Segir Hamas hafa þrjá til fjóra daga
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Hamas-samtökin hafa þrjá til fjóra daga til þess að bregðast við friðaráætlun Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Ísraelar hafa þegar samþykkt áætlunina, en leiðtogar Hamas eiga enn eftir að bregðast við.