Skelfilegt ástand hjá Ríkisendurskoðanda
Skelfilegt ástand er sagt hafa ríkt hjá Ríkisendurskoðanda. Hann er sakaður um einelti og að hafa fært mannauðsmál undir sig. Þrír sviðstjórar eru sagðir í veikindaleyfi. Ríkisendurskoðandi harmar að innri mál stofnunarinnar sé umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann hafi verið að gera nauðsynlegar breytingar.