Hafi engin afskipti haft af málinu Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 4. desember 2025 18:57 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist ekki leggja til sameiningu einungis sameiningar vegna. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans. Greint var frá því í gær að ákveðið hefði verið að starf Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla yrði auglýst laust til umsóknar. Samkvæmt ráðuneyti menntamála var það vegna breytinga í framhaldsskólakerfinu sem Ársæll og lögmaður hans telja ekki trúlega skýringu. Engin samskipti ráðherranna á milli málsins vegna Ársæll segist telja að málið megi rekja til skómálsins svokallaða og að Inga Sæland félagsmálaráðherra hafi beitt sér í því að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Ég hef aldrei komið að því [máli Ársæls] á neinum tímapunkti. Ég baðst afsökunar fyrir ellefu mánuðum síðan á því að ég var með frumhlaup og hringdi í skólameistarann. Ég hélt að við hefðum í raun sammælst um það,“ sagði Inga í kvöld. Inga sagðist jafnframt ekki hafa verið í neinum samskiptum við Guðmund Inga Kristinsson barna- og menntamálaráðherra varðandi stöðuna, ekki frekar en aðra ráðherra. Lögmaður Ársæls sendi Guðmundi bréf í dag þar sem hann óskaði eftir öllum samskiptum ráðherra á milli varðandi málið, sem og ítarlegri skýringu á ákvörðun ráðherra. Blaðamenn búi til „alls konar farsa“ Berðu einhvern kala til Ársæls? „Nei, alls ekki. Ég skil hann. Hann á bara kærleikskveðjur frá mér. Ég ber engan kala til hans,“ sagði Inga. Skilurðu hvers vegna þetta gæti litið illa út? „Já, þið eruð snillingar blaðamennirnir. Þið getið búið til alls konar farsa. En það eru engin fórnarlömb í þessum hildarleik sem átti sér stað á sínum tíma. Ég er ekki fórnarlamb og skólameistarinn er ekki fórnarlamb heldur er það drengurinn sem hætti í skólanum. Hann er eina fórnarlambið sem varð úr þessu írafári fyrir tæpum ellefu mánuðum síðan. En eins og ég segi baðst ég afsökunar, sagðist hafa verið í frumhlaupi. Ég var meiri amma þá en nýorðinn ráðherra. Ég veit betur og hef lært mína lexíu,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Greint var frá því í gær að ákveðið hefði verið að starf Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla yrði auglýst laust til umsóknar. Samkvæmt ráðuneyti menntamála var það vegna breytinga í framhaldsskólakerfinu sem Ársæll og lögmaður hans telja ekki trúlega skýringu. Engin samskipti ráðherranna á milli málsins vegna Ársæll segist telja að málið megi rekja til skómálsins svokallaða og að Inga Sæland félagsmálaráðherra hafi beitt sér í því að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Ég hef aldrei komið að því [máli Ársæls] á neinum tímapunkti. Ég baðst afsökunar fyrir ellefu mánuðum síðan á því að ég var með frumhlaup og hringdi í skólameistarann. Ég hélt að við hefðum í raun sammælst um það,“ sagði Inga í kvöld. Inga sagðist jafnframt ekki hafa verið í neinum samskiptum við Guðmund Inga Kristinsson barna- og menntamálaráðherra varðandi stöðuna, ekki frekar en aðra ráðherra. Lögmaður Ársæls sendi Guðmundi bréf í dag þar sem hann óskaði eftir öllum samskiptum ráðherra á milli varðandi málið, sem og ítarlegri skýringu á ákvörðun ráðherra. Blaðamenn búi til „alls konar farsa“ Berðu einhvern kala til Ársæls? „Nei, alls ekki. Ég skil hann. Hann á bara kærleikskveðjur frá mér. Ég ber engan kala til hans,“ sagði Inga. Skilurðu hvers vegna þetta gæti litið illa út? „Já, þið eruð snillingar blaðamennirnir. Þið getið búið til alls konar farsa. En það eru engin fórnarlömb í þessum hildarleik sem átti sér stað á sínum tíma. Ég er ekki fórnarlamb og skólameistarinn er ekki fórnarlamb heldur er það drengurinn sem hætti í skólanum. Hann er eina fórnarlambið sem varð úr þessu írafári fyrir tæpum ellefu mánuðum síðan. En eins og ég segi baðst ég afsökunar, sagðist hafa verið í frumhlaupi. Ég var meiri amma þá en nýorðinn ráðherra. Ég veit betur og hef lært mína lexíu,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira