Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mbuemo fer fram á fimm­falt hærri laun

Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, er sagður vilja ganga til liðs við Manchester United en fer fram á fimmfalt hærri laun, sem félagið er talið tilbúið að borga þar sem það er að losa tvo launahæstu leikmenn liðsins.

Eng­land verður án þriggja Evrópumeistara á EM

England er ríkjandi Evrópumeistari kvenna og stefnir á að verja titilinn í Sviss í sumar, en mun gera það án þriggja lykilleikmanna liðsins frá síðasta móti. Miðjumaðurinn Fran Kirby er hætt með landsliðinu og miðvörðurinn Millie Bright hefur dregið sig úr hópnum. Þær tvær tilkynntu ákvörðun sína í dag, nokkrum dögum eftir að markmaðurinn Mary Earps hætti með landsliðinu.

Inter búið að hafa sam­band við Fabregas

Inter er í leit að nýjum þjálfara eftir að Simone Inzaghi lét af störfum og félagið hefur nú haft samband við Spánverjann Cesc Fabregas, þjálfara Como á Ítalíu. Hann er sagður efstur á óskalistanum en aðrir koma til greina.

City búið að semja um kaup­verð á Reijnders

Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við AC Milan um kaup á hollenska miðjumanninum Tijjani Reijnders. Hann muni fara með liðinu á HM félagsliða sem hefst eftir tæpar tvær vikur.

Banna alla sem taka þátt í Steraleikunum

Alþjóðasundsambandið er fyrsta alþjóðlega íþróttasambandið til að banna alla sem munu taka þátt í svokölluðum Steraleikum, keppni þar sem lyfjanotkun er leyfð. Bannið á við um alla sem taka þátt, hvort sem það eru keppendur, þjálfarar, liðsstjórar eða hvað annað.

Sjá meira