Erlent

Leggur 10 prósenta toll á Norður­lönd, Breta, Frakka, Þjóð­verja og fleiri

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Donald Trump er allt annað en sáttur með tregar Evrópuþjóðir.
Donald Trump er allt annað en sáttur með tregar Evrópuþjóðir. AP/Alex Brandon

Donald Trump hyggst leggja tíu prósenta toll á allar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Finnlandi frá og 1. febrúar vegna þess að fyrrnefnd lönd styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi.

Í færslu sem Bandaríkjaforseti birti á samfélagsmiðli sínum í dag segir hann sömuleiðis að tollurinn muni hækka um 15 prósentustig og nema 25 prósentum 1. júní hafi Bandaríkjamenn ekki fengið yfirráð yfir Grænlandi.

Hann segir „eimsfriðinn í húfi“ og að Bandaríkjamenn hafi í 150 ár unnið að því að innlima Grænland en ekki haft erindi sem erfiði.

„Kína og Rússland vilja fá Grænland, og það er ekkert sem Danmörk getur gert í því,“ skrifar hann.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×