Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Stíga ekki inn í Intra-málið í bili

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur ekki tímabært að fjalla um mál embættis Ríkislögreglustjóra. Greiðslur til ráðgjafafyrirtækis um margra ára skeið sem nema um 160 milljónum hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu

Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Álftin fæli bændur frá korn­rækt

Fjórir þingmenn minnihlutans vilja að leyfilegt verði að veiða fjórar fuglategundir, þar á meðal álft, utan hefðbundins veiðitíma vegna ágangs þeirra á tún og kornakra. Flutningsmaður segir fuglana þess valdandi að bændur forðist að fara í stórfellda kornrækt.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn stillir upp á lista í Mos­fells­bæ

Stillt verður upp á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í Mosfellsbæ á fimmtudaginn í síðustu viku og var tillaga stjórnar um uppstillingu á lista samþykkt einróma að því er fram kemur í tilkynningu frá Viðreisn.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar lang­veikra barna ein­angruð og endi jafn­vel sem ör­yrkjar

Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin.

Innlent
Fréttamynd

Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fugla­tegunda

Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að náms­braut verði undir verði af frum­varpinu

Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við stjórn­sýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið

Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði.

Innlent
Fréttamynd

Varaflugvallagjaldið og flug­öryggi

Í dag, 1.nóvember, eru liðin tvö ár síðan byrjað var að rukka varaflugvallagjald á nýjan leik. Gamla varaflugvallagjaldið var lagt af í maí 2011 og hafði það slæmar afleiðingar á flugvallakerfi landsins. Niðurlagning þess var mikið óheillaskref og varúðarorð þeirra sem best þekktu til voru að engu höfð.

Skoðun
Fréttamynd

Á rauðu ljósi í Reykja­vík

Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir.

Skoðun
Fréttamynd

Val­höll aug­lýst til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett höfuðstöðvar sínar, Valhöll við Háaleitisbraut, á sölu. Ekkert verð er gefið upp en tilboða óskað.

Innlent
Fréttamynd

Í­hugar ekki stöðu sína

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist ekki íhuga stöðu sína vegna greiðslna Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjafar. Ekki hafi gefist tími til að bjóða verkið út og þrjátíu milljóna króna reikningur fyrir síðasta ár sé ekki mikið miðað við tólf milljarða króna veltu embættisins á sama tíma. Hún kallar eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Eyðum ó­vissunni

Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast.

Skoðun
Fréttamynd

Svarar ekki beinum orðum hvort Sig­ríður Björk njóti trausts

Dómsmálaráðherra segist leggja upp með að vinna mál ríkislögreglustjóra faglega og fara að lögum og reglum. Hún er undrandi á háum verktakagreiðslum yfir langan tíma til ráðgjafa ríkislögreglustjóra. Hún svarar að því stöddu ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Segja ríkis­lög­reglu­stjóra þurfa að taka til hjá sér

Ríkislögreglustjóri þarf að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir heldur láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilar ekki nægum árangri. Styrkja þarf stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þetta kemur fram í úttekt sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið á fjármálum embættisins. Ríkislögreglustjóri telur úttektina ekki taka tillit til fjölgunar verkefna á þeirra borði.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju­legt fólk

Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna.

Skoðun
Fréttamynd

For­manns­kosningu Pírata frestað

Kosningu til formanns, varaformanns og til stjórnar Pírata var frestað á aukaaðalfundi Pírata í kvöld vegna formgalla á fundarboði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, segir að boðað verði til nýs aukaaðalfundar vonandi á allra næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa mögu­lega að fresta for­manns­kosningu vegna form­galla

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað.

Innlent
Fréttamynd

Minna tal, meiri upp­bygging

Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax.

Skoðun
Fréttamynd

Reyna að lokka ís­lenska lækna heim

Íslenskur starfshópur hélt til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna íslenskum læknum sem starfa erlendis fyrir íslenskum starfsaðstæðum. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra með það að markmiði að lokka íslenska lækna heim.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur fetar í fót­spor Sivjar

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er nýkjörinn formaður þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs. Greint er frá tíðindunum á vef Alþingis.

Innlent