Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 9. janúar 2026 08:33 Mannekluvandi leikskóla Reykjavíkurborgar hefur nú verið viðvarandi í fjölda ára. Viðbrögð borgarinnar við vandanum eru afskaplega aum en innan borgarinnar er starfandi svokölluð afleysingastofa með starfsfólk sem stekkur inn í þau störf sem þarf að leysa. Þetta kann að virðast skynsamleg skammtímalausn en er í raun plástur á djúpt kerfislegt vandamál. Staðreyndin er sú að lokanir leikskóla vegna manneklu eru tífalt fleiri í Reykjavík en hjá nágrannasveitarfélögum. Það eitt og sér bendir til þess að vandinn liggi ekki í ytri aðstæðum heldur í stjórnun, forgangsröðun og starfsumhverfi innan borgarinnar sjálfrar. Þegar slíkur munur blasir við er óábyrgt að líta framhjá rót vandans og einblína þess í stað á bráðabirgðalausnir. Afleysingar eru að jafnaði fólk sem börnin þekkja ekki. Fyrir ung börn skiptir öryggi, stöðugleiki og tengslamyndun gríðarlega miklu máli. Að fá sífellt nýjar manneskjur inn í sitt daglega umhverfi skapar óöryggi og rýrir traust og það á stað þar sem börn eiga að upplifa öryggi, festu og umhyggju. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, ekki geymsla eða gæsla. Þar fer fram faglegt uppeldis- og menntastarf sem krefst þekkingar, reynslu og tengsla. Þegar brugðist er við manneklu með afleysingum er verið að draga úr mikilvægi þessa starfs og vanmeta bæði börnin og það fagfólk sem þar starfar. Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig. Lausnin felst ekki í endalausum plástrum heldur í því að gera starf á leikskóla að raunverulega eftirsóknarverðum starfsvettvangi: bæta kjör, starfsumhverfi og hlúa að fagmennsku þess frábæra fólks sem velur að sinna okkar allra minnstu. Ef þetta er hægt í öðrum sveitarfélögum hvers vegna ekki hjá Reykjavíkurborg? Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mannekluvandi leikskóla Reykjavíkurborgar hefur nú verið viðvarandi í fjölda ára. Viðbrögð borgarinnar við vandanum eru afskaplega aum en innan borgarinnar er starfandi svokölluð afleysingastofa með starfsfólk sem stekkur inn í þau störf sem þarf að leysa. Þetta kann að virðast skynsamleg skammtímalausn en er í raun plástur á djúpt kerfislegt vandamál. Staðreyndin er sú að lokanir leikskóla vegna manneklu eru tífalt fleiri í Reykjavík en hjá nágrannasveitarfélögum. Það eitt og sér bendir til þess að vandinn liggi ekki í ytri aðstæðum heldur í stjórnun, forgangsröðun og starfsumhverfi innan borgarinnar sjálfrar. Þegar slíkur munur blasir við er óábyrgt að líta framhjá rót vandans og einblína þess í stað á bráðabirgðalausnir. Afleysingar eru að jafnaði fólk sem börnin þekkja ekki. Fyrir ung börn skiptir öryggi, stöðugleiki og tengslamyndun gríðarlega miklu máli. Að fá sífellt nýjar manneskjur inn í sitt daglega umhverfi skapar óöryggi og rýrir traust og það á stað þar sem börn eiga að upplifa öryggi, festu og umhyggju. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, ekki geymsla eða gæsla. Þar fer fram faglegt uppeldis- og menntastarf sem krefst þekkingar, reynslu og tengsla. Þegar brugðist er við manneklu með afleysingum er verið að draga úr mikilvægi þessa starfs og vanmeta bæði börnin og það fagfólk sem þar starfar. Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig. Lausnin felst ekki í endalausum plástrum heldur í því að gera starf á leikskóla að raunverulega eftirsóknarverðum starfsvettvangi: bæta kjör, starfsumhverfi og hlúa að fagmennsku þess frábæra fólks sem velur að sinna okkar allra minnstu. Ef þetta er hægt í öðrum sveitarfélögum hvers vegna ekki hjá Reykjavíkurborg? Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar