Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar 5. janúar 2026 11:33 Litla brekkan ofan við Ártúnsbæinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en engu að síður er hún vagga skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Lengi vel var skíðaiðkun Íslendinga bundin við snjóþung héruð á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á landi, á meðan skíðabúnaður mátti heita óþekktur suðvestanlands. Það voru Norðmenn sem hér voru búsettir sem kenndu Reykvíkingum að renna sér á skíðum á fyrstu árum tuttugustu aldar. Fljótlega fengu þessir frumherjar skíðaíþróttarinnar augastað á brekkunni við Ártún og farið var að ryðja þar og slétta fyrir skíðabraut. Á árinu 1907 mun hafa verið stofnað Skíðafélagið Áfram, en litlar upplýsingar eru til um starfsemi þess og virðist það hafa lognast skjótt útaf. Í þessari fyrstu skíðabraut Reykvíkinga voru haldin mót, þar sem keppt var í kunnuglegum greinum á borð við svig – en einnig í sérkennilegri skíðaíþróttum á borð við para-keppni þar sem keppendur af sitthvoru kyni renndu sér niður brekkuna í kapp við klukkuna en þurftu að haldast í hendur alla leið niður. Þá var keppt í háskagreinum, þar sem skíðamaðurinn renndi sér niður með logandi kyndil í annari hendi! Ekki hugnaðist öllum valið á skíðabrekkunni. Stjórnendur Ungmennafélaganna í bænum töldu Ártún alltof langt í burtu sem skíðasvæði og kappkostuðu að koma upp nothæfri skíðabraut utan í Öskjuhlíð. Þrátt fyrir mikið streð fór sú vinna að mestu fyrir gýg. Skíðabrautin, sem rudd var á sex sumrum af félagsfólki, varð að sönnu slétt og fögur, en þar festi sjaldan snjó! Langt er um liðið síðan fullorðnir skíðamenn í Reykjavík hættu að líta við Ártúnsbrekku. Með tilkomu bílasamgangna opnuðust ný og betri skíðasvæði í Bláfjöllum, í Henglinum og víðar. Eftir sem áður hélt gamla brekkan við Ártún áfram að vera mikilvæg uppeldisstöð fyrir yngstu iðkendurnar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það er því mikið gleðiefni að snjóframleiðsla sé hafin Í Ártúnsbrekkunni. Það þýðir að hægt verður að renna sér þar miklu stærri hluta ársins en verið hefur, sem mun gleðja fjölmargar fjölskyldur. Reynslan sem fæst af snjóframleiðslunni mun jafnframt nýtast á öðrum skíðasvæðum á vegum borgarinnar, s.s. í hinum fyrirhugaða Vetrargarði í Breiðholtshverfi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Skíðasvæði Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Litla brekkan ofan við Ártúnsbæinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en engu að síður er hún vagga skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Lengi vel var skíðaiðkun Íslendinga bundin við snjóþung héruð á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á landi, á meðan skíðabúnaður mátti heita óþekktur suðvestanlands. Það voru Norðmenn sem hér voru búsettir sem kenndu Reykvíkingum að renna sér á skíðum á fyrstu árum tuttugustu aldar. Fljótlega fengu þessir frumherjar skíðaíþróttarinnar augastað á brekkunni við Ártún og farið var að ryðja þar og slétta fyrir skíðabraut. Á árinu 1907 mun hafa verið stofnað Skíðafélagið Áfram, en litlar upplýsingar eru til um starfsemi þess og virðist það hafa lognast skjótt útaf. Í þessari fyrstu skíðabraut Reykvíkinga voru haldin mót, þar sem keppt var í kunnuglegum greinum á borð við svig – en einnig í sérkennilegri skíðaíþróttum á borð við para-keppni þar sem keppendur af sitthvoru kyni renndu sér niður brekkuna í kapp við klukkuna en þurftu að haldast í hendur alla leið niður. Þá var keppt í háskagreinum, þar sem skíðamaðurinn renndi sér niður með logandi kyndil í annari hendi! Ekki hugnaðist öllum valið á skíðabrekkunni. Stjórnendur Ungmennafélaganna í bænum töldu Ártún alltof langt í burtu sem skíðasvæði og kappkostuðu að koma upp nothæfri skíðabraut utan í Öskjuhlíð. Þrátt fyrir mikið streð fór sú vinna að mestu fyrir gýg. Skíðabrautin, sem rudd var á sex sumrum af félagsfólki, varð að sönnu slétt og fögur, en þar festi sjaldan snjó! Langt er um liðið síðan fullorðnir skíðamenn í Reykjavík hættu að líta við Ártúnsbrekku. Með tilkomu bílasamgangna opnuðust ný og betri skíðasvæði í Bláfjöllum, í Henglinum og víðar. Eftir sem áður hélt gamla brekkan við Ártún áfram að vera mikilvæg uppeldisstöð fyrir yngstu iðkendurnar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það er því mikið gleðiefni að snjóframleiðsla sé hafin Í Ártúnsbrekkunni. Það þýðir að hægt verður að renna sér þar miklu stærri hluta ársins en verið hefur, sem mun gleðja fjölmargar fjölskyldur. Reynslan sem fæst af snjóframleiðslunni mun jafnframt nýtast á öðrum skíðasvæðum á vegum borgarinnar, s.s. í hinum fyrirhugaða Vetrargarði í Breiðholtshverfi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun