Innlent

Fram­boðs­mál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um framboðsmál Sjálfstæðisflokksins í borginni en nú stefnir allt í að ekkert verði af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri. 

Hildur Björnsdóttir hefur ein lýst yfir framboði hjá flokknum. 

Við förum einnig yfir það helsta varðandi Venesúela en í nótt sór nýr forseti embættiseið í landinu. 

Þá ræðum við við Ingu Sæland formann flokks fólksins sem nú fer með stjórnina í þremur ráðuneytum. Hún segir það koma í ljós síðar í vikunni hvort breyting verði gerð á þeim málum. 

Í sportpakkanum hitum við upp fyrir stórleik í  Bónusdeild kvenna sem fram fer í kvöld og ræðum næsta stjóra Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×