Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2025 07:50 Guðrún Karls Helgudóttir er biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Rétt tæpur helmingur þjóðarinnar ber mikið traust til Þjóðkirkjunnar, ríflega tuttugu prósent segjast bera lítið traust en tæpur þriðjungur kveðst hvorki bera mikið né lítið traust til kirkjunnar samkvæmt nýrri könnun Gallup. Traust til stofnunarinnar hefur vaxið töluvert undanfarin tvö ár en umtalsvert meiri ánægja mælist með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups en með störf forvera hennar í embætti. Um er að ræða niðurstöður netkönnunar Gallup sem gerð var dagana 30. október til 26. nóvember. Í úrtaki voru 2.815 manns og var svarhlutfall 43,5%. Athygli vekur að traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist til muna síðastliðin tvö ár og nálgast nú það sama og var fyrir hrun. Eldra fólk er líklegra til að bera meira traust til kirkjunnar og karlar bera minna traust til hennar en konur. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mest traust til kirkjunnar ef horft er til stjórnmálaviðhorfa þeirra sem svöruðu könnuninni og kjósendur Miðflokksins einna minnst, en þeir sem segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa bera þó minnst traust til þjóðkirkjunnar. Konur ánægðari með biskup en karlar Þá segjast hátt í 57% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, en ríflega 11% segjast óánægð. Um 32% segjast hvorki ánægð né óánægð og um 15% tóku ekki afstöðu. „Reynslan sýnir að ánægja með störf biskupa og fleiri embættismanna er oft mest í byrjun en hlutfall þeirra sem eru ánægð með störf Guðrúnar er hærra en hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur þegar hún hóf störf fyrir rúmum áratug,“ segir í tilkynningu Gallup, en Guðrún tók við embætti í september í fyrra. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups af Agnesi M. Sigurðardóttur í fyrrahaust.Vísir/Vilhelm Aftur eru konur líklegri en karlar til að vera ánægð með störf biskups, en 66% kvenna segjast ánægðar með störf Guðrúnar, en 48% karla. Aðeins 7% kvenna segjast óánægðar með störf hennar á móti 15% karla. Sömuleiðis eru kjósendur Framsóknarflokksins ánægðastir með störf biskups og kjósendur Miðflokksins óánægðastir. Fólk í yngsta aldurshópnum, það er 18 til 29 ára er ekki eins ánægt með störf biskups og fólk í öðrum aldurshópum, en í þeim aldurshópi er jafnframt hæst hlutfall þeirra sem segist hvorki ánægt né óánægt með störf hennar. Minnsti stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju í tvo áratugi Spurt var einnig hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Um 48% sögðust hlynntir, 28% andvíg og 24% segjast hvorki hlynnt né andvíg. Athygli vekur einnig að hlutfall þeirra sem segjast hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju ekki mælst lægra í næstum tvo áratugi. „Karlar eru frekar andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar honum. Fólk er almennt hlynntara aðskilnaði eftir því sem það er yngra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar. Þau sem kysu aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis nú eru hlynntust aðskilnaði ríkis og kirkju en þar á eftir þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru andvígust aðskilnaði,“ segir í tilkynningunni. Skoðanakannanir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður netkönnunar Gallup sem gerð var dagana 30. október til 26. nóvember. Í úrtaki voru 2.815 manns og var svarhlutfall 43,5%. Athygli vekur að traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist til muna síðastliðin tvö ár og nálgast nú það sama og var fyrir hrun. Eldra fólk er líklegra til að bera meira traust til kirkjunnar og karlar bera minna traust til hennar en konur. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mest traust til kirkjunnar ef horft er til stjórnmálaviðhorfa þeirra sem svöruðu könnuninni og kjósendur Miðflokksins einna minnst, en þeir sem segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa bera þó minnst traust til þjóðkirkjunnar. Konur ánægðari með biskup en karlar Þá segjast hátt í 57% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, en ríflega 11% segjast óánægð. Um 32% segjast hvorki ánægð né óánægð og um 15% tóku ekki afstöðu. „Reynslan sýnir að ánægja með störf biskupa og fleiri embættismanna er oft mest í byrjun en hlutfall þeirra sem eru ánægð með störf Guðrúnar er hærra en hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur þegar hún hóf störf fyrir rúmum áratug,“ segir í tilkynningu Gallup, en Guðrún tók við embætti í september í fyrra. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups af Agnesi M. Sigurðardóttur í fyrrahaust.Vísir/Vilhelm Aftur eru konur líklegri en karlar til að vera ánægð með störf biskups, en 66% kvenna segjast ánægðar með störf Guðrúnar, en 48% karla. Aðeins 7% kvenna segjast óánægðar með störf hennar á móti 15% karla. Sömuleiðis eru kjósendur Framsóknarflokksins ánægðastir með störf biskups og kjósendur Miðflokksins óánægðastir. Fólk í yngsta aldurshópnum, það er 18 til 29 ára er ekki eins ánægt með störf biskups og fólk í öðrum aldurshópum, en í þeim aldurshópi er jafnframt hæst hlutfall þeirra sem segist hvorki ánægt né óánægt með störf hennar. Minnsti stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju í tvo áratugi Spurt var einnig hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Um 48% sögðust hlynntir, 28% andvíg og 24% segjast hvorki hlynnt né andvíg. Athygli vekur einnig að hlutfall þeirra sem segjast hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju ekki mælst lægra í næstum tvo áratugi. „Karlar eru frekar andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar honum. Fólk er almennt hlynntara aðskilnaði eftir því sem það er yngra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar. Þau sem kysu aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis nú eru hlynntust aðskilnaði ríkis og kirkju en þar á eftir þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru andvígust aðskilnaði,“ segir í tilkynningunni.
Skoðanakannanir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira