Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2026 11:20 Valdimar Víðisson er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Valdimar Víðisson bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér til að leiða lista Framsoknar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að Valdimar hafi leitt Framsókn í síðustu kosningum, orðið formaður bæjarráðs. Hann hafi frá 1. janúar 2025 verið bæjarstjóri og er fullyrt í tilkynningunni að hann hafi vakið mikla og jákvæða athygli fyrir störf sín fyrir Hafnfirðinga. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa fyrir íbúa Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Fyrst sem varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á síðasta kjörtímabili, síðan sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og nú sem bæjarstjóri. Hafnarfjörður er yndislegur bær og ég er afar þakklátur fyrir hversu vel mér og fjölskyldu minni hefur verið tekið frá því að við fluttum hingað fyrir um 18 árum síðan. Bær mótaður af sjónum og hrauninu, bær með sterkt hjarta.“ Valdimar segist brenna fyrir því að vinna vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga og hafi í sínum störfum lagt mikla áherslu á að vera í góðu og nánu sambandi við íbúa og fyrirtæki í bænum. Það hafi skipt hann miklu máli og verið honum dýrmæt stoð í störfum sínum. „Margt hefur gengið vel, þó ekkert sé fullkomið. Það er því alltaf svigrúm til að gera enn betur. Vel hefur gengið í uppbyggingu og í að styðja við fjölskyldur í bænum og það viljum við halda áfram að gera. Fram undan eru þó stórar áskoranir sem fela jafnframt í sér mikil tækifæri og kalla á samvinnu og skýra sýn,“ skrifar Valdimar. „Þar má nefna samgöngumál, þar sem mikilvægt er að tryggja öryggi og bæta flæði samhliða áframhaldandi uppbyggingu. Við þurfum að tryggja fjölbreytt húsnæði fyrir alla, þannig að fólk hafi raunhæfa möguleika á að búa og festa rætur í bænum. Jafnframt verðum við að styrkja áfram það sem skiptir mestu máli í daglegu lífi: góða þjónustu, öflugt skólastarf, velferðarkerfi og blómlegt íþrótta- og menningarlíf.“ Hann segist í störfum sínum hafa lagt áherslu á lausnamiðaða nálgun, heiðarleika og samtal og að ná árangri með fólki. Tuttugu ára reynsla hans sem skólastjórnandi hafi einnig nýst sér vel í störfum hans fyrir bæjarfélagið. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að vinna með fólki, hlusta og finna lausnir sem bæta okkar fallega bæ. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram lista Framsóknar í Hafnarfirði og óska eftir þínum stuðningi í baráttunni fram undan.“ Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þar kemur fram að Valdimar hafi leitt Framsókn í síðustu kosningum, orðið formaður bæjarráðs. Hann hafi frá 1. janúar 2025 verið bæjarstjóri og er fullyrt í tilkynningunni að hann hafi vakið mikla og jákvæða athygli fyrir störf sín fyrir Hafnfirðinga. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa fyrir íbúa Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Fyrst sem varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á síðasta kjörtímabili, síðan sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og nú sem bæjarstjóri. Hafnarfjörður er yndislegur bær og ég er afar þakklátur fyrir hversu vel mér og fjölskyldu minni hefur verið tekið frá því að við fluttum hingað fyrir um 18 árum síðan. Bær mótaður af sjónum og hrauninu, bær með sterkt hjarta.“ Valdimar segist brenna fyrir því að vinna vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga og hafi í sínum störfum lagt mikla áherslu á að vera í góðu og nánu sambandi við íbúa og fyrirtæki í bænum. Það hafi skipt hann miklu máli og verið honum dýrmæt stoð í störfum sínum. „Margt hefur gengið vel, þó ekkert sé fullkomið. Það er því alltaf svigrúm til að gera enn betur. Vel hefur gengið í uppbyggingu og í að styðja við fjölskyldur í bænum og það viljum við halda áfram að gera. Fram undan eru þó stórar áskoranir sem fela jafnframt í sér mikil tækifæri og kalla á samvinnu og skýra sýn,“ skrifar Valdimar. „Þar má nefna samgöngumál, þar sem mikilvægt er að tryggja öryggi og bæta flæði samhliða áframhaldandi uppbyggingu. Við þurfum að tryggja fjölbreytt húsnæði fyrir alla, þannig að fólk hafi raunhæfa möguleika á að búa og festa rætur í bænum. Jafnframt verðum við að styrkja áfram það sem skiptir mestu máli í daglegu lífi: góða þjónustu, öflugt skólastarf, velferðarkerfi og blómlegt íþrótta- og menningarlíf.“ Hann segist í störfum sínum hafa lagt áherslu á lausnamiðaða nálgun, heiðarleika og samtal og að ná árangri með fólki. Tuttugu ára reynsla hans sem skólastjórnandi hafi einnig nýst sér vel í störfum hans fyrir bæjarfélagið. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að vinna með fólki, hlusta og finna lausnir sem bæta okkar fallega bæ. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram lista Framsóknar í Hafnarfirði og óska eftir þínum stuðningi í baráttunni fram undan.“
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira