Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 23. janúar 2026 08:12 Undanfarið hefur skinny culture komið með óhuggulega endurkomu í samfélaginu og margt minnt á árið 2000 þegar það tröllreið öllu. Þá virðast þyngdarstjórnunarlyf komin í tísku í Hollywood og hver myndin af fætur annarri birtist af stjörnum sem hafa grennst, sumar verulega. Hér er því miður um ákveðna afturför að ræða í samfélaginu. Næringarfræðingar taka þessari endurkomu alvarlega því of miklu þyngdartapi getur til dæmis fylgt beinþynning og vöðvarýrnun. Hratt þyngdartap og stöðug orkuskerðing senda líkamanum neyðarskilaboð og hann bregst við með því að spara orku, draga úr hormónastarfsemi og fórna vöðvum og beinum til að lifa af. Þyngdartapi fylgir því oft niðurbrot á vöðvamassa vegna skorts á orku og á það sérstaklega við þegar að einstaklingar léttast hratt. Ef líkaminn fær ekki næga orku fer hann að brjóta niður vöðvaprótein til að halda lífsnauðsynlegum ferlum gangandi og vöðvamassi tapast. Þá getur það líka leitt til beinþynningar en fólk með lága líkamsþyngd hefur oft minni beinþéttni, þar sem líkaminn byggir síður upp nógu sterk bein þegar hann fær ekki fullnægjandi orku og næringarefni. Minni beinþéttni og minni fituvernd eykur einnig líkur á beinbrotum. Það er einnig mjög góð ástæða fyrir því að mikilvægt ferli hjá næringarfræðingum á spítölum er að skima fyrir vannæringu. Ef tekin væri upphandleggsmæling af mörgum þessara stjarna þá myndi líklega stórt hlutfall þeirra greinast með hættu á vannæringu. Góð heilsa og árangur er líka langt frá því að snúast bara um kíló. Næg næring og hreyfing eru lykilatriði til að vernda beinin okkar og draga úr hættu á beinþynningu. Líkaminn okkar á ekki að vera tískufyrirbæri. Hann er lifandi kerfi sem þarf jafnvægi og reglubundna næringu til að starfa vel. Það er einnig ástæða fyrir því að konur eru almennt með mjúkar línur og hærri fituprósentu en karlar, það hefur sinn líffræðilega tilgang. Þar að auki vorum við ekki gerð til að líta öll eins út. Fyrirmyndir eins og Hollywood stjörnur eru óraunhæfar fyrir marga og stundum ekki einu sinni heilbrigðar. Útlit segir bara hálfa söguna. Sama fólk er líka oft með einkakokka til að elda ofan í sig, þjálfarateymi og mörg jafnvel að taka örvandi eða matarlystarbælandi lyf. Ábyrg notkun heilbrigðisúrræða eins og þyngdarstjórnunarlyfja verður alltaf að byggja á heildarmynd heilsu, ekki einungis útlitsmarkmiðum. Heilsusamlegasta útgáfan af þér er ekki sú sem er með lægstu töluna á vigtinni, heldur sú sem er vel nærð, hreyfir sig reglulega, er vel sofin og í góðum tilfinningalegum tengslum við fólkið í kringum sig. Við sem samfélag þurfum að stíga skref aftur, endurmeta skilaboðin sem við sendum og setja fókusinn á heilbrigði, styrk, orku, vellíðan og fjölbreytta líkama. Bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Meiri fróðleik um næringu í einföldu máli en byggt á faglegum grunni má finna hér. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skinny culture komið með óhuggulega endurkomu í samfélaginu og margt minnt á árið 2000 þegar það tröllreið öllu. Þá virðast þyngdarstjórnunarlyf komin í tísku í Hollywood og hver myndin af fætur annarri birtist af stjörnum sem hafa grennst, sumar verulega. Hér er því miður um ákveðna afturför að ræða í samfélaginu. Næringarfræðingar taka þessari endurkomu alvarlega því of miklu þyngdartapi getur til dæmis fylgt beinþynning og vöðvarýrnun. Hratt þyngdartap og stöðug orkuskerðing senda líkamanum neyðarskilaboð og hann bregst við með því að spara orku, draga úr hormónastarfsemi og fórna vöðvum og beinum til að lifa af. Þyngdartapi fylgir því oft niðurbrot á vöðvamassa vegna skorts á orku og á það sérstaklega við þegar að einstaklingar léttast hratt. Ef líkaminn fær ekki næga orku fer hann að brjóta niður vöðvaprótein til að halda lífsnauðsynlegum ferlum gangandi og vöðvamassi tapast. Þá getur það líka leitt til beinþynningar en fólk með lága líkamsþyngd hefur oft minni beinþéttni, þar sem líkaminn byggir síður upp nógu sterk bein þegar hann fær ekki fullnægjandi orku og næringarefni. Minni beinþéttni og minni fituvernd eykur einnig líkur á beinbrotum. Það er einnig mjög góð ástæða fyrir því að mikilvægt ferli hjá næringarfræðingum á spítölum er að skima fyrir vannæringu. Ef tekin væri upphandleggsmæling af mörgum þessara stjarna þá myndi líklega stórt hlutfall þeirra greinast með hættu á vannæringu. Góð heilsa og árangur er líka langt frá því að snúast bara um kíló. Næg næring og hreyfing eru lykilatriði til að vernda beinin okkar og draga úr hættu á beinþynningu. Líkaminn okkar á ekki að vera tískufyrirbæri. Hann er lifandi kerfi sem þarf jafnvægi og reglubundna næringu til að starfa vel. Það er einnig ástæða fyrir því að konur eru almennt með mjúkar línur og hærri fituprósentu en karlar, það hefur sinn líffræðilega tilgang. Þar að auki vorum við ekki gerð til að líta öll eins út. Fyrirmyndir eins og Hollywood stjörnur eru óraunhæfar fyrir marga og stundum ekki einu sinni heilbrigðar. Útlit segir bara hálfa söguna. Sama fólk er líka oft með einkakokka til að elda ofan í sig, þjálfarateymi og mörg jafnvel að taka örvandi eða matarlystarbælandi lyf. Ábyrg notkun heilbrigðisúrræða eins og þyngdarstjórnunarlyfja verður alltaf að byggja á heildarmynd heilsu, ekki einungis útlitsmarkmiðum. Heilsusamlegasta útgáfan af þér er ekki sú sem er með lægstu töluna á vigtinni, heldur sú sem er vel nærð, hreyfir sig reglulega, er vel sofin og í góðum tilfinningalegum tengslum við fólkið í kringum sig. Við sem samfélag þurfum að stíga skref aftur, endurmeta skilaboðin sem við sendum og setja fókusinn á heilbrigði, styrk, orku, vellíðan og fjölbreytta líkama. Bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Meiri fróðleik um næringu í einföldu máli en byggt á faglegum grunni má finna hér. Höfundur er næringarfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun