Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Árni Sæberg skrifar 5. desember 2025 15:30 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru gagnrýnir í garð innviðaráðherra á þingfundi dagsins. Vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Eyjólfur gekkst við því í gær, í viðtali við Austurfrétt, að hafa ekki lesið alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. Hann sagði að ákvörðun um að velja Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðargöng byggði á faglegum greiningum og verið væri að skapa nýtt atvinnusvæði á Austfjörðum. Þann hluta skýrslunnar sagðist Eyjólfur hafa lesið allan. Kristrún Frostadóttir sagði á þingfundi í gær að samgönguáætlunin væri byggð á faglegu mati, þegar hún barst í tal í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær. Forsendur brostnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar og þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, reið á vaðið og lagði út af orðum Kristrúnar um faglega matið. „Það sem er hins vegar að koma í ljós mjög skýrt núna er að allar forsendur fyrir þessu faglega mati eru brostnar. Ráðherra virðist ekki hafa kynnt sér skýrsluna sem hann vísar til og byggir sitt faglega mat á, auk þess sem skýrsluhöfundar hafa bent á að skilningur ráðherrans sé allt annar heldur en skýrsluhöfunda sjálfra. Í ljósi þessa virðast vera algerlega brostnar forsendur hvað varðar samgönguáætlun,“ sagði hún. Þá beindi hún því til forseta að fá Kristrúnu og Eyjólf til þess að útskýra fyrir þingheimi hvernig þær faglegu forsendur voru fengnar og líka fyrir fólkinu á Austurlandi, þar sem ákvörðun um að fresta Fjarðarheiðargönfum væri engin smá ákvörðun. Réttar upplýsingar en ekki froðusnakk Þorgrímur Sigmundsson, þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, sagði það ljóst að túlkun Eyjólfs á umræddri skýrslu hafi ekki verið rétt, miðað við það sem komið hafi fram hjá höfundum hennar. „Ég beini því til forseta að brýna fyrir ráðherrum og meiri hlutanum, ríkisstjórninni allri, að við fáum réttar upplýsingar en ekki eitthvert froðusnakk til að láta hlutina líta vel út.“ Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, steig í ræðustól og talaði á sömu nótum og Ingibjörg og Þorgrímur. „Það undirstrikar bara það eitt sem við Austfirðingar vissum og nú er búið að staðfesta, að þetta er hrein og bein pólitík og hefur ekkert með fagleg vinnubrögð að gera. Og eftir sitja Austfirðingar með sárt ennið,“ sagði hann. Meti valið heildstætt Eyjólfur tók til máls og sagðist í kynningunni á dögunum hefði verið að tala um skýrslu sem kom út 24. nóvember síðastliðinn. Hann hefði átt gríðarlega góðan fund með skrifstofustjóra samgöngumála í ráðuneyti sínu um skýrslu. „Ég las samantekt skýrslunnar frá bls. 55 og ég skora á allan þingheim að lesa hana.“ Í kafla skýrslunnar um arðsemi, kæmi fram að Fjarðarheiðargöng væru með núvirtan ábata mínus 38 milljarða. Fjarðagöng væru með mínus 23 milljarða ábata. Í skýrslunni væri einnig fjallað um tengingu svæða og til dæmis talað um að Fjarðarheiðargöng og Mjóafjarðargöng væru bylting saman. Í skýrslu frá 2023 frá sama háskóla væru hins vegar sagt að Fjarðagöng yrðu byltingarkennd. Í öðrum kafla skýrslunnar væri fjallað um að vissulega rjúfi Fjarðarheiðargöng vetrareinangrun og svo framvegis. En það breytti því ekki að jarðgangaval væri metið heildstætt „Þegar ég tók við embætti 21. desember síðastliðinn fór ég strax að pæla í samgönguáætlun, höfum það alveg á hreinu. Það eru skýrslur til frá 2019 um Seyðisfjarðargöng sem ég er búinn lesa, og líka skýrsla sem er um jarðgöng á áætlun. Hún er 250 blaðsíður. Ég vona að þingmenn verði búnir að lesa þetta áður en við hefjum umræðu, vonandi í næstu viku, um samgönguáætlun.“ Vill ræða samgönguáætlun á milli umræða um fjárlög Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. „Ríkisstjórnin hlýtur því að vilja kalla þetta mál til baka, endurskoða það og vinna betur. Því væri ekki gagn að því, tel ég, að skýrslan komi hér til umræðu og við lendum í þeirri stöðu að hæstv. ráðherra og ríkisstjórnin fari að verja hana óbreytta gagnvart þinginu þegar hún byggist ekki á réttum forsendum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til að mynda. Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Eyjólfur gekkst við því í gær, í viðtali við Austurfrétt, að hafa ekki lesið alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. Hann sagði að ákvörðun um að velja Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðargöng byggði á faglegum greiningum og verið væri að skapa nýtt atvinnusvæði á Austfjörðum. Þann hluta skýrslunnar sagðist Eyjólfur hafa lesið allan. Kristrún Frostadóttir sagði á þingfundi í gær að samgönguáætlunin væri byggð á faglegu mati, þegar hún barst í tal í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær. Forsendur brostnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar og þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, reið á vaðið og lagði út af orðum Kristrúnar um faglega matið. „Það sem er hins vegar að koma í ljós mjög skýrt núna er að allar forsendur fyrir þessu faglega mati eru brostnar. Ráðherra virðist ekki hafa kynnt sér skýrsluna sem hann vísar til og byggir sitt faglega mat á, auk þess sem skýrsluhöfundar hafa bent á að skilningur ráðherrans sé allt annar heldur en skýrsluhöfunda sjálfra. Í ljósi þessa virðast vera algerlega brostnar forsendur hvað varðar samgönguáætlun,“ sagði hún. Þá beindi hún því til forseta að fá Kristrúnu og Eyjólf til þess að útskýra fyrir þingheimi hvernig þær faglegu forsendur voru fengnar og líka fyrir fólkinu á Austurlandi, þar sem ákvörðun um að fresta Fjarðarheiðargönfum væri engin smá ákvörðun. Réttar upplýsingar en ekki froðusnakk Þorgrímur Sigmundsson, þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, sagði það ljóst að túlkun Eyjólfs á umræddri skýrslu hafi ekki verið rétt, miðað við það sem komið hafi fram hjá höfundum hennar. „Ég beini því til forseta að brýna fyrir ráðherrum og meiri hlutanum, ríkisstjórninni allri, að við fáum réttar upplýsingar en ekki eitthvert froðusnakk til að láta hlutina líta vel út.“ Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, steig í ræðustól og talaði á sömu nótum og Ingibjörg og Þorgrímur. „Það undirstrikar bara það eitt sem við Austfirðingar vissum og nú er búið að staðfesta, að þetta er hrein og bein pólitík og hefur ekkert með fagleg vinnubrögð að gera. Og eftir sitja Austfirðingar með sárt ennið,“ sagði hann. Meti valið heildstætt Eyjólfur tók til máls og sagðist í kynningunni á dögunum hefði verið að tala um skýrslu sem kom út 24. nóvember síðastliðinn. Hann hefði átt gríðarlega góðan fund með skrifstofustjóra samgöngumála í ráðuneyti sínu um skýrslu. „Ég las samantekt skýrslunnar frá bls. 55 og ég skora á allan þingheim að lesa hana.“ Í kafla skýrslunnar um arðsemi, kæmi fram að Fjarðarheiðargöng væru með núvirtan ábata mínus 38 milljarða. Fjarðagöng væru með mínus 23 milljarða ábata. Í skýrslunni væri einnig fjallað um tengingu svæða og til dæmis talað um að Fjarðarheiðargöng og Mjóafjarðargöng væru bylting saman. Í skýrslu frá 2023 frá sama háskóla væru hins vegar sagt að Fjarðagöng yrðu byltingarkennd. Í öðrum kafla skýrslunnar væri fjallað um að vissulega rjúfi Fjarðarheiðargöng vetrareinangrun og svo framvegis. En það breytti því ekki að jarðgangaval væri metið heildstætt „Þegar ég tók við embætti 21. desember síðastliðinn fór ég strax að pæla í samgönguáætlun, höfum það alveg á hreinu. Það eru skýrslur til frá 2019 um Seyðisfjarðargöng sem ég er búinn lesa, og líka skýrsla sem er um jarðgöng á áætlun. Hún er 250 blaðsíður. Ég vona að þingmenn verði búnir að lesa þetta áður en við hefjum umræðu, vonandi í næstu viku, um samgönguáætlun.“ Vill ræða samgönguáætlun á milli umræða um fjárlög Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. „Ríkisstjórnin hlýtur því að vilja kalla þetta mál til baka, endurskoða það og vinna betur. Því væri ekki gagn að því, tel ég, að skýrslan komi hér til umræðu og við lendum í þeirri stöðu að hæstv. ráðherra og ríkisstjórnin fari að verja hana óbreytta gagnvart þinginu þegar hún byggist ekki á réttum forsendum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til að mynda.
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira