„Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2026 11:34 Margrét Friðriksdóttir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Bjarni Margrét Friðriksdóttir, sem sætir ákæru fyrir meiðyrði í garð Barböru Björnsdóttur héraðsdómara, segir Barböru hafa framið á henni réttarmorð, með því að sakfella hana fyrir hótunarbrot. Hún hafið reiðst vegna þess og því ritað færslu á Facebook, þar sem hún úthúðaði dómaranum. Hún kveðst hafa opnað orðabók í leit að mildasta orðinu til þess að lýsa Barböru. „Viðbjóðslegur dómur og lauslát mella gefur sinn dóm,“ sagði hún meðal annars. Aðalmeðferð í máli Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is, fer fram í dag. Margrét er ákærð fyrir ærumeiðingar í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hafði sakfellt hana fyrir hótanir. Viðsnúningur í Landsrétti Dagana eftir að Margrét var sakfelld, í febrúar árið 2023, fyrir hótanir í garð baráttukonunnar Semu Erlu Serdaroglu í Héraðsdómi Reykjavíkur birti Margrét færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún kallaði Barböru meðal annars „lausláta mellu“. Hún hélt því jafnframt fram að vitnisburðir í máli hennar hefðu verið falsaðir og um hefði verið að ræða „plott“ til að fá hana sakfellda. Þess má geta að dómnum á hendur Margréti fyrir hótanirnar var áfrýjað til Landsréttar og þar var hún sýknuð. „Ég reiðist, eðlilega, og fæ mikið áfall“ Aðalmeðferð málsins hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness á framburði Margrétar sjálfrar. DV greinir frá honum. „Ég varð fyrir hræðilegu áfalli þegar Barbara Björnsdóttir framdi á mér réttarmorð þrátt fyrir vitnisburð sem staðfesti sakleysi. Bjó til lygasögu í dómsorði sínu. Sakaði mann sem hún þekkti ekki neitt um að vera vinur minn. Mér var tjáð fyrir dóminn að það væri búið að ákveða að dæma mig. Ég trúði því ekki en svo kom á daginn að hún fremur á mér réttarmorð,“ sagði hún meðal annars. Hún hefði, eðlilega, reiðst við þetta og fengið mikið áfall. Fólk gæti sagt ýmislegt í hita leiksins þegar það reiddist. Hún hefði heyrt að Barbara væri óheiðarleg og hefði framið hjúskaparbrot með yfirmanni á vinnutíma í dómshúsi. „Að mínu mati er þessi kona vanhæfur dómari.“ Stendur við ummælin Þá sagði Margrét að hún standi við ummælin sem hún lét falla um Barböru. Hún teldi sig hafa farið mildum höndum um Barböru með því að kalla hana „mellu“. Hún hafi flett í orðabók til þess að finna mildasta orðið til þess að lýsa henni. Hún hafi kallað hana mellu vegna meints framhjáhalds hennar með Símoni Sigvaldasyni, sem þá var dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Margrét fullyrti að Barbara hefði verið skipuð varadómstjóri eftir að upp komst um meint framhjáhald og það eftir meðmæli Símonar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Þetta er hans ákvörðun að segja af sér“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is, fer fram í dag. Margrét er ákærð fyrir ærumeiðingar í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hafði sakfellt hana fyrir hótanir. Viðsnúningur í Landsrétti Dagana eftir að Margrét var sakfelld, í febrúar árið 2023, fyrir hótanir í garð baráttukonunnar Semu Erlu Serdaroglu í Héraðsdómi Reykjavíkur birti Margrét færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún kallaði Barböru meðal annars „lausláta mellu“. Hún hélt því jafnframt fram að vitnisburðir í máli hennar hefðu verið falsaðir og um hefði verið að ræða „plott“ til að fá hana sakfellda. Þess má geta að dómnum á hendur Margréti fyrir hótanirnar var áfrýjað til Landsréttar og þar var hún sýknuð. „Ég reiðist, eðlilega, og fæ mikið áfall“ Aðalmeðferð málsins hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness á framburði Margrétar sjálfrar. DV greinir frá honum. „Ég varð fyrir hræðilegu áfalli þegar Barbara Björnsdóttir framdi á mér réttarmorð þrátt fyrir vitnisburð sem staðfesti sakleysi. Bjó til lygasögu í dómsorði sínu. Sakaði mann sem hún þekkti ekki neitt um að vera vinur minn. Mér var tjáð fyrir dóminn að það væri búið að ákveða að dæma mig. Ég trúði því ekki en svo kom á daginn að hún fremur á mér réttarmorð,“ sagði hún meðal annars. Hún hefði, eðlilega, reiðst við þetta og fengið mikið áfall. Fólk gæti sagt ýmislegt í hita leiksins þegar það reiddist. Hún hefði heyrt að Barbara væri óheiðarleg og hefði framið hjúskaparbrot með yfirmanni á vinnutíma í dómshúsi. „Að mínu mati er þessi kona vanhæfur dómari.“ Stendur við ummælin Þá sagði Margrét að hún standi við ummælin sem hún lét falla um Barböru. Hún teldi sig hafa farið mildum höndum um Barböru með því að kalla hana „mellu“. Hún hafi flett í orðabók til þess að finna mildasta orðið til þess að lýsa henni. Hún hafi kallað hana mellu vegna meints framhjáhalds hennar með Símoni Sigvaldasyni, sem þá var dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Margrét fullyrti að Barbara hefði verið skipuð varadómstjóri eftir að upp komst um meint framhjáhald og það eftir meðmæli Símonar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Þetta er hans ákvörðun að segja af sér“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira