Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. desember 2025 13:01 ÖBÍ réttindasamtök sendu borgarstjórn Reykjavíkur bréf í síðustu viku og vöktu athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármögnun samþykktra NPA samninga í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar. Með afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn í gær, var þessi ábending hundsuð þrátt fyrir að ÖBÍ hafi gert ítarlega grein fyrir því í bréfinu að borginni væri skylt samkvæmt lögum að fjármagna samþykkta NPA samninga. Sérstaka athygli vekur að í svarbréfi forseta borgarstjórnar, sem barst ÖBÍ réttindasamtökum fyrir helgi, kemur fram að forseti borgarstjórnar sé „sammála ÖBÍ að þjónusta skv. lögum nr. 38/2018 sé lögbundin þjónusta sem sveitarfélögum þessa lands ber að veita“. Þrátt fyrir þetta segir í bréfinu að ekki standi til að fjármagna þjónustuna. Samkvæmt fjárhagsáætluninni sem afgreidd var í gær verður það heldur ekki gert. Liggur þannig fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hefur vísvitandi tekið pólitíska ákvörðun um að neita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir um aðstoð sem það hefur þörf fyrir og á rétt á lögum samkvæmt. Enginn vafi um ábyrgð á fjármögnun Lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr og ótvíræð um það hver ber ábyrgð á að fjármagna kostnað samkvæmt þeim. Í 5. gr. laganna, sem ber heitið „Ábyrgð og samvinna sveitarfélaga“, kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og kostnaði vegna þjónustu samkvæmt lögunum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Í 38. gr. laganna, sem ber heitið „Fjármögnun“, segir síðan orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Þessari fjárhagslegu ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var ekki smyglað inn bakdyramegin eða lögfest án samráðs – eins og halda mætti miðað við málflutning margra fulltrúa sveitarfélaganna – heldur var samið um þessa ábyrgð milli ríkis og sveitarfélaga og þeir samningar lagðir til grundvallar við setningu laga nr. 38/2018 eins og nánar er farið yfir í fyrri grein höfundar. Sveitarfélögin eru því þegar búin að semja um fjárhagslega ábyrgð sína á málaflokknum og hafa fengið til sín tekjustofna vegna þess. Ábyrgð þeirra á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er þannig algjörlega skýr og ótvíræð. Mannréttindi fatlaðs fólks ekki háð geðþótta valdhafa Kjarni mannréttinda er vernd gegn geðþótta valdhafa. Alþingi hefur, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú hefur verið lögfestur, kveðið með lögum á um rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Þessa aðstoð hefur Alþingi falið sveitarfélögum að veita og fjármagna. Lögbundnar skyldur sveitarfélaga í þessum efnum eru ekki valkvæðar eða háðar pólitískri afstöðu meirihluta sveitarstjórnar hverju sinni. Þetta eru lagaskyldur og mannréttindi sem hafa ekkert með pólitík að gera. Pólitísk ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að fjármagna ekki þá NPA-samninga sem þegar hafa verið samþykktir er að mati ÖBÍ réttindasamtaka ólögleg og felur í sér skýrt brot gegn mannréttindum hlutaðeigandi einstaklinga. Hið sama gildir um sambærilegar ákvarðanir í öðrum sveitarfélögum. Ljóst er að ÖBÍ réttindasamtök munu ekki sitja aðgerðalaus hjá meðan brotin eru mannréttindi á fötluðum einstaklingum með þessum hætti. Neiti sveitarfélög að virða lögbundin réttindi fatlaðs fólks munu samtökin leita viðeigandi leiða til að knýja þau fram. Hvað ætlar ráðherra að gera? Félags- og húsnæðisráðherra hefur lögbundið eftirlit með því að sveitarfélögin standi við skyldur sínar gagnvart fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 38/2018. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherra bréf þar sem óskað er upplýsinga um viðbrögð ráðuneytisins við áformum Reykjavíkurborgar um þau brot gegn réttindum fatlaðs fólks sem nú hafa raungerst. Í bréfinu er athygli ráðherra vakin á því að ef nýafstaðin lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna ætti að vera annað en orðin tóm yrði að gera þá kröfu að ráðherra rækti lögbundið eftirlitshlutverk sitt gagnvart sveitarfélögunum með virkum hætti. Þessu bréfi ekki verið svarað og engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við fréttum undanfarinna daga af alvarlegum brotum sveitarfélaganna gegn mannréttindum hóps fatlaðs fólks. ÖBÍ réttindasamtök bíða nú svara ráðherra með eftirvæntingu. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök sendu borgarstjórn Reykjavíkur bréf í síðustu viku og vöktu athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármögnun samþykktra NPA samninga í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar. Með afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn í gær, var þessi ábending hundsuð þrátt fyrir að ÖBÍ hafi gert ítarlega grein fyrir því í bréfinu að borginni væri skylt samkvæmt lögum að fjármagna samþykkta NPA samninga. Sérstaka athygli vekur að í svarbréfi forseta borgarstjórnar, sem barst ÖBÍ réttindasamtökum fyrir helgi, kemur fram að forseti borgarstjórnar sé „sammála ÖBÍ að þjónusta skv. lögum nr. 38/2018 sé lögbundin þjónusta sem sveitarfélögum þessa lands ber að veita“. Þrátt fyrir þetta segir í bréfinu að ekki standi til að fjármagna þjónustuna. Samkvæmt fjárhagsáætluninni sem afgreidd var í gær verður það heldur ekki gert. Liggur þannig fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hefur vísvitandi tekið pólitíska ákvörðun um að neita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir um aðstoð sem það hefur þörf fyrir og á rétt á lögum samkvæmt. Enginn vafi um ábyrgð á fjármögnun Lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr og ótvíræð um það hver ber ábyrgð á að fjármagna kostnað samkvæmt þeim. Í 5. gr. laganna, sem ber heitið „Ábyrgð og samvinna sveitarfélaga“, kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og kostnaði vegna þjónustu samkvæmt lögunum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Í 38. gr. laganna, sem ber heitið „Fjármögnun“, segir síðan orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Þessari fjárhagslegu ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var ekki smyglað inn bakdyramegin eða lögfest án samráðs – eins og halda mætti miðað við málflutning margra fulltrúa sveitarfélaganna – heldur var samið um þessa ábyrgð milli ríkis og sveitarfélaga og þeir samningar lagðir til grundvallar við setningu laga nr. 38/2018 eins og nánar er farið yfir í fyrri grein höfundar. Sveitarfélögin eru því þegar búin að semja um fjárhagslega ábyrgð sína á málaflokknum og hafa fengið til sín tekjustofna vegna þess. Ábyrgð þeirra á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er þannig algjörlega skýr og ótvíræð. Mannréttindi fatlaðs fólks ekki háð geðþótta valdhafa Kjarni mannréttinda er vernd gegn geðþótta valdhafa. Alþingi hefur, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú hefur verið lögfestur, kveðið með lögum á um rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Þessa aðstoð hefur Alþingi falið sveitarfélögum að veita og fjármagna. Lögbundnar skyldur sveitarfélaga í þessum efnum eru ekki valkvæðar eða háðar pólitískri afstöðu meirihluta sveitarstjórnar hverju sinni. Þetta eru lagaskyldur og mannréttindi sem hafa ekkert með pólitík að gera. Pólitísk ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að fjármagna ekki þá NPA-samninga sem þegar hafa verið samþykktir er að mati ÖBÍ réttindasamtaka ólögleg og felur í sér skýrt brot gegn mannréttindum hlutaðeigandi einstaklinga. Hið sama gildir um sambærilegar ákvarðanir í öðrum sveitarfélögum. Ljóst er að ÖBÍ réttindasamtök munu ekki sitja aðgerðalaus hjá meðan brotin eru mannréttindi á fötluðum einstaklingum með þessum hætti. Neiti sveitarfélög að virða lögbundin réttindi fatlaðs fólks munu samtökin leita viðeigandi leiða til að knýja þau fram. Hvað ætlar ráðherra að gera? Félags- og húsnæðisráðherra hefur lögbundið eftirlit með því að sveitarfélögin standi við skyldur sínar gagnvart fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 38/2018. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherra bréf þar sem óskað er upplýsinga um viðbrögð ráðuneytisins við áformum Reykjavíkurborgar um þau brot gegn réttindum fatlaðs fólks sem nú hafa raungerst. Í bréfinu er athygli ráðherra vakin á því að ef nýafstaðin lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna ætti að vera annað en orðin tóm yrði að gera þá kröfu að ráðherra rækti lögbundið eftirlitshlutverk sitt gagnvart sveitarfélögunum með virkum hætti. Þessu bréfi ekki verið svarað og engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við fréttum undanfarinna daga af alvarlegum brotum sveitarfélaganna gegn mannréttindum hóps fatlaðs fólks. ÖBÍ réttindasamtök bíða nú svara ráðherra með eftirvæntingu. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun