Fótbolti

Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mikael Egill Ellertsson spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins og uppbótartímann. 
Mikael Egill Ellertsson spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins og uppbótartímann.  sportinfoto/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images

Mikael Egill Ellertsson var nokkuð óvænt á varamannabekknum hjá Genoa í fyrsta leik liðsins á árinu en spilaði síðasta korterið í 1-1 jafntefli gegn Pisa.

Mikael er alla jafnan í byrjunarliðinu en eftir þrjá tapleiki í röð ákvað þjálfarinn Daniele De Rossi að gera breytingar. 

Landsliðsmaðurinn kom svo inn á og fór í hægri vængbakvarðarstöðuna.

Staðan var þá 1-1 og Genoa var mun hættulegri aðilinn en tókst ekki að setja sigurmarkið.

Lorenzo Colombo tók forystuna fyrir Genoa eftir fimmtán mínútur en undir lok fyrri hálfleiks gerðist markmaður liðsins, Nicola Leali, sekur um slæm mistök sem leiddu til marks Pisa.

Genoa er í 17. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 18 umferðir en Pisa er í 19. sætinu, þremur stigum neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×