Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19. ágúst 2025 15:09
Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum. Tónlist 19. ágúst 2025 15:00
Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. Erlent 19. ágúst 2025 11:11
Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Bandaríski leikarinn Chris Pratt segist reglulega hitta frænda eiginkonu sinnar, heilbrigðisráðherrann Robert F. Kennedy yngri, í matarboðum. Þeir tali lítið saman um stjórnmál saman en komi vel saman og sagðist Pratt elska Kennedy. Lífið 19. ágúst 2025 10:21
Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Hobbitinn Fróði og galdrakarlinn Gandálfur munu snúa aftur á stóra skjáinn í nýrri mynd úr söguheimi Hringadróttinssögu um hinn dýrslega Gollri. Bíó og sjónvarp 18. ágúst 2025 18:00
Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. Tónlist 18. ágúst 2025 15:00
Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi. Menning 18. ágúst 2025 14:03
Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Leikkonan Unnur Birna Backman er orðin einhleyp. Nýverið slitnaði upp úr sambandi hennar og leikarans Pálma Kormáks Baltasarssonar eftir nokkurra ára samband. Þau bjuggu um tíma saman í Hollandi þar sem Pálmi var í myndlistarnámi. Lífið 18. ágúst 2025 13:36
Breyta merki Eurovision Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram. Tíska og hönnun 18. ágúst 2025 11:28
Terence Stamp látinn Breski leikarinn Terence Stamp, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Zod hershöfðingja frá Krypton, lést á sunnudag, 87 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 18. ágúst 2025 10:51
Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Ljósbrot heldur áfram sigurför sinni um heiminn en hún er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Menning 18. ágúst 2025 10:15
Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Bandaríski áhættuleikarinn Ronnie Rondell Jr. er látinn 88 ára að aldri. Lífið 17. ágúst 2025 14:20
Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Það mun allt iða af lífi og fjöri í Vogunum um helgina því þar eru haldnir fjölskyldudagar með fjölbreytti dagskrá. Væb bræður munu meðal annars skemmta, ásamt Páli Óskari svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið í kvöld endar svo með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis. Innlent 16. ágúst 2025 12:03
Forsetahjónin létu sig ekki vanta Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir. Lífið 15. ágúst 2025 21:01
Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Það er fátt sem jafnast á við notalega kvöldstund með góðum vinkonum þar sem hægt er að slaka á, kúpla sig frá hversdagsleikanum og hlaða batteríin. Lífið á Vísi setti saman hugmyndir að ógleymanlegu vinkonukvöldi heima fyrir. Lífið 15. ágúst 2025 16:31
Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Sjónvarpsapp Sýnar er nú aðgengilegt í Samsung sjónvörpum. Með appinu geta viðskiptavinir nálgast allt sjónvarpsefni Sýnar í sjónvarpinu án aukatækja. Samstarf 15. ágúst 2025 13:31
Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Allan Sigurðsson og Hanners Þór Arason munu sjá um að leikstýra Áramótaskaupinu í ár og reyndir grínarar skipa handritshópinn: Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson. Lífið 15. ágúst 2025 13:26
„Maður er búinn að vera á nálum“ Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið. Enski boltinn 15. ágúst 2025 12:03
Bieber fékk sér smók í Skagafirði Nýtt tónlistarmyndband kanadísku poppstjörnunnar Justins Bieber er tekið upp hér á landi, sér í lagi í Fljótunum í Skagafirði. Lífið 15. ágúst 2025 11:34
Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Hamína, Sky og Kaleo eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni. Þá má einnig heita Anída, Silfurregn og Dúni. Innlent 15. ágúst 2025 10:58
Cruise afþakkaði boð Trump Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið. Lífið 15. ágúst 2025 09:27
Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann. Lífið 15. ágúst 2025 08:15
30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Blómstrandi dagar hófstu formlega í dag í Hveragerði með setningarathöfn í Listasafni Árnesinga og verður boðið upp á glæsilega dagskrá á morgun og alla helgina. Innlent 14. ágúst 2025 20:03
Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn. Innlent 14. ágúst 2025 17:40
Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á hendur fyrirtækinu Storytel. Til rannsóknar er hvort fyrirtækið hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Innlent 14. ágúst 2025 14:57
Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Hallgrímur Helgason hrinti af stað mikill umræðu um skyr á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði borðað sveitaskyr frá Erpsstöðum og spurði í kjölfarið hvernig Íslendingar hefðu glutrað niður þessu gamla skyri. Fjölmargir syrgja gamla skyrið. Menning 14. ágúst 2025 14:41
Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Helgi Vilberg Hermannsson, listamaður og skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, lést sunnudaginn 10. ágúst, 73 ár að aldri. Innlent 14. ágúst 2025 09:26
Valdi hættur að spila í neðri deildunum Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um. Lífið 14. ágúst 2025 06:46
Hall og Oates ná sáttum Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi. Lífið 13. ágúst 2025 17:03
Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Íslenska TikTok-stjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum skein skært á rauða dreglinum í London við forsýningu Freakier Friday þann 31. júlí síðastliðnin. Meðal gesta var aðalleikkona kvikmyndarinnar, Lindsay Lohan. Lífið 13. ágúst 2025 15:08