Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2026 09:24 Ólafur og Unnur segja mönnun í algjöru uppnámi og það verði að slaka á aðhaldskröfu til spítalans eigi að tryggja mönnun innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Bylgjan Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, segir deilda- og sviðaforseta innan heilbrigðisvísindasviðs háskólans hafa séð ástæðu til að vekja athygli á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins því þau hafi verið að taka þátt í þessu ákalli stjórnvalda og áformum um að fjölga í heilbrigðisstéttum á Íslandi í viðvarandi mönnunarkrísu. „Það er ekki neitt útlit fyrir það að henni sé eitthvað að hnigna. Okkur er að fjölga. Við erum land sem hefur breyst í ferðamannaland á áratugum. Við erum oft með tvöfaldan mannfjölda á Íslandi. Við erum að verða eldri, sem sagt samsetning þjóðarinnar. Það skapar þarfir í heilbrigðisþjónustu sem við þurfum að bregðast við og útlitið næstu áratugi er meira í þessa átt. Okkur mun áfram fjölga og við höfum engin áform um að leggja af ferðaþjónustu og við verðum vonandi áfram eldri og því fylgja heilbrigðisverndarmál,“ segir Unnur sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún ásamt forsetum annarra sviða Háskóla Íslands skrifuðu grein á Vísi í vikunni þar sem þau sögðu mönnun innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar í uppnámi. Hún segir að síðasta sumar hafi verið birt mönnunaráætlun frá stjórnvöldum og í henni hafi falist áætlanir um að fjölga einnig þeim sem menntaðir eru til þessara starfa. „Við höfum verið að taka þátt í þessu og verið að fjölga plássum í læknisfræði, í hjúkrunarfræði og ætlum að gera það líka í sjúkraþjálfun,“ segir hún og að til dæmis hafi nemum í læknisfræði verið fjölgað úr um 48 í 75. Þau vilji fara upp í 90 með það fyrir augum að það eigi fljótlega að opna nýtt húsnæði spítalans og þá verði betri aðstoða til kennslu og þjálfunar á spítalanum. Niðurskurður bitni á kjarnastarfsemi „En núna er staðan þannig að í fjárlögum til 2026 fylgdi niðurskurður til háskólanna og það bitnar mjög mikið á kjarnastarfsemi háskólans og það bitnar rosalega mikið á heilbrigðisvísindasviði því okkar nám er sérstaklega dýrt. Þetta eru þverfræðileg nám þar sem fjöldi sérfræðinga þarf að koma að og miðla af þekkingu sinni til þess að við sköpum þá sérfræðinga sem við þurfum út í heilbrigðiskerfið,“ segir Unnur. Það þurfi til dæmis dýra innviði í hermikennslu og þetta þurfi að fjármagna og endurnýja reglulega. Þegar slík aðhaldskrafa komi frá stjórnvöldum komi högg á þessa þróun og þá sé ekki endilega hægt að fjölga nemendum ef varðveita eigi gæði námsins og gæði þekkingarinnar sem nemendur eiga að fá til að geta svo starfað innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir heilbrigðisvísindasviði vera skorinn þröngur stakkur. Það sé verið að eyða um þriðjungi minna til háskólamála á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum og þegar niðurskurðurinn verður enn meiri verði þau í slæmri stöðu til að sinna þessu mönnunarákalli stjórnvalda. „Við viljum frekar standa þá vörð um að gæðin séu góð. Við ætlum að halda því áfram vegna þess að þau eru sannarlega góð. En þetta er í rauninni staðan og ástæðan fyrir að við skrifum þessa grein,“ segir Unnur en fram kemur í greininni að Alma Möller heilbrigðisráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hafi verið upplýst um þessa stöðu. Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segir stöðuna svipaða á sínu sviði. Þeim sé einnig þröngur stakkur sniðinn en ef það eigi að stefna að því að framleiða meiri mat á Íslandi sé ekki endilega rými til þess. Hann nefnir að staðan hvað varðar fjölda næringarfræðinga sé sérstaklega slæm. „Þar sem að svona flöskuhálsinn er hjá okkur er til dæmis varðandi næringarfræðina og varðandi klíníska næringu. Við vitum að næring, og við erum að komast betur að því með okkar rannsóknum og rannsóknum um allan heim, að næring skiptir gífurlega miklu máli þegar kemur að því að lágmarka sjúkdóma í framtíð. Þá náttúrulega skiptir miklu máli að við getum stutt við og jafnvel fjölgað þá næringarfræðingum, klínískum, sem geta farið út í heilbrigðiskerfið og veitt þá þjónustu sem þarf að veita.“ Þörf á næringafræðingum á landsbyggð Hann segir mönnunarvanda spítalans hafa bein áhrif á þetta því aðeins sé hægt að taka við fjórum nemendum í einu í nám á spítalanum. „Við getum útskrifað fjóra klíníska næringarfræðinga á ári,“ segir hann og að hann myndi vilja það í það minnsta tvöfalt og þá sérstaklega til að koma nemendum og næringarfræðingum á landsbyggðina svo hægt sé að veita sömu þjónustu um land allt. Stór-Reykjavíkursvæðið sé nokkuð vel sett en það sé ekki endilega sama staða um land allt. Þau segja aðra mikilvæga leið að styðja við nám fólks erlendis og taka svo vel á móti því hér heima, þannig að þau komi aftur eftir nám. En það þurfi að styrkja innviði því það þurfi mikið til að háskólastarf sé gott. „Við þurfum að hafa öflugt vísindastarf til þess og nemendur þurfa að kynnast vísindastarfi til þess að vera með á nótunum hvað er besta þekking hverju sinni. Það er rosalega mikilvægt og það þýðir að þú þarft að taka þátt í vísindum,“ segir Unnur og að það þurfi að styrkja þetta á Íslandi. Unnur segir þetta nánast lið í því að styðja við sjálfstæði Íslendinga. „Við viljum eiga öflugar rannsóknar- og háskólastofnanir, og það er mjög mikilvægt að senda fólk út og ég held að það auðgi íslenskt heilbrigðiskerfi að taka á móti starfsfólki sem hefur menntað sig annars staðar. En það er líka ofboðslega mikilvægt að við eigum traustan grunn hér heima.“ Mannauðskrísa takist ekki að fjölga Unnur segir að í almennri umræðu um stöðu heilbrigðiskerfisins finnist þeim þessi punktur, um mönnun, vanta. Það sé verið að ræða húsnæðismál, stöðu bráðamóttökunnar, hjúkrunarheimili og ýmislegt annað, en minna um mönnun. „Ef okkur tekst ekki að fjölga eðlilega í námsplássum fyrir þennan hóp þá munum við bíta úr því eftir fimm til 10, 15, 20 ár,“ segir Unnur og að þá verðum við í algjörri innviða- og mannauðskrísu. Hún segir að þau hafi fundað með Ölmu og Loga í desember og þau hafi sýnt stöðunni mikinn skilning en það hafi svo ekki skilað sér í fjárlögunum sem voru svo samþykkt. Þau hafi aukið framlög til vísindamála en það vanti mikið upp á, sérstaklega á heilbrigðisvísindasviði. Í fjárlögum var gerð eins prósenta aðhaldskrafa og Unnur segir að þegar sviðið hafi verið fjárþurfi árum saman sé það verulega mikið. „Það þýðir að við þurfum að hagræða þannig að við getum ekki ráðið í stöður þar sem fólk er að hætta eða fara á eftirlaun. Við þurfum að fresta því. Vi‘ þurfum að fresta því að fjárfesta í nýjum innviðum sem eru nauðsynlegir, til dæmis í hermikennslu. Þannig að það vantar alveg slatta.“ Erfitt að huga að skipulagi þegar þú ert á fullu Unnur segir örugglega hægt að gera betur á ýmsum stöðum en það sé erfitt að hugsa um að bæta skipulag, til dæmis á spítalanum, þegar þú ert á fullu að bjarga mannslífum. Fólk sé menntað í háskólanum en einnig úti í heilbrigðiskerfinu og ef kerfið er ekki undir það búið, mönnunarlega, bitni það á áformum um fjölgun. Unnur segir þessa stöðu alvarlega. „Við getum ekki haldið áfram þeim áformum sem við höfðum og höfðum skuldbindingar til, frá 2022, að halda áfram þessari þróun í að fjölga námsplássum í mörgum af okkar námsleiðum. Það er náttúrulega alvarleg staða.“ Ólafur segir að eftir tíu til fimmtán ár geti þau svarað því hvort þau séu á bjargbrún. Það taki þann tíma að fullmennta fólk í heilbrigðisvísindum. Það sé verið að skera niður í grunnþjónustu sem þau þurfi að veita sem háskólakennarar því 50 prósent af þeirra tíma eigi að fara í kennslu. Það sé komið til móts við þau varðandi rannsóknir en nú sé verið að horfa til kennslunnar. „Þar er staðan bara þannig og það er bara þvert á heilbrigðisvísindasvið. Það er alveg sama hvar þú setur niður fætur,“ segir Ólafur. Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, segir deilda- og sviðaforseta innan heilbrigðisvísindasviðs háskólans hafa séð ástæðu til að vekja athygli á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins því þau hafi verið að taka þátt í þessu ákalli stjórnvalda og áformum um að fjölga í heilbrigðisstéttum á Íslandi í viðvarandi mönnunarkrísu. „Það er ekki neitt útlit fyrir það að henni sé eitthvað að hnigna. Okkur er að fjölga. Við erum land sem hefur breyst í ferðamannaland á áratugum. Við erum oft með tvöfaldan mannfjölda á Íslandi. Við erum að verða eldri, sem sagt samsetning þjóðarinnar. Það skapar þarfir í heilbrigðisþjónustu sem við þurfum að bregðast við og útlitið næstu áratugi er meira í þessa átt. Okkur mun áfram fjölga og við höfum engin áform um að leggja af ferðaþjónustu og við verðum vonandi áfram eldri og því fylgja heilbrigðisverndarmál,“ segir Unnur sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún ásamt forsetum annarra sviða Háskóla Íslands skrifuðu grein á Vísi í vikunni þar sem þau sögðu mönnun innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar í uppnámi. Hún segir að síðasta sumar hafi verið birt mönnunaráætlun frá stjórnvöldum og í henni hafi falist áætlanir um að fjölga einnig þeim sem menntaðir eru til þessara starfa. „Við höfum verið að taka þátt í þessu og verið að fjölga plássum í læknisfræði, í hjúkrunarfræði og ætlum að gera það líka í sjúkraþjálfun,“ segir hún og að til dæmis hafi nemum í læknisfræði verið fjölgað úr um 48 í 75. Þau vilji fara upp í 90 með það fyrir augum að það eigi fljótlega að opna nýtt húsnæði spítalans og þá verði betri aðstoða til kennslu og þjálfunar á spítalanum. Niðurskurður bitni á kjarnastarfsemi „En núna er staðan þannig að í fjárlögum til 2026 fylgdi niðurskurður til háskólanna og það bitnar mjög mikið á kjarnastarfsemi háskólans og það bitnar rosalega mikið á heilbrigðisvísindasviði því okkar nám er sérstaklega dýrt. Þetta eru þverfræðileg nám þar sem fjöldi sérfræðinga þarf að koma að og miðla af þekkingu sinni til þess að við sköpum þá sérfræðinga sem við þurfum út í heilbrigðiskerfið,“ segir Unnur. Það þurfi til dæmis dýra innviði í hermikennslu og þetta þurfi að fjármagna og endurnýja reglulega. Þegar slík aðhaldskrafa komi frá stjórnvöldum komi högg á þessa þróun og þá sé ekki endilega hægt að fjölga nemendum ef varðveita eigi gæði námsins og gæði þekkingarinnar sem nemendur eiga að fá til að geta svo starfað innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir heilbrigðisvísindasviði vera skorinn þröngur stakkur. Það sé verið að eyða um þriðjungi minna til háskólamála á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum og þegar niðurskurðurinn verður enn meiri verði þau í slæmri stöðu til að sinna þessu mönnunarákalli stjórnvalda. „Við viljum frekar standa þá vörð um að gæðin séu góð. Við ætlum að halda því áfram vegna þess að þau eru sannarlega góð. En þetta er í rauninni staðan og ástæðan fyrir að við skrifum þessa grein,“ segir Unnur en fram kemur í greininni að Alma Möller heilbrigðisráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hafi verið upplýst um þessa stöðu. Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segir stöðuna svipaða á sínu sviði. Þeim sé einnig þröngur stakkur sniðinn en ef það eigi að stefna að því að framleiða meiri mat á Íslandi sé ekki endilega rými til þess. Hann nefnir að staðan hvað varðar fjölda næringarfræðinga sé sérstaklega slæm. „Þar sem að svona flöskuhálsinn er hjá okkur er til dæmis varðandi næringarfræðina og varðandi klíníska næringu. Við vitum að næring, og við erum að komast betur að því með okkar rannsóknum og rannsóknum um allan heim, að næring skiptir gífurlega miklu máli þegar kemur að því að lágmarka sjúkdóma í framtíð. Þá náttúrulega skiptir miklu máli að við getum stutt við og jafnvel fjölgað þá næringarfræðingum, klínískum, sem geta farið út í heilbrigðiskerfið og veitt þá þjónustu sem þarf að veita.“ Þörf á næringafræðingum á landsbyggð Hann segir mönnunarvanda spítalans hafa bein áhrif á þetta því aðeins sé hægt að taka við fjórum nemendum í einu í nám á spítalanum. „Við getum útskrifað fjóra klíníska næringarfræðinga á ári,“ segir hann og að hann myndi vilja það í það minnsta tvöfalt og þá sérstaklega til að koma nemendum og næringarfræðingum á landsbyggðina svo hægt sé að veita sömu þjónustu um land allt. Stór-Reykjavíkursvæðið sé nokkuð vel sett en það sé ekki endilega sama staða um land allt. Þau segja aðra mikilvæga leið að styðja við nám fólks erlendis og taka svo vel á móti því hér heima, þannig að þau komi aftur eftir nám. En það þurfi að styrkja innviði því það þurfi mikið til að háskólastarf sé gott. „Við þurfum að hafa öflugt vísindastarf til þess og nemendur þurfa að kynnast vísindastarfi til þess að vera með á nótunum hvað er besta þekking hverju sinni. Það er rosalega mikilvægt og það þýðir að þú þarft að taka þátt í vísindum,“ segir Unnur og að það þurfi að styrkja þetta á Íslandi. Unnur segir þetta nánast lið í því að styðja við sjálfstæði Íslendinga. „Við viljum eiga öflugar rannsóknar- og háskólastofnanir, og það er mjög mikilvægt að senda fólk út og ég held að það auðgi íslenskt heilbrigðiskerfi að taka á móti starfsfólki sem hefur menntað sig annars staðar. En það er líka ofboðslega mikilvægt að við eigum traustan grunn hér heima.“ Mannauðskrísa takist ekki að fjölga Unnur segir að í almennri umræðu um stöðu heilbrigðiskerfisins finnist þeim þessi punktur, um mönnun, vanta. Það sé verið að ræða húsnæðismál, stöðu bráðamóttökunnar, hjúkrunarheimili og ýmislegt annað, en minna um mönnun. „Ef okkur tekst ekki að fjölga eðlilega í námsplássum fyrir þennan hóp þá munum við bíta úr því eftir fimm til 10, 15, 20 ár,“ segir Unnur og að þá verðum við í algjörri innviða- og mannauðskrísu. Hún segir að þau hafi fundað með Ölmu og Loga í desember og þau hafi sýnt stöðunni mikinn skilning en það hafi svo ekki skilað sér í fjárlögunum sem voru svo samþykkt. Þau hafi aukið framlög til vísindamála en það vanti mikið upp á, sérstaklega á heilbrigðisvísindasviði. Í fjárlögum var gerð eins prósenta aðhaldskrafa og Unnur segir að þegar sviðið hafi verið fjárþurfi árum saman sé það verulega mikið. „Það þýðir að við þurfum að hagræða þannig að við getum ekki ráðið í stöður þar sem fólk er að hætta eða fara á eftirlaun. Við þurfum að fresta því. Vi‘ þurfum að fresta því að fjárfesta í nýjum innviðum sem eru nauðsynlegir, til dæmis í hermikennslu. Þannig að það vantar alveg slatta.“ Erfitt að huga að skipulagi þegar þú ert á fullu Unnur segir örugglega hægt að gera betur á ýmsum stöðum en það sé erfitt að hugsa um að bæta skipulag, til dæmis á spítalanum, þegar þú ert á fullu að bjarga mannslífum. Fólk sé menntað í háskólanum en einnig úti í heilbrigðiskerfinu og ef kerfið er ekki undir það búið, mönnunarlega, bitni það á áformum um fjölgun. Unnur segir þessa stöðu alvarlega. „Við getum ekki haldið áfram þeim áformum sem við höfðum og höfðum skuldbindingar til, frá 2022, að halda áfram þessari þróun í að fjölga námsplássum í mörgum af okkar námsleiðum. Það er náttúrulega alvarleg staða.“ Ólafur segir að eftir tíu til fimmtán ár geti þau svarað því hvort þau séu á bjargbrún. Það taki þann tíma að fullmennta fólk í heilbrigðisvísindum. Það sé verið að skera niður í grunnþjónustu sem þau þurfi að veita sem háskólakennarar því 50 prósent af þeirra tíma eigi að fara í kennslu. Það sé komið til móts við þau varðandi rannsóknir en nú sé verið að horfa til kennslunnar. „Þar er staðan bara þannig og það er bara þvert á heilbrigðisvísindasvið. Það er alveg sama hvar þú setur niður fætur,“ segir Ólafur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent