Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7.8.2025 23:48
„Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7.8.2025 22:04
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7.8.2025 21:47
„Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7.8.2025 21:06
Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Víkingur er í ótrúlegri stöðu fyrir síðari leik sinn gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sannfærandi, og sanngjarnan, sigur í Víkinni. 7.8.2025 18:00
Áhorfendum vísað út af Anfield Viðvörunarbjöllur fóru af einhverjum ástæðum í gang á Anfield, heimavelli Liverpool, fyrir æfingaleiki liðsins gegn Athletic Bilbao. Leikvangurinn var rýmdur en óvíst er hvers vegna. 4.8.2025 15:59
Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Real Sociedad er að ganga frá kaupum á portúgalska framherjanum Goncalo Guedes frá enska úrvalsdeildarliðinu Wolves. Íslenski landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson fær því enn frekari samkeppni um framherjastöðuna hjá spænska félaginu. 4.8.2025 15:44
Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Aðstaða fyrir áhorfendur á Íslandsmótinu í golfi verður einkar vegleg þetta árið. Að erlendri fyrirmynd verður risaskjá komið fyrir á Hvaleyrarvelli og sérstakt áhorfendasvæði verður opnað, ásamt veitingatjaldi sem rúmar hundrað manns. Frítt er inn á mótið fyrir alla sem vilja fylgjast með. 4.8.2025 14:47
Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan. 4.8.2025 14:08
Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Marcus Rashford skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona, fimmta markið í 5-0 sigri gegn Daegu FC. 4.8.2025 13:24