Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. janúar 2026 12:01 Nú er liðið eitt ár síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum og skýrt er orðið hvert stefnir. Þrátt fyrir fögur orð um verðmætasköpun blasir við önnur mynd þegar horft er til raunveruleikans. Verðbólga mælist 4,6 prósent, atvinnuleysi rýkur upp og horfur í efnahagsmálum eru sagðar nöturlegar af Seðlabankanum. Fyrir jól mátti hlýða á orðræðu stjórnarliða sem eignuðu sér m.a. vaxtalækkanir annarra til að fegra eigin vanmátt. Á sama tíma voru fjárlögin keyrð í gegn með 143 milljarða útgjaldavexti og skattahækkunum, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir atvinnulífsins og minnihlutans. Tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir og hagræðingu upp á tugi milljarða fengu enga umræðu - þeim var einfaldlega sópað af borðinu. Guði sé lof, var sagt úr ræðustól, að nú væri komin ríkisstjórn sem kynni að fara með peninga. En, þegar horft er til niðurstöðunnar blasir annað við: hærri skattar, minna svigrúm fyrirtækja og versnandi lífskjör almennings. Atvinnulífið grátbað um áheyrn og andrými til að skapa verðmæti en ekki var hlustað. Spunameistarar ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega Samfylkingar klikkuðu þó ekki á einu, að kalla allt úr ranni stjórnarandstöðunnar bull, rangfærslur eða hræðsluáróður. Það er þeirra sérgrein. Steininn tók þó úr þegar samið var heilt ævintýri um svokallaða Skattagrýlu, eins og skáldsögur leysi vandamál fólks í raunveruleikanum með vaxandi verðbólgu, hækkandi skatta og aukið atvinnuleysi. Desember var í raun sögulegur því við komumst að því að Skattagrýla er ekki dáin. Hún gafst ekki upp á rólunum. Hún situr enn og hún tálgar sér væna flís af sameiginlegum sauð þjóðarinnar, nú úr Stjórnarráðinu. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Nú er liðið eitt ár síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum og skýrt er orðið hvert stefnir. Þrátt fyrir fögur orð um verðmætasköpun blasir við önnur mynd þegar horft er til raunveruleikans. Verðbólga mælist 4,6 prósent, atvinnuleysi rýkur upp og horfur í efnahagsmálum eru sagðar nöturlegar af Seðlabankanum. Fyrir jól mátti hlýða á orðræðu stjórnarliða sem eignuðu sér m.a. vaxtalækkanir annarra til að fegra eigin vanmátt. Á sama tíma voru fjárlögin keyrð í gegn með 143 milljarða útgjaldavexti og skattahækkunum, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir atvinnulífsins og minnihlutans. Tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir og hagræðingu upp á tugi milljarða fengu enga umræðu - þeim var einfaldlega sópað af borðinu. Guði sé lof, var sagt úr ræðustól, að nú væri komin ríkisstjórn sem kynni að fara með peninga. En, þegar horft er til niðurstöðunnar blasir annað við: hærri skattar, minna svigrúm fyrirtækja og versnandi lífskjör almennings. Atvinnulífið grátbað um áheyrn og andrými til að skapa verðmæti en ekki var hlustað. Spunameistarar ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega Samfylkingar klikkuðu þó ekki á einu, að kalla allt úr ranni stjórnarandstöðunnar bull, rangfærslur eða hræðsluáróður. Það er þeirra sérgrein. Steininn tók þó úr þegar samið var heilt ævintýri um svokallaða Skattagrýlu, eins og skáldsögur leysi vandamál fólks í raunveruleikanum með vaxandi verðbólgu, hækkandi skatta og aukið atvinnuleysi. Desember var í raun sögulegur því við komumst að því að Skattagrýla er ekki dáin. Hún gafst ekki upp á rólunum. Hún situr enn og hún tálgar sér væna flís af sameiginlegum sauð þjóðarinnar, nú úr Stjórnarráðinu. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun