Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Vítis­englar lausir úr haldi og týndir ferða­menn

Þrír sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Auðbrekku í Kópavogi í gær þar sem Hells Angels skipulögðu hitting hefur verið sleppt úr haldi. Lögregla gerði út mikinn mannskap til þess að fylgjast með viðburðinum í gærkvöldi. Rætt verður við lögreglu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael

Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleika að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum

Innlent
Fréttamynd

Eygir vonar­neista í fyrsta sinn og mót­mæli um allt land

Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni

Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bylting í heil­brigðis­þjónustu og á­róður Banda­ríkja­manna

Mögulegt er að efla forvarnir, sjúkdómsgreiningar og meðferðir með heilbrigðisþjónustu sem er sniðin að hverjum og einum. Til þess er hægt að nota upplýsingar úr lífsýnasöfnum og gagnagrunnum sem Íslensk erfðagreining hefur til að mynda byggt upp. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Kára Stefánsson og heilbrigðisráðherra sem mun beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp og telur að Íslendingar geti orðið leiðandi á sviðinu.

Innlent