Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Kirkjuþing 2025 - 2026 lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við þjóðkirkjusöfnuðum um allt land ef ekki kemur til veruleg hækkun á sóknargjöldum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu segir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir að sóknargjöld verði aftur skert og að það muni hafa veruleg áhrif á fjárhag sókna. Innlent 30. október 2025 13:21
Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri er ósammála dómsmálaráðherra um að atkvæðamisvægi gangi gegn alþjóðlegum skuldbindingum um mannréttindi. Taka þurfi tilliti til ýmissa atriða þegar þetta er til umræðu, svo sem strjálbýlis. Innlent 30. október 2025 13:11
Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári. Innlent 30. október 2025 09:22
Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Innlent 30. október 2025 08:35
Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Skoðun 30. október 2025 08:02
Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. Innlent 29. október 2025 21:42
Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak. Innlent 29. október 2025 20:25
Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Ríkisstjórnin ætlar að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Forsætisráðherra segir aðgerðirnar stuðla að lækkun húsnæðisverðs og byggingakostnaðar. Innlent 29. október 2025 19:45
Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. Innlent 29. október 2025 18:40
Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. Innlent 29. október 2025 16:49
Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. Innlent 29. október 2025 16:47
Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Forsætisráðherra segir fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sýna að hún þori og framkvæmi. Gengið sé í verk og gripið til aðgerða sem talað hafi verið um svo árum skipti. Innlent 29. október 2025 16:47
Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Viðskipti innlent 29. október 2025 16:40
Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Sú mynd sem þingmaður Viðreisnar dregur upp af stöðu nýsköpunar á Íslandi er skökk, að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Þingmaður heldur því fram að tækni- og nýsköpunarfyrirtæki séu enn minna sýnileg á íslenskum markaði en í Evrópu. Viðskipti innlent 29. október 2025 16:00
Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Skoðun 29. október 2025 15:02
Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu. Skoðun 29. október 2025 13:32
Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. Innlent 29. október 2025 13:00
Lýðræði eða hópeinelti? Síðastliðinn laugardag fjölmenntu félagsmenn á boðaðan félagsfund Sósíalistaflokks Íslands. Skoðun 29. október 2025 12:32
Fundinum lokið án niðurstöðu Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Innlent 29. október 2025 12:16
Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Fram-salnum í Úlfarsárdal klukkan 16:30 í dag. Innlent 29. október 2025 12:12
Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Hver er sýn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur til þess velferðarsamfélags sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi? Skoðun 29. október 2025 11:15
Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. Innlent 29. október 2025 10:32
Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Fordómafullar og öfgakenndar skoðanir hafa fengið stærri vettvang og auðveldara er að koma þeim á framfæri en áður með tilkomu æ fleiri hlaðvarpsþátta, að mati stjórnmálafræðings. Innlent 28. október 2025 23:13
Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. Innlent 28. október 2025 19:47
Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði. Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að. Afleiðingin er sú að samið er við lítið fyrirtæki sem ekki hefur burði, aðstöðu, eða reynslu til að sinna þessu risastóra verkefni. Niðurstaðan er að allir tapa. Skoðun 28. október 2025 16:02
Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra. Innlent 28. október 2025 15:07
Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Enginn fulltrúi frá Ljósinu á sæti í ráðinu. Innlent 28. október 2025 12:11
Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. Innlent 28. október 2025 10:32
Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Atvinnuvegaráðherra vill veita Samkeppniseftirlitinu heimild til að ráðast í húsleit á heimilum stjórnenda og lykilstarfsmanna. Hún hyggst fara í breytingar á lögum um Samkeppniseftirlitið. Innlent 28. október 2025 06:51
Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. Innlent 28. október 2025 06:46