Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2025 13:53 Vólódímír Selenskí, foseti Úkraínu, í jaðri Kúpíansk í Karkívhéraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í dag myndband sem hann tók á götum borgarinnar Kúpíansk í dag. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og forsvarsmenn rússneska hersins héldu því fram í síðasta mánuði að borgin hefði verið hernumin að fullu en nú berast fregnir af því að Úkraínumenn séu að reka Rússa úr borginni. Myndbandið birti Selenskí á Telegram en þar segir hann að úkraínskir hermenn hafi náð miklum árangri í borginni og séu að reka Rússa á brott. Forsetinn segir í myndbandinu að árangur sem þessi sé Úkraínumönnum gífurlega mikilvægur. Hann sé nauðsynlegur til að ná fram árangri í friðarviðræðum og styrki stöðu Úkraínumanna. Today, I am in the Kupyansk sector, with our warriors who are getting the job done for Ukraine here. The Russians kept going on about Kupyansk – the reality speaks for itself. I visited our troops and congratulated them. Thank you to each and every warrior! I am proud of you!… pic.twitter.com/kraYEBSSai— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 12, 2025 Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert sótt fram frá því þeir voru hraktir frá Kúrsk-héraði í Rússlandi í byrjun þessa árs. Þess í stað hafa Rússar verið að sækja hægt fram á nokkrum stöðum á víglínunni og var Kúpíansk einn af þeim stöðum, þar til nýlega. Hópurinn DeepState, sem vaktar átökin í Úkraínu og heldur utan um kort af víglínunni og hreyfingum hennar, segir að Úkraínumenn hafi náð tökum á stórum hluta borgarinnar og rekið flesta Rússa á brott þaðan. Skoða má kort DeepState hér og er hægt að flakka milli daga, efst uppi vinstra megin. Þetta er í kjölfar þess að Selenskí sagði þann 3. nóvember að Úkraínumenn myndu frelsa Kúpínask aftur. Þann 20. nóvember lýsti Valerí Gerasimóv, yfirmaður rússneska hersins, því yfir að Kúpíansk hefði verið hernumin. Í kjölfarið hrósaði Pútín hermönnum sínum fyrir árangurinn og bauð svo erlendum blaðamönnum að fara með rússneskum hermönnum til borgarinnar, til að sanna að Rússar hefðu unnið sigur þar. „Ef einhver hefur efasemdir, eins og ég hef áður sagt, erum við tilbúnir til að veita erlendum blaðamönnum og meira að segja úkraínskum rétt til að heimsækja Krasnoarmeysk.“ Þetta sagði Pútín og notaði hann rússneska nafn Kúpíansk. Hann sagði að þar gætu blaðamennirnir séð með eigin augum hverjir stjórnuðu borginni. Dæmi um að sigur Rússa sé ekki óhjákvæmilegur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað gefið til kynna að Úkraínumenn séu að tapa stríðinu og eigi engra annarra kosta völ en að semja við Rússa. Það myndi líklega fela í sér undanhald frá stórum hluta Dónetsk-héraðs, sem Rússar vilja ólmir ná. Það er víggirt hérað sem Rússar hafa lengi reynt að hernema að fullu og hefur sóknin kostað þá verulega. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að sigur þeirra sé óhjákvæmilegur og hefur Trump tekið undir það. Það að Úkraínumönnum hafi tekist að reka Rússa frá Kúpínask, ef það reynist rétt, gæti nýst þeim í yfirstandandi viðræðum. Selenskí getur notað það sem dæmi um að sigur Rússa sé alls ekki óhjákvæmilegur. Forsvarsmenn úkraínska hersins, herforingjar á Vesturlöndum og sérfræðingar sem fylgjast náið með átökunum segja í samtali við Wall Street Journal að þó staða Úkraínumanna sé á mörgum sviðum slæm séu þeir ekki að tapa stríðinu. 🇷🇺#Russia'n advance in 🇺🇦#Ukraine this year 2025 pic.twitter.com/qqtMoMzcgh— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 12, 2025 Helsta vandamál Úkraínumanna er mannekla og hafa þeir reynt að nota dróna til að geta varið víglínuna með færri mönnum, en Rússar eru sagðir hafa náð fram úr Úkraínumönnum þegar kemur að notkun dróna og þá að miklu leyti með aðstoð Kínverja. Eins og fram kemur í grein WSJ segja sérfræðingar að ekki sé útlit fyrir að Rússar séu að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Þeir sæki hægt fram og það kosti þá mikið, þó það kosti Úkraínumenn auðvitað einnig. Einn sérfræðingur hjá hugveitunni Center for strategic and international studies, Seth Jones, segir að erfitt sé að finna dæmi um hægari framsókn en framsókn Rússa í hernaðarsögu síðustu hundrað ára. Víglínan hafi meira að segja færst hraðar í orrustunni um Somme í fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem hermenn lágu í skotgröfum mánuðum saman. Vert er þó að taka fram að í staðbundnum hernaði sem þessum gerist of lítið yfir langt tímabil, þar til önnur hliðin getur ekki lengur haldið slíkum hernaði áfram. Þá getur mikið gerst á skömmum tíma. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. 12. desember 2025 11:10 Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. 12. desember 2025 09:27 Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. 12. desember 2025 06:50 Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. 12. desember 2025 06:50 Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. 11. desember 2025 15:23 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Myndbandið birti Selenskí á Telegram en þar segir hann að úkraínskir hermenn hafi náð miklum árangri í borginni og séu að reka Rússa á brott. Forsetinn segir í myndbandinu að árangur sem þessi sé Úkraínumönnum gífurlega mikilvægur. Hann sé nauðsynlegur til að ná fram árangri í friðarviðræðum og styrki stöðu Úkraínumanna. Today, I am in the Kupyansk sector, with our warriors who are getting the job done for Ukraine here. The Russians kept going on about Kupyansk – the reality speaks for itself. I visited our troops and congratulated them. Thank you to each and every warrior! I am proud of you!… pic.twitter.com/kraYEBSSai— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 12, 2025 Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert sótt fram frá því þeir voru hraktir frá Kúrsk-héraði í Rússlandi í byrjun þessa árs. Þess í stað hafa Rússar verið að sækja hægt fram á nokkrum stöðum á víglínunni og var Kúpíansk einn af þeim stöðum, þar til nýlega. Hópurinn DeepState, sem vaktar átökin í Úkraínu og heldur utan um kort af víglínunni og hreyfingum hennar, segir að Úkraínumenn hafi náð tökum á stórum hluta borgarinnar og rekið flesta Rússa á brott þaðan. Skoða má kort DeepState hér og er hægt að flakka milli daga, efst uppi vinstra megin. Þetta er í kjölfar þess að Selenskí sagði þann 3. nóvember að Úkraínumenn myndu frelsa Kúpínask aftur. Þann 20. nóvember lýsti Valerí Gerasimóv, yfirmaður rússneska hersins, því yfir að Kúpíansk hefði verið hernumin. Í kjölfarið hrósaði Pútín hermönnum sínum fyrir árangurinn og bauð svo erlendum blaðamönnum að fara með rússneskum hermönnum til borgarinnar, til að sanna að Rússar hefðu unnið sigur þar. „Ef einhver hefur efasemdir, eins og ég hef áður sagt, erum við tilbúnir til að veita erlendum blaðamönnum og meira að segja úkraínskum rétt til að heimsækja Krasnoarmeysk.“ Þetta sagði Pútín og notaði hann rússneska nafn Kúpíansk. Hann sagði að þar gætu blaðamennirnir séð með eigin augum hverjir stjórnuðu borginni. Dæmi um að sigur Rússa sé ekki óhjákvæmilegur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað gefið til kynna að Úkraínumenn séu að tapa stríðinu og eigi engra annarra kosta völ en að semja við Rússa. Það myndi líklega fela í sér undanhald frá stórum hluta Dónetsk-héraðs, sem Rússar vilja ólmir ná. Það er víggirt hérað sem Rússar hafa lengi reynt að hernema að fullu og hefur sóknin kostað þá verulega. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að sigur þeirra sé óhjákvæmilegur og hefur Trump tekið undir það. Það að Úkraínumönnum hafi tekist að reka Rússa frá Kúpínask, ef það reynist rétt, gæti nýst þeim í yfirstandandi viðræðum. Selenskí getur notað það sem dæmi um að sigur Rússa sé alls ekki óhjákvæmilegur. Forsvarsmenn úkraínska hersins, herforingjar á Vesturlöndum og sérfræðingar sem fylgjast náið með átökunum segja í samtali við Wall Street Journal að þó staða Úkraínumanna sé á mörgum sviðum slæm séu þeir ekki að tapa stríðinu. 🇷🇺#Russia'n advance in 🇺🇦#Ukraine this year 2025 pic.twitter.com/qqtMoMzcgh— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 12, 2025 Helsta vandamál Úkraínumanna er mannekla og hafa þeir reynt að nota dróna til að geta varið víglínuna með færri mönnum, en Rússar eru sagðir hafa náð fram úr Úkraínumönnum þegar kemur að notkun dróna og þá að miklu leyti með aðstoð Kínverja. Eins og fram kemur í grein WSJ segja sérfræðingar að ekki sé útlit fyrir að Rússar séu að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Þeir sæki hægt fram og það kosti þá mikið, þó það kosti Úkraínumenn auðvitað einnig. Einn sérfræðingur hjá hugveitunni Center for strategic and international studies, Seth Jones, segir að erfitt sé að finna dæmi um hægari framsókn en framsókn Rússa í hernaðarsögu síðustu hundrað ára. Víglínan hafi meira að segja færst hraðar í orrustunni um Somme í fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem hermenn lágu í skotgröfum mánuðum saman. Vert er þó að taka fram að í staðbundnum hernaði sem þessum gerist of lítið yfir langt tímabil, þar til önnur hliðin getur ekki lengur haldið slíkum hernaði áfram. Þá getur mikið gerst á skömmum tíma.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. 12. desember 2025 11:10 Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. 12. desember 2025 09:27 Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. 12. desember 2025 06:50 Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. 12. desember 2025 06:50 Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. 11. desember 2025 15:23 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. 12. desember 2025 11:10
Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. 12. desember 2025 09:27
Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. 12. desember 2025 06:50
Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. 12. desember 2025 06:50
Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. 11. desember 2025 15:23