EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar 18. janúar 2026 22:31 Hvað skyldu tvö mest ræddu mál þessarar viku eiga sameiginlegt. Kíkjum aðeins á það og skoðum hvernig þessi mjög svo aðskildu mál tengjast. EM í handbolta EM í handbolta stendur nú yfir og þegar þetta er skrifað hefur Ísland spilað tvo leiki en talsvert fleiri hafa verið spilaðir, því eins ótrúlegt og það er þá eru fleiri lið en Ísland á EM að reyna að vinna til verðlauna. Úrslit flestra þessara leikja hafa gengið nokkuð eftir bókinni. Þjálfararnir skoða verkefnið (ef ég má nefna leikina því orði) og reyna að átta sig á því hvernig best er að nálgast það. Þegar verkefnavinnan hefst leggur þjálfarinn upp með ákveðna leikaðferð. Þegar líður á leikinn getur þjálfarinn séð þrennt. Planið er að ganga upp og allir skila sínu. Planið gengur alveg þokkalega en hann þarf að kippa einum eða tveimur út af og setja aðra inn á, á meðan hann ræðir málin við þá sem komu af velli. Leggur þeim línurnar að nýju og setur þá e.t.v. inn á aftur. Það þriðja og það mikilvægasta fyrir þjálfarann að sjá er ef ekkert gengur upp. Leikmennirnir ráða ekki við verkefnið með þeim verkfærum sem þjálfarinn setti upp í hendurnar á þeim og þeir eru bara byrjaðir að gera eitthvað til að fá færi. Þá þarf þjálfarinn að taka leikhlé. Hann kippir öllum leikmönnum, bæði þeim sem eru inn á og þeim sem eru á bekknum til sín og leggur upp Plan B. Það plan er annað en Plan A en þó með sömu markmið, að sigra í leiknum. Bæði Plan A og Plan B hafa verið prófuð margsinnis af þjálfaranum og hann veit að bæði plönin ganga upp ef rétt er haldið á spöðunum. Þjálfarinn þarf ekki að óttast það að stjórn handknattleikssambandsins ákveði leikaðferðina. Lestrarkennslan. Snúum okkur þá að lestrinum. Lestrarkennsluaðferðir virðast vera einhvers konar trúarbrögð. Þeir sem aðhyllast eina stefnu reyna að tala aðrar niður. Það hefur aldrei reynst vel að lítillækka aðra til að upphefja sjálfan sig. Kennarar eru þeir sem nýta sér lestrararkennsluaðferðir. Það fer eftir skólum hvaða aðferð er í forgrunni og lagt er upp með þegar lestrarkennsla hefst í grunnskólanum. Í mörgum tilfellum hefur einhver lestrarkennsla átt sér stað áður, bæði í leikskóla og heima. En þegar í grunnskóla er komið er ein aðferð lögð til grundvallar í upphafi. Ef einhver, eða einhverjir ná ekki tökum á þeirri aðferð þá, rétt eins og þjálfarinn, hefur kennarinn mörg vopn í farangrinum. Kennarar eru nefnilega þeim kostum búnir að einblína ekki á að troða ákveðinni aðferð upp á börn sem ná henni ekki heldur aðlaga námsefnið að börnunum og reyna fjölbreyttar aðferðir til að börn nái tökum á lestri. Kennurum er upp til hópa drullusama hvaða aðferð er notuð ef árangurinn er sá sami. Kennarar læra fjölbreyttar kennsluaðferðir og fjölbreyttar kennsluaðferðir eru til þess að ná til sem flestra með sama efnið. Í fjölda mörg ár hefur lestur, samlagning, frádráttur, margföldun og deiling verið kennd í skólum. Markmiðið er alltaf það sama. Að börn nái hæfni til að nýta sér þetta. Hvort barn noti skíðabrekku, skiptingu eða samsetningu talna til að deila skiptir ekki höfuðmáli, heldur að barnið kunni að deila. Við skulum því ekki eyða tíma í að ræða hvernig eitthvað er kennt í grunnskólum eða hvaða aðferð er notuð hvar. Við skulum ræða það ef lestur er ekki kenndur við grunnskóla, þá er eitthvað að. Við skulum líka ræða sjálfstæði skóla og kennara. Að það sé ekki troðið niður í hálsmál kennara einhverjum skylduaðferðum til að kenna eitthvað fag. Kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði og það ber að treysta þeim til að kenna það sem nemendur eiga að læra. Kennarar eru nefnilega fyrir börnin í skólanum. Kennarar eru ekki í skólunum til að halda á lofti einhverjum aðferðum sem henta, eða henta ekki, þeim nemendum sem þeir eru að kenna. Skólastarfið snýst um að stunda fjölbreytt nám með fjölbreyttum aðferðum sem gefur nemendum fjölbreytta sýn á margbreytilegt umhverfi. Hengjum okkur ekki í einsleitnina. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað skyldu tvö mest ræddu mál þessarar viku eiga sameiginlegt. Kíkjum aðeins á það og skoðum hvernig þessi mjög svo aðskildu mál tengjast. EM í handbolta EM í handbolta stendur nú yfir og þegar þetta er skrifað hefur Ísland spilað tvo leiki en talsvert fleiri hafa verið spilaðir, því eins ótrúlegt og það er þá eru fleiri lið en Ísland á EM að reyna að vinna til verðlauna. Úrslit flestra þessara leikja hafa gengið nokkuð eftir bókinni. Þjálfararnir skoða verkefnið (ef ég má nefna leikina því orði) og reyna að átta sig á því hvernig best er að nálgast það. Þegar verkefnavinnan hefst leggur þjálfarinn upp með ákveðna leikaðferð. Þegar líður á leikinn getur þjálfarinn séð þrennt. Planið er að ganga upp og allir skila sínu. Planið gengur alveg þokkalega en hann þarf að kippa einum eða tveimur út af og setja aðra inn á, á meðan hann ræðir málin við þá sem komu af velli. Leggur þeim línurnar að nýju og setur þá e.t.v. inn á aftur. Það þriðja og það mikilvægasta fyrir þjálfarann að sjá er ef ekkert gengur upp. Leikmennirnir ráða ekki við verkefnið með þeim verkfærum sem þjálfarinn setti upp í hendurnar á þeim og þeir eru bara byrjaðir að gera eitthvað til að fá færi. Þá þarf þjálfarinn að taka leikhlé. Hann kippir öllum leikmönnum, bæði þeim sem eru inn á og þeim sem eru á bekknum til sín og leggur upp Plan B. Það plan er annað en Plan A en þó með sömu markmið, að sigra í leiknum. Bæði Plan A og Plan B hafa verið prófuð margsinnis af þjálfaranum og hann veit að bæði plönin ganga upp ef rétt er haldið á spöðunum. Þjálfarinn þarf ekki að óttast það að stjórn handknattleikssambandsins ákveði leikaðferðina. Lestrarkennslan. Snúum okkur þá að lestrinum. Lestrarkennsluaðferðir virðast vera einhvers konar trúarbrögð. Þeir sem aðhyllast eina stefnu reyna að tala aðrar niður. Það hefur aldrei reynst vel að lítillækka aðra til að upphefja sjálfan sig. Kennarar eru þeir sem nýta sér lestrararkennsluaðferðir. Það fer eftir skólum hvaða aðferð er í forgrunni og lagt er upp með þegar lestrarkennsla hefst í grunnskólanum. Í mörgum tilfellum hefur einhver lestrarkennsla átt sér stað áður, bæði í leikskóla og heima. En þegar í grunnskóla er komið er ein aðferð lögð til grundvallar í upphafi. Ef einhver, eða einhverjir ná ekki tökum á þeirri aðferð þá, rétt eins og þjálfarinn, hefur kennarinn mörg vopn í farangrinum. Kennarar eru nefnilega þeim kostum búnir að einblína ekki á að troða ákveðinni aðferð upp á börn sem ná henni ekki heldur aðlaga námsefnið að börnunum og reyna fjölbreyttar aðferðir til að börn nái tökum á lestri. Kennurum er upp til hópa drullusama hvaða aðferð er notuð ef árangurinn er sá sami. Kennarar læra fjölbreyttar kennsluaðferðir og fjölbreyttar kennsluaðferðir eru til þess að ná til sem flestra með sama efnið. Í fjölda mörg ár hefur lestur, samlagning, frádráttur, margföldun og deiling verið kennd í skólum. Markmiðið er alltaf það sama. Að börn nái hæfni til að nýta sér þetta. Hvort barn noti skíðabrekku, skiptingu eða samsetningu talna til að deila skiptir ekki höfuðmáli, heldur að barnið kunni að deila. Við skulum því ekki eyða tíma í að ræða hvernig eitthvað er kennt í grunnskólum eða hvaða aðferð er notuð hvar. Við skulum ræða það ef lestur er ekki kenndur við grunnskóla, þá er eitthvað að. Við skulum líka ræða sjálfstæði skóla og kennara. Að það sé ekki troðið niður í hálsmál kennara einhverjum skylduaðferðum til að kenna eitthvað fag. Kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði og það ber að treysta þeim til að kenna það sem nemendur eiga að læra. Kennarar eru nefnilega fyrir börnin í skólanum. Kennarar eru ekki í skólunum til að halda á lofti einhverjum aðferðum sem henta, eða henta ekki, þeim nemendum sem þeir eru að kenna. Skólastarfið snýst um að stunda fjölbreytt nám með fjölbreyttum aðferðum sem gefur nemendum fjölbreytta sýn á margbreytilegt umhverfi. Hengjum okkur ekki í einsleitnina. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun