Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Lovísa Arnardóttir skrifar 14. janúar 2026 16:29 Bjarkey Olsen, þingkona VG, var matvælaráðherra á þeim tíma sem leyfið var gefið út. Vísir/Einar Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða var ekki í samræmi við lög árið 2024. Þá var Bjarkey Olsen matvælaráðherra. Í áliti umboðsmanns segir að stjórnsýslulögum hafi ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða. Í samantekt um álitið kemur fram að kvartað hafi verið yfir málsmeðferð matvælaráðuneytisins í kjölfar umsóknar um leyfi til veiða á langreyðum. Í kvörtuninni voru gerðar athugasemdir við það að ráðherra hefði ekki verið heimilt að tímabinda leyfið við eitt ár, 2024. Í álitinu kemur fram að umboðsmaður hafi bent á að ákvörðun ráðherra um útgáfu leyfis til hvalveiða væri matskennd og ráðherra hefði ákveðið svigrúm til ákvörðunartöku þar að lútandi. Þó yrði meðal annars að gæta að meðalhófi við töku slíkra ákvarðana með hliðsjón af þeim hagsmunum sem væru undirliggjandi. Umboðsmaður telur því að ákvörðun ráðuneytisins um að tímabinda leyfið eingöngu við árið 2024 hafi ekki verið reist á fullnægjandi heildstæðu mati, auk þess sem ekki hefði verið gætt meðalhófs við töku ákvörðunarinnar. Í álitinu kemur fram að umboðsmaður hafi í áliti sínu meðal annars litið til þess að sú breyting að takmarka gildistíma leyfisins við árið 2024 yrði að teljast íþyngjandi fyrir fyrirtækið að teknu tilliti til þeirra hagsmuna sem félagið hefði sem atvinnurekandi og fyrri framkvæmdar við útgáfu sambærilegra leyfa til félagsins. Í niðurstöðu sinni segir umboðsmaður að það sé álit hennar að ákvörðun matvælaráðuneytisins um að tímabinda leyfið til hvalveiða eingöngu árið 2024 hafi ekki verið reist á fullnægjandi mati eða samrýmst kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður segir einnig að það sé álit hennar að matvælaráðuneytið hafi ekki gætt nægilega að því að haga gagnaöflun sinni og umsagnarferli þannig að það samrýmdist stjórnsýslulögum. Engar hvalveiðar voru árið 2025. Vísir/Egill „Þar sem það liggur fyrir að í byrjun desember 2024 veitti matvælaráðuneytið X hf. leyfi til veiða á langreyðum til fimm ára tel ég ekki ástæðu til að beina sérstökum tilmælum til atvinnuvegaráðuneytisins vegna málsins. Ég beini þó þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu,“ segir í niðurstöðunni. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í samantekt um álitið kemur fram að kvartað hafi verið yfir málsmeðferð matvælaráðuneytisins í kjölfar umsóknar um leyfi til veiða á langreyðum. Í kvörtuninni voru gerðar athugasemdir við það að ráðherra hefði ekki verið heimilt að tímabinda leyfið við eitt ár, 2024. Í álitinu kemur fram að umboðsmaður hafi bent á að ákvörðun ráðherra um útgáfu leyfis til hvalveiða væri matskennd og ráðherra hefði ákveðið svigrúm til ákvörðunartöku þar að lútandi. Þó yrði meðal annars að gæta að meðalhófi við töku slíkra ákvarðana með hliðsjón af þeim hagsmunum sem væru undirliggjandi. Umboðsmaður telur því að ákvörðun ráðuneytisins um að tímabinda leyfið eingöngu við árið 2024 hafi ekki verið reist á fullnægjandi heildstæðu mati, auk þess sem ekki hefði verið gætt meðalhófs við töku ákvörðunarinnar. Í álitinu kemur fram að umboðsmaður hafi í áliti sínu meðal annars litið til þess að sú breyting að takmarka gildistíma leyfisins við árið 2024 yrði að teljast íþyngjandi fyrir fyrirtækið að teknu tilliti til þeirra hagsmuna sem félagið hefði sem atvinnurekandi og fyrri framkvæmdar við útgáfu sambærilegra leyfa til félagsins. Í niðurstöðu sinni segir umboðsmaður að það sé álit hennar að ákvörðun matvælaráðuneytisins um að tímabinda leyfið til hvalveiða eingöngu árið 2024 hafi ekki verið reist á fullnægjandi mati eða samrýmst kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður segir einnig að það sé álit hennar að matvælaráðuneytið hafi ekki gætt nægilega að því að haga gagnaöflun sinni og umsagnarferli þannig að það samrýmdist stjórnsýslulögum. Engar hvalveiðar voru árið 2025. Vísir/Egill „Þar sem það liggur fyrir að í byrjun desember 2024 veitti matvælaráðuneytið X hf. leyfi til veiða á langreyðum til fimm ára tel ég ekki ástæðu til að beina sérstökum tilmælum til atvinnuvegaráðuneytisins vegna málsins. Ég beini þó þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu,“ segir í niðurstöðunni.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira