Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 22. janúar 2026 15:02 Tólf ár eru liðin frá því ég tók þátt í mínu fyrsta prófkjöri og ég er enn eini nýi ungi borgarfulltrúinn sem hefur verið kjörinn í sögu Samfylkingarinnar í Reykjavík. 5 kosningar, 5 prófkjör, bara ég. Það eru heil 5 ár frá því ég hætti í borgarstjórn. Mig langar ekki til að vera lengur ein í þessum klúbbi. Þess vegna styð ég ungu frambjóðendurna í prófkjöri Samfylkingarinnar, Bjarnveigu Birtu Bjarnadóttur sem sækist eftir 3. sæti og Stein Olav Romslo sem sækist eftir 4. sæti. Ég þekki af eigin raun hversu mikilvægt það er að ungt jafnaðarfólk fái raunverulegt tækifæri til áhrifa. Þegar ég var kjörin borgarfulltrúi 2014 fyrir Samfylkinguna var ég eina unga í hópnum og ég var ennþá yngst fjórum árum seinna. Það skiptir raunverulegu máli að ungt fólk hafi rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ungt fólk er oftast hópurinn sem er enn að borga niður húsnæðislánið sitt eða jafnvel ennþá að reyna að kaupa fyrstu eign. Ungt fólk er oftast hópurinn sem er ennþá með börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hópurinn sem hvað mest myndi græða á því að þurfa ekki að keyra bíl í borg þar sem raunverulegt frelsi er til að velja sinn eigin samgöngumáta, t.d. borgarlínu. Rödd ungs jafnaðarfólks á ekki að vera undantekningin eins og ég var heldur sjálfsagður hluti af kjörnum fulltrúum Samfylkingarinnar. Birta og Stein hlutu skýrt og lýðræðislegt umboð í ungliðaprófkjöri Hallveigar í desember, þar sem kjörsókn var afar góð. UJ hefur talað, við eigum að hlusta á þau. Svo völdu þau líka svo góða frambjóðendur, Birtu og Stein. Birta og Stein eru ólík að upplagi en einmitt þess vegna ná þau til breiðs hóps kjósenda. Birta, þriggja barna móðir, uppalin í Breiðholti og búsett í Grafarvoginum, þekkir af eigin raun áskoranir barnafjölskyldna í Reykjavík. Reynslan hennar úr rekstri og stjórnun er einmitt það sem Samfylkingin þarf til að tryggja ábyrgan og skýran rekstur borgarinnar og sterkari úthverfi. Stein færir með sér dýrmæta reynslu úr skólakerfinu sem kennari og hefur starfað ötullega í grasrót Samfylkingarinnar. Borgarfulltrúi með beina reynslu af gólfinu í skólum borgarinnar eru ómetanlegir þegar teknar eru stórar ákvarðanir. Áherslur Stein á vellíðan barna með aukinni stoðþjónustu þegar kemur að sálfræðiþjónustu og íslenskukennslu fyrir aðflutt börn eru jafnaðarstefnan í verki. Við stöndum á tímamótum. Enginn nýr ungliði hefur verið kosinn í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna síðan 2014. Það er ekki ásættanlegt. Birta og Stein sameina reynslu og ferska sýn, rótgróna jafnaðarstefnu og bjarta framtíð fyrir bæði Samfylkinguna og Reykjavík. Ég veit hversu mikið það skiptir máli að fá tækifærið, þess vegna hvet ég félagsfólk Samfylkingarinnar til að veita þeim það traust sem þau eiga skilið. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi og eini ungi nýliðinn sem hefur verið kosinn í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Tólf ár eru liðin frá því ég tók þátt í mínu fyrsta prófkjöri og ég er enn eini nýi ungi borgarfulltrúinn sem hefur verið kjörinn í sögu Samfylkingarinnar í Reykjavík. 5 kosningar, 5 prófkjör, bara ég. Það eru heil 5 ár frá því ég hætti í borgarstjórn. Mig langar ekki til að vera lengur ein í þessum klúbbi. Þess vegna styð ég ungu frambjóðendurna í prófkjöri Samfylkingarinnar, Bjarnveigu Birtu Bjarnadóttur sem sækist eftir 3. sæti og Stein Olav Romslo sem sækist eftir 4. sæti. Ég þekki af eigin raun hversu mikilvægt það er að ungt jafnaðarfólk fái raunverulegt tækifæri til áhrifa. Þegar ég var kjörin borgarfulltrúi 2014 fyrir Samfylkinguna var ég eina unga í hópnum og ég var ennþá yngst fjórum árum seinna. Það skiptir raunverulegu máli að ungt fólk hafi rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ungt fólk er oftast hópurinn sem er enn að borga niður húsnæðislánið sitt eða jafnvel ennþá að reyna að kaupa fyrstu eign. Ungt fólk er oftast hópurinn sem er ennþá með börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hópurinn sem hvað mest myndi græða á því að þurfa ekki að keyra bíl í borg þar sem raunverulegt frelsi er til að velja sinn eigin samgöngumáta, t.d. borgarlínu. Rödd ungs jafnaðarfólks á ekki að vera undantekningin eins og ég var heldur sjálfsagður hluti af kjörnum fulltrúum Samfylkingarinnar. Birta og Stein hlutu skýrt og lýðræðislegt umboð í ungliðaprófkjöri Hallveigar í desember, þar sem kjörsókn var afar góð. UJ hefur talað, við eigum að hlusta á þau. Svo völdu þau líka svo góða frambjóðendur, Birtu og Stein. Birta og Stein eru ólík að upplagi en einmitt þess vegna ná þau til breiðs hóps kjósenda. Birta, þriggja barna móðir, uppalin í Breiðholti og búsett í Grafarvoginum, þekkir af eigin raun áskoranir barnafjölskyldna í Reykjavík. Reynslan hennar úr rekstri og stjórnun er einmitt það sem Samfylkingin þarf til að tryggja ábyrgan og skýran rekstur borgarinnar og sterkari úthverfi. Stein færir með sér dýrmæta reynslu úr skólakerfinu sem kennari og hefur starfað ötullega í grasrót Samfylkingarinnar. Borgarfulltrúi með beina reynslu af gólfinu í skólum borgarinnar eru ómetanlegir þegar teknar eru stórar ákvarðanir. Áherslur Stein á vellíðan barna með aukinni stoðþjónustu þegar kemur að sálfræðiþjónustu og íslenskukennslu fyrir aðflutt börn eru jafnaðarstefnan í verki. Við stöndum á tímamótum. Enginn nýr ungliði hefur verið kosinn í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna síðan 2014. Það er ekki ásættanlegt. Birta og Stein sameina reynslu og ferska sýn, rótgróna jafnaðarstefnu og bjarta framtíð fyrir bæði Samfylkinguna og Reykjavík. Ég veit hversu mikið það skiptir máli að fá tækifærið, þess vegna hvet ég félagsfólk Samfylkingarinnar til að veita þeim það traust sem þau eiga skilið. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi og eini ungi nýliðinn sem hefur verið kosinn í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun