Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Sam­skipti fanga í ein­angrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar

Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun.

Innlent
Fréttamynd

Tollar, höfundar­réttur og þögn lög­reglu í kynferðisbrotamálum

Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipða. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins.

Innlent
Fréttamynd

Tollastríð, makríll og flutningur Blóð­bankans

Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingamálin, Reynisfjara og Hin­segin dagar

Dómsmálaráðherra hyggst tempra kraftmikla fólksfjölgun til landsins með nýjum og strangari reglum um dvalarleyfi. Fólksfjölgun á Íslandi hafi verið fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og sé að stærstum hluta borin uppi af erlendum ríkisborgurum.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra bregst snögg­lega við og mikið stuð í Húna­byggð

Utanríkisráðherra hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd komi saman á mánudaginn. Bæði formaður Framsóknarflokksins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram beiðni um fund vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar ESB til landsins. Rætt verður við utanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Staðan á Al­þingi og refsilaus vændiskaup

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis kveðst bjartsýnn á að greidd verði atkvæði um veiðigjaldafrumvarpið í dag en þriðja umræða hófst í dag eftir sögulega beitingu 71. greinar þingskapalaga í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Dramatík á Al­þingi og bílastæðablús hjá World Class

Stjórnarandstaðan brást harkalega við þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, greip til 71. greinar stjórnskipunarlaga og efndi til atkvæðagreiðslu um að stöðva 2. umræðu um veiðigjaldafrumvarpið og taka málið til atkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun í upp­námi og ó­kyrrð hjá Play

Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar segir að sótt verði um virkjunarleyfi á ný en framkvæmdastjóri Landverndar og formaður Náttúrugriða fagna niðurstöðunni.

Innlent