Bað kærastann sinn afsökunar Hlaupastjarnan Sha'Carri Richardson hefur tjáð sig í fyrsta sinn um handtöku sína á dögunum þegar hún var tekin föst fyrir að ráðast á kærastann sinn á flugvelli. Sport 13.8.2025 06:31
Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis heldur áfram að bæta heimsmetið í greininni en í dag stökk hann 6,29 metra á móti í Ungverjaldni og bætti þar með eigið met um einn sentimeter. Sport 12.8.2025 17:35
Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Ofurhlauparinn Arnar Pétursson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í hundrað kílómetra hlaupi um nýliðna helgi. Afrekið segir Arnar að sé toppurinn á ferlinum hingað til. Sport 12.8.2025 07:32
Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Elísa Kristinsdóttir var stjarna dagsins á Súlum Vertical hlaupahátíðinni um Verslunarmannahelgina en hún kom langfyrst í mark í Gyðjunni sem er hundrað kílómetra fjallahlaup frá Goðafossi til Akureyrar. Sport 5. ágúst 2025 08:02
Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Spretthlauparinn Sha‘Carri Richardson var handtekin um síðustu helgi fyrir að lemja kærasta sinn á flugvellinum í Seattle, Bandaríkjunum. Hún var í gæsluvarðhaldi í tæpan sólarhring en hreinsuð af öllum ásökunum eftir að kærastinn neitaði að leggja fram kæru. Sport 2. ágúst 2025 12:01
Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Það á að vera skemmtilegt að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og Frjálsíþróttasambandið ætlar að tryggja það að það verði einstaklega skemmtilegt í ár. Sport 31. júlí 2025 15:31
Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Allar konur sem ætla að keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó í haust þurfa að gangast undir og standast kynjapróf. Sport 31. júlí 2025 07:02
Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Ísland vann fern verðlaun á Norðurlandamóti tuttugu ára og yngri í Svíþjóð um helgina en stjarna helgarinnar hjá íslenska liðinu var spretthlauparinn Eir Chang Hlésdóttir. Sport 28. júlí 2025 10:30
Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Stelpurnar okkar á EM í Sviss eru ekki þær einu sem sæta gagnrýni fyrir að birta TikTok myndbönd á miðju móti. Emma Tainio, 21 árs gamall spretthlaupari sem keppti fyrir Finnland á Evrópumóti í frjálsum íþróttum, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars frá forseta finnska frjálsíþróttasambandsins, fyrir að birta TikTok myndband þar sem hún bendir á keppendur af hinu kyninu sem hún myndi vilja sofa hjá. Sport 23. júlí 2025 09:32
Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Hera Christensen úr FH hafnaði í fimmta sæti í kringukasti á Evrópumóti U23 ára í frjálsum í dag. Sport 20. júlí 2025 18:20
Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Óvenjuleg verðlaunaafhending fór fram í gær á Demantamóti í frjálsum íþróttum í London. Upp á verðlaunapallinn stigu menn sem eru allir hættir fyrir löngu að keppa. Sport 20. júlí 2025 12:02
Hera í úrslit á Evrópumótinu Íslensku kastararnir eru að standa sig vel á Evrópumeistaramót U23 fer fram í Bergen í Noregi. Sport 19. júlí 2025 12:53
Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Arndís Diljá Óskarsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna þegar Evrópumeistaramót U23 í frjálsum íþróttum hófst í Bergen í gær. Sport 18. júlí 2025 11:31
„Allt orðið eðlilegt á ný“ Það hefur mikið gengið utan vallar hjá norska hlauparanum Jakob Asserson Ingebrigtsen í vor og innan vallar hefur hann glímt við meiðsli. Nú líta hlutirnir hins vegar betur út. Sport 15. júlí 2025 15:45
Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Spænska hlaupakonan Sara Alonso Martínez segir frá óskemmtilegri lífsreynslu á æfingu hjá sér á dögunum. Sport 15. júlí 2025 08:01
Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Fauja Singh er elsti maðurinn sem hefur hlaupið maraþonhlaup og sá fyrsti til að gera það eftir hundrað ára afmælið. Hann lést í gær en þó ekki af náttúrulegum orsökum. Sport 15. júlí 2025 06:32
Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. Sport 14. júlí 2025 17:17
Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Laugavegshlaupið fer fram í 28. sinn á morgun en þetta er 55 kílómetra hlaup á milli náttúruperlanna Landmannalauga og Þórsmerkur. Sport 11. júlí 2025 15:30
Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Norðmaðurinn Karsten Warholm er á því að hann hafi sett nýtt heimsmet í 300 metra grindahlaupi á dögunum en Alþjóða frjálsíþróttasambandið er ekki sammála því. Sport 10. júlí 2025 14:02
Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó FH-ingurinn Ísold Sævarsdóttir tryggði sig inn á Evrópumót tuttugu ára yngri með frábæru 400 metra grindahlaupi á bikarkeppni FRÍ á Sauðárkróki í gær. Sport 7. júlí 2025 10:31
Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ „Þetta hafa verið meiri erfiðleikar en gaman síðustu ár,“ segir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem naut þess vel að vinna til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Andorra á dögunum eftir töluverða erfiðleika árin á undan. Hún hefur oftar en einu sinni verið nærri því að hætta en vonast nú til að stærsti hjallinn sé að baki. Sport 4. júlí 2025 10:00
Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Eftir að hafa verið dæmdur úr leik í Ármannshlaupinu í fyrradag hélt Arnar Pétursson sér innan brautarinnar í Akureyrarhlaupinu í gærkvöldi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í hálfmaraþoni. Sport 4. júlí 2025 07:48
Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Jóna Þórey Pétursdóttir, varaþingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Samfylkinguna, tjáir sig í kvöld um brottvísun Arnars Péturssonar úr Íslandsmeistarahlaupinu í 10 kílómetra hlaupi í gærkvöldi. Sport 3. júlí 2025 23:14
Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Ármenningar hafa nú svarað gagnrýndi margfalds Íslandsmeistara sem var dæmdur úr leik í Íslandsmeistarahlaupi í gærkvöldi. Sport 3. júlí 2025 18:52