Innlent

Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Vilhelm

Til skoðunar er hjá lögreglunni hvort gangbrautaljós hafi verið græn þegar ekið var á aldraða konu á Suðurlandsbraut í fyrradagsmorgun. Konan er alvarlega slösuð.

Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðspurður að staða gönguljósa við gangbraut þar sem konan varð fyrir bílnum sé eitt af því sem er til rannsóknar hjá lögreglunni. Ekið var á konuna þegar hún var á göngu yfir gangbraut við gönguljósin til móts við Hilton Nordica-hótelið.

Konan er rúmlega áttræð að aldri og er enn þungt haldin að sögn Ásmundar sem segir annars ekki unnt að veita frekari upplýsingar um líðan konunnar.

Ásmundur segir frekari upplýsinga að vænta á morgun.


Tengdar fréttir

Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram

Vitni hafa sett sig í samband við lögreglu vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut um tíuleytið í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Um var að ræða fullorðna konu sem er alvarlega slösuð.

Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram

Vitni hafa sett sig í samband við lögreglu vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut um tíuleytið í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Um var að ræða fullorðna konu sem er alvarlega slösuð.

Komust yfir myndband af slysinu

Atburðarásin vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut í gærmorgun, þar sem ekið var á fullorðna konu, er farin að skýrast. Lögreglan hefur myndband af slysinu til skoðunar og hefur verið rætt við vitni að slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×