmfalt hærri laun, sem félagið er talið tilbúið að borga þar sem það er að losa tvo launahæstu leikmenn liðsins. 5.6.2025 07:43
Fyrirliði og framtíðarmaður framlengja í Keflavík Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur framlengt samninga við tvo leikmenn liðsins, fyrirliðann Halldór Garðar Hermannsson og framtíðarmanninn Hilmar Pétursson. 4.6.2025 14:12
Tíu leikir í röð án sigurs: Stelpunum okkar ekki gengið svona illa síðan um aldamótin Ísland tapaði gegn Frakklandi í gær og hefur nú farið tíu leiki í röð án sigurs, sem hefur ekki gerst síðan um aldamótin. 4.6.2025 13:33
England verður án þriggja Evrópumeistara á EM England er ríkjandi Evrópumeistari kvenna og stefnir á að verja titilinn í Sviss í sumar, en mun gera það án þriggja lykilleikmanna liðsins frá síðasta móti. Miðjumaðurinn Fran Kirby er hætt með landsliðinu og miðvörðurinn Millie Bright hefur dregið sig úr hópnum. Þær tvær tilkynntu ákvörðun sína í dag, nokkrum dögum eftir að markmaðurinn Mary Earps hætti með landsliðinu. 4.6.2025 12:46
Fiorentina óákveðið og lið í Meistaradeildinni hafa áhuga á Alberti Framtíð Alberts Guðmundssonar er óráðin, lánssamningur hans við Fiorentina er að renna út og félagið hefur ekki tekið ákvörðun um að kaupa hann frá Genoa, sem hefur fundið fyrir áhuga á leikmanninum frá liðum í Meistaradeildinni. 4.6.2025 11:32
Inter búið að hafa samband við Fabregas Inter er í leit að nýjum þjálfara eftir að Simone Inzaghi lét af störfum og félagið hefur nú haft samband við Spánverjann Cesc Fabregas, þjálfara Como á Ítalíu. Hann er sagður efstur á óskalistanum en aðrir koma til greina. 4.6.2025 10:41
Stelpurnar okkar mæta Írum, Finnum eða Tékkum í umspilinu Ísland er á leið í umspil í haust upp á að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Írland, Norður-Írland, Finnland og Tékkland eru mögulegir andstæðingar þar. 4.6.2025 10:15
Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4.6.2025 10:01
City búið að semja um kaupverð á Reijnders Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við AC Milan um kaup á hollenska miðjumanninum Tijjani Reijnders. Hann muni fara með liðinu á HM félagsliða sem hefst eftir tæpar tvær vikur. 4.6.2025 08:40
Banna alla sem taka þátt í Steraleikunum Alþjóðasundsambandið er fyrsta alþjóðlega íþróttasambandið til að banna alla sem munu taka þátt í svokölluðum Steraleikum, keppni þar sem lyfjanotkun er leyfð. Bannið á við um alla sem taka þátt, hvort sem það eru keppendur, þjálfarar, liðsstjórar eða hvað annað. 4.6.2025 08:30