Sagði pólitískum rétttrúnaði stríð á hendur
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði pólitískum rétttrúnaði stríð á hendur á fundi með hundruðum yfirmanna bandaríska hersins í dag. Á fundinum sagði hann meðal annars að of margir hefðu fengið framgang í hernum af röngum ástæðum, til að mynda vegna kynþáttar eða kynjakvóta.