Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar 21. janúar 2026 09:00 Frumvarp til breytinga á búvörulögum vekur alvarlegar spurningar um valdajafnvægi, samráð og réttaröryggi í íslenskum landbúnaði. Við nánari skoðun blasir við að hér er verið að færa Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en tíðkast í sambærilegum ríkjum, jafnvel umfram það sem gildir innan EES-réttar. Sú þróun er varasöm, veikir íslenskan landbúnað og þar með fæðuöryggi og kallar á vandaða umræðu. Megináhyggjuefnið er að Samkeppniseftirlitið virðist samkvæmt frumvarpinu eiga að annast skráningu, eftirlit og úrskurð þegar kemur að framleiðendafélögum. Með öðrum orðum: sama stofnunin yrði bæði ákærandi, dómari og böðull. Það er hreinlega eins og frumvarpið sé skrifað fyrir Samkeppniseftirlitið. Slík samþjöppun valds er almennt talin andstæð grundvallarhugmyndum stjórnsýsluréttar og eykur hættu á geðþóttaákvörðunum og skorti á málefnalegri aðgreiningu hlutverka. Sérstaka athygli vekur að mjólkuriðnaður er dreginn inn í þetta án nokkurrar ástæðu og skýringar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ekkert sem bendir til þess að ætlunin hafi verið að ráðast í grundvallarbreytingar á regluverki mjólkurframleiðslu. Þvert á móti hafa aðilar innan greinarinnar, sem búa yfir áratugalangri reynslu af framkvæmd búvörusamninga, lýst yfir verulegum áhyggjum af frumvarpinu og bent á skort á raunverulegu samráði. Samanburður við Noreg dregur enn frekar fram veikleika frumvarpsins. Þar er ekki gerð krafa um skráningu framleiðendafélaga hjá samkeppnisyfirvöldum til að njóta undanþága frá samkeppnislögum. Þvert á móti hafa norsk stjórnvöld nýlega þrengt heimildir samkeppniseftirlitsins þegar um er að ræða samninga sem byggja á búvörusamningum milli bænda og ríkis. Markmiðið er að tryggja stöðugan og fyrirsjáanlegan rekstur sem og afkomu bænda. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum er hætt við að íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara standi lakar að vígi en kollegar þeirra í nágrannalöndum. Slík niðurstaða væri hvorki í þágu bænda né neytenda. Atvinnuveganefnd alþingis ber því rík skylda til að fara gaumgæfilega yfir málið, vega og meta afleiðingar af auknum valdheimildum Samkeppniseftirlitsins og tryggja að ekki verði stigið skref sem reynist bæði afdrifaríkt og erfitt að vinda ofan af. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Þorgrímur Sigmundsson Alþingi Landbúnaður Samkeppnismál Búvörusamningar Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Frumvarp til breytinga á búvörulögum vekur alvarlegar spurningar um valdajafnvægi, samráð og réttaröryggi í íslenskum landbúnaði. Við nánari skoðun blasir við að hér er verið að færa Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en tíðkast í sambærilegum ríkjum, jafnvel umfram það sem gildir innan EES-réttar. Sú þróun er varasöm, veikir íslenskan landbúnað og þar með fæðuöryggi og kallar á vandaða umræðu. Megináhyggjuefnið er að Samkeppniseftirlitið virðist samkvæmt frumvarpinu eiga að annast skráningu, eftirlit og úrskurð þegar kemur að framleiðendafélögum. Með öðrum orðum: sama stofnunin yrði bæði ákærandi, dómari og böðull. Það er hreinlega eins og frumvarpið sé skrifað fyrir Samkeppniseftirlitið. Slík samþjöppun valds er almennt talin andstæð grundvallarhugmyndum stjórnsýsluréttar og eykur hættu á geðþóttaákvörðunum og skorti á málefnalegri aðgreiningu hlutverka. Sérstaka athygli vekur að mjólkuriðnaður er dreginn inn í þetta án nokkurrar ástæðu og skýringar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ekkert sem bendir til þess að ætlunin hafi verið að ráðast í grundvallarbreytingar á regluverki mjólkurframleiðslu. Þvert á móti hafa aðilar innan greinarinnar, sem búa yfir áratugalangri reynslu af framkvæmd búvörusamninga, lýst yfir verulegum áhyggjum af frumvarpinu og bent á skort á raunverulegu samráði. Samanburður við Noreg dregur enn frekar fram veikleika frumvarpsins. Þar er ekki gerð krafa um skráningu framleiðendafélaga hjá samkeppnisyfirvöldum til að njóta undanþága frá samkeppnislögum. Þvert á móti hafa norsk stjórnvöld nýlega þrengt heimildir samkeppniseftirlitsins þegar um er að ræða samninga sem byggja á búvörusamningum milli bænda og ríkis. Markmiðið er að tryggja stöðugan og fyrirsjáanlegan rekstur sem og afkomu bænda. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum er hætt við að íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara standi lakar að vígi en kollegar þeirra í nágrannalöndum. Slík niðurstaða væri hvorki í þágu bænda né neytenda. Atvinnuveganefnd alþingis ber því rík skylda til að fara gaumgæfilega yfir málið, vega og meta afleiðingar af auknum valdheimildum Samkeppniseftirlitsins og tryggja að ekki verði stigið skref sem reynist bæði afdrifaríkt og erfitt að vinda ofan af. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun