Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. desember 2025 07:32 Ef ég hækka yfirdráttinn minn hef ég meira ráðstöfunarfé um stund – en tekjur mínar hafa ekki hækkað. Skuldadagurinn kemur alltaf. Þá þarf ég að borga lánið til baka og þá lækka ráðstöfunartekjurnar mínar. Þetta er nákvæmlega staðan í Hafnarfirði enn eitt árið. Í vikunni samþykkti meirihluti bæjarstjórnar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2026, þá síðustu á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn hefur í fjögur ár lýst rekstri bæjarins sem ábyrgum og stöðugum. Ég er ósammála. Reksturinn er í raun sá veikasti á öllu höfuðborgarsvæðinu. Rekstur þarf að skila afgangi – ekki lántökum Hver einasti rekstur, hvort sem það er heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, verður að skila nægum afgangi til að standa undir afborgunum af skuldum. Ef afborganir ársins eru 2,5 milljarðar þarf afgangurinn að vera að minnsta kosti 2,5 milljarðar. Annars þarf að taka lán. Mælikvarðinn sem skiptir máli er handbært fé frá rekstri – hvað er eftir þegar búið er að greiða allan reglulegan kostnað af reglulegum tekjum. Þetta er sú tala sem segir hvað reksturinn skilar til afborgana og fjárfestinga. Samtals hefur reksturinn skilað á kjörtímabilnu 670 milljónum í mínus. Það hefur þurft að taka 670 milljónir að láni fyrir launum. Þá eru eftir afborganir lána á kjörtímabilinu: 8,89 milljarðar. Samanlagt hefur þurft að taka 9.5 milljarða króna að láni til að greiða afborganir lána og laun. Þetta er slík upphæð að ég á erfitt með að ná utan um hana. En þetta jafngildir 6,5 milljónum á dag, 272 þúsund krónur á tímann, eða 4.500 krónur á mínútu – alla daga, allan sólarhringinn, allt kjörtímabilið. Glansmynd byggð á hálfsannleika Bæjarstjóri lýsir þessum árangri svona:„Hafnarfjarðarbær hefur byggt upp ábyrgan rekstur sem skilar stöðugleika, fyrirsjáanleika og svigrúmi.“ Ég deili ekki þessari sýn. Ástæðan er einföld: Glansmynd meirihlutans byggir á því að horft er á rekstrarreikning A- og B-hluta þar sem ýmsum tekjum er komið fyrir sem ekki eiga heima í grunnrekstrinum. Tekjur eru blásnar út til að fegra myndina. En sjóðstreymið segir aðra sögu og allt sem segja þarf. Þar sést skýrt að halli grunnrekstrarins hefur verið falinn með peningum sem eiga ekki að fara í reksturinn: lóðasölu og gatnagerðargjöldum. Þetta eru peningar sem eru innheimtir til að standa undir fjárfestingum í innviðum – ekki til að reka skóla, greiða laun eða fjármagna félagsþjónustu. Í raun hefur Hafnarfjörður verið að taka lán hjá framtíðaríbúum bæjarins. Þetta er frestuð skattheimta Að taka lán til að borga af eldri lánum og launum er ekkert annað en frestuð skattheimta. Hún fellur á íbúa bæjarins síðar – sérstaklega þegar verðtryggð lán fara að bíta. Það mun gerast eftir að þeir sem bera ábyrgð á þessari fjármálastjórn eru hættir og þurfa ekki að horfast í augu við afleiðingarnar. Og staðan heldur áfram að versna: Árið 2027 þarf að taka 1,5 milljarða í lán til að brúa rekstrarbilið. Árið 2028 þarf að taka 1,3 milljarða til viðbótar. Það er hægt að snúa þessu við Þrátt fyrir alvarlega stöðu er til lausn og við byrjum á því að hætta að taka lán til að borga lán. Rekstur þarf að byggjast á raunverulegum tekjum og skýrri forgangsröðun. Það er hægt að snúa þessari þróun við, en aðeins með því að horfast í augu við stöðuna eins og hún er – ekki eins og meirihlutinn vill sýna hana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Ef ég hækka yfirdráttinn minn hef ég meira ráðstöfunarfé um stund – en tekjur mínar hafa ekki hækkað. Skuldadagurinn kemur alltaf. Þá þarf ég að borga lánið til baka og þá lækka ráðstöfunartekjurnar mínar. Þetta er nákvæmlega staðan í Hafnarfirði enn eitt árið. Í vikunni samþykkti meirihluti bæjarstjórnar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2026, þá síðustu á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn hefur í fjögur ár lýst rekstri bæjarins sem ábyrgum og stöðugum. Ég er ósammála. Reksturinn er í raun sá veikasti á öllu höfuðborgarsvæðinu. Rekstur þarf að skila afgangi – ekki lántökum Hver einasti rekstur, hvort sem það er heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, verður að skila nægum afgangi til að standa undir afborgunum af skuldum. Ef afborganir ársins eru 2,5 milljarðar þarf afgangurinn að vera að minnsta kosti 2,5 milljarðar. Annars þarf að taka lán. Mælikvarðinn sem skiptir máli er handbært fé frá rekstri – hvað er eftir þegar búið er að greiða allan reglulegan kostnað af reglulegum tekjum. Þetta er sú tala sem segir hvað reksturinn skilar til afborgana og fjárfestinga. Samtals hefur reksturinn skilað á kjörtímabilnu 670 milljónum í mínus. Það hefur þurft að taka 670 milljónir að láni fyrir launum. Þá eru eftir afborganir lána á kjörtímabilinu: 8,89 milljarðar. Samanlagt hefur þurft að taka 9.5 milljarða króna að láni til að greiða afborganir lána og laun. Þetta er slík upphæð að ég á erfitt með að ná utan um hana. En þetta jafngildir 6,5 milljónum á dag, 272 þúsund krónur á tímann, eða 4.500 krónur á mínútu – alla daga, allan sólarhringinn, allt kjörtímabilið. Glansmynd byggð á hálfsannleika Bæjarstjóri lýsir þessum árangri svona:„Hafnarfjarðarbær hefur byggt upp ábyrgan rekstur sem skilar stöðugleika, fyrirsjáanleika og svigrúmi.“ Ég deili ekki þessari sýn. Ástæðan er einföld: Glansmynd meirihlutans byggir á því að horft er á rekstrarreikning A- og B-hluta þar sem ýmsum tekjum er komið fyrir sem ekki eiga heima í grunnrekstrinum. Tekjur eru blásnar út til að fegra myndina. En sjóðstreymið segir aðra sögu og allt sem segja þarf. Þar sést skýrt að halli grunnrekstrarins hefur verið falinn með peningum sem eiga ekki að fara í reksturinn: lóðasölu og gatnagerðargjöldum. Þetta eru peningar sem eru innheimtir til að standa undir fjárfestingum í innviðum – ekki til að reka skóla, greiða laun eða fjármagna félagsþjónustu. Í raun hefur Hafnarfjörður verið að taka lán hjá framtíðaríbúum bæjarins. Þetta er frestuð skattheimta Að taka lán til að borga af eldri lánum og launum er ekkert annað en frestuð skattheimta. Hún fellur á íbúa bæjarins síðar – sérstaklega þegar verðtryggð lán fara að bíta. Það mun gerast eftir að þeir sem bera ábyrgð á þessari fjármálastjórn eru hættir og þurfa ekki að horfast í augu við afleiðingarnar. Og staðan heldur áfram að versna: Árið 2027 þarf að taka 1,5 milljarða í lán til að brúa rekstrarbilið. Árið 2028 þarf að taka 1,3 milljarða til viðbótar. Það er hægt að snúa þessu við Þrátt fyrir alvarlega stöðu er til lausn og við byrjum á því að hætta að taka lán til að borga lán. Rekstur þarf að byggjast á raunverulegum tekjum og skýrri forgangsröðun. Það er hægt að snúa þessari þróun við, en aðeins með því að horfast í augu við stöðuna eins og hún er – ekki eins og meirihlutinn vill sýna hana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun