Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar 4. desember 2025 12:33 Mikið er nú rætt um erfðafjárskatt. Ástæðan er sú að stjórnarandstaðan á Alþingi hefur haldið fram þeirri röngu staðhæfingu að erfðafjárskattur hafi verið stórhækkaður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það er alrangt. Þar er að finna tillögu sem hefur fyrst og síðast áhrif á bændur en hefur engin áhrif á væntar tekjur af þessum skatti á næsta ári, er til skoðunar í nefnd og engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort verði innleidd í lög. Raunveruleikinn er sá að framkvæmt var endurmat á mögulegum tekjum vegna erfðafjárskatts sem leiddi til þess að nú er áætlað að hann verði jafnhár á næsta ári og hann var í ár. Það er gert vegna þess að tekjur af erfðafjárskatti hafa verið vanmetnar á síðustu árum og því var búið til nýtt módel sem er ætlað að ná betur um þá miklu aukningu sem orðið hefur á fyrirframgreiðslu arfs á síðustu árum. Skatturinn, sem hefur verið tíu prósent í á annan áratug, mun samt sem áður skila hlutfallslega lægri tekjum á næsta ári en þessu. Að kalla það skattahækkun er fullkomin firra. Með sömu rökum hækkaði síðasta ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt um sex milljarða króna milli áranna 2023 og 2024 vegna þess að sá skattur skilaði því í meiri tekjur á síðara árinu. Samt var fjármagnstekjuskattur 22 prósent bæði árin. Annaðhvort eru þeir stjórnarandstæðingar sem hafa tekið þátt í þessu leikriti að tala gegn betri vitund, eða þeir vita ekki betur. Það er erfitt að átta sig á hvort sé verra. Sumir Íslendingar eru sífellt að verða ríkari Ástæðan fyrir því að tekjur ríkissjóðs vegna erfðafjárskatts hafa aukist á síðustu árum er einföld. Íslendingar eru sífellt að verða fleiri, sumir hópar að verða ríkari og tilfærsla eigna milli kynslóða er því orðin mun umfangsmeiri en hún var áður. Eigið fé landsmanna var til að mynda næstum tíu þúsund milljarðar króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Það óx um 593 milljarða króna á árinu 2024 einu saman. Á árunum 2022 og 2023, sem voru algjör metár vegna ýmissa örvunaraðgerða síðustu ríkisstjórnar sem juku virði hlutabréfa og fasteigna sérstaklega, jókst hann samanlagt um næstum þrjú þúsund milljarða króna. Þetta afar jákvæð þróun. Það er gott að við eigum meira. Kakan er að stækka. Í tíð síðustu ríkisstjórnar, sem lagði áherslu á að lækka skattbyrði þeirra sem mest áttu en jók skattbyrði annarra hópa, safnaðist auðurinn hins vegar mest saman hjá allra efsta laginu. Að sá hópur fengi stærri sneið að kökunni. Efnaðasta 0,1 prósent landsmanna, sirka 276 fjölskyldur, áttu þannig 391 milljarð króna í eigin fé um síðustu áramót. Þessi hópur skuldar lítið sem ekkert. Eiginfjárhlutfall hans af eignum er um 98 prósent. Í tíð síðustu ríkisstjórnar nánast tvöfaldaðist eigið fé þessa hóps og 3,5 prósent af öllum nýjum auð sem varð til á tímabilinu 2017 til 2024 fór til hans. Á mannamáli urðu þeir efnuðustu mun efnaðri. Það er svo viðurkennd staðreynd að þessi auður er vanmetinn. Fyrir liggur að sumar fjölskyldur á Íslandi eru, eftir öðrum mælikvörðum en þeim sem Skatturinn styðst við, metnar á tugi ef ekki hundruð milljarða króna. Rispuð plata úr kosningunum sett aftur á fóninn Erfðafjárskattur er lagður á eignir þegar þær eru færðar á milli kynslóða, ekki á vinnu fólks eða hugvit. Ekkert er þó borgað af fyrstu tæpu 6,5 milljónunum sem erfast og þau skattfrelsismörk eru verðbólgutengd. Þeir sem erfa hóflegar upphæðir undir því marki borga því ekki neitt í erfðafjárskatt. Fyrir síðustu kosningar reyndu tveir flokkar úr harða hægrinu að selja lækkun á þessum skatti, sem óhjákvæmilega gagnast að langmestu leyti þeim sem eiga mest, sem bráðnauðsynlega aðgerð. Sjálfstæðisflokkurinn vildi helminga erfðafjárskatt og rúmlega þrefalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Miðflokkurinn vildi ganga enn lengra og afnema erfðafjárskatt með öllu. Blessunarlega komust hvorugir þessara flokka til valda og þess í stað urðu hrein stjórnarskipti í landinu. En á síðustu dögum hafa þeir sett þessa lélegu og rispuðu plötu aftur á pólitíska plötuspilarann. Blasir við fyrir hverja harða hægrið er að vinna Eðli málsins samkvæmt þá borga nefnilega þeir sem erfa mestu eignirnar mest í erfðafjárskatt. Árið 2022 greiddi til að mynda sú tíund landsmanna sem á mestar eignir um 64 prósent af öllum arfi sem var skattlagður á því ári. Næstum tvær af hverjum þremur krónum sem skila sér í ríkissjóð vegna þessarar skattlagningar eru því greiddar af niðjum þessara tíu prósent landsmanna. Það þýðir líka að þeir sem eiga mest erfa mest. Ef fallist hefði verið á ýktari útgáfu loforða hægrisins úr síðustu kosningum þá myndi það skipta litlu máli fyrir flesta. Sá sem erfir tíu milljónir króna myndi þá fá 350 þúsund krónur meira í sinn hlut. Sá sem erfir tíu milljarða myndi hins vegar spara sér um milljarð króna. Það verður varla skýrara fyrir hvern Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur eru að uppistöðu að vinna en sést í þessu dæmi. Fyrirframgreiddur arfur til að koma þaki yfir höfuðið Þessi mynd teiknast mjög skýrt upp þegar rauntölur eru skoðaðar. Í fyrra voru greiddir út 14,7 milljarðar króna í erfðafjárskatt af arfi sem var 151,7 milljarðar króna. Það er met og frá árinu 2021 hefur stofn greidds arfs hækkað um 74 prósent. Ef miðað er við að þau tíu prósent landsmanna sem eigi mest erfi ættingja sína að 64 prósent upphæðarinnar, líkt og var árið 2022, þá nemur sú upphæð 97 milljörðum króna. Allir hinir, 90 prósent landsmanna, erfðu ættingja sína að 54,7 milljörðum króna. Umfang fyrirframgreidds arfs hefur aukist gríðarlega síðustu fimm ár. Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tvo þætti aðallega eiga þátt í þeirri hækkun. „Annars vegar hafa fáir einstaklingar fært miklar eignir á milli kynslóða með fyrirframgreiddum arfi á þessu tímabili og því er vægi stórra einskiptisliða mikið. Hins vegar eru vísbendingar um að foreldrar séu í auknum mæli að styðja börnin sín á fasteignamarkaði með greiðslu fyrirframgreidds arfs.“ Nú vita allir sem vilja vita að þröskuldurinn inn á íbúðamarkað hefur hækkað mikið. Fyrir þá sem þurfa að takast á við hann án stuðnings foreldra eða annarra velgjörðarmanna stækkaði múrinn sem þarf að klífa skarpt í tíð síðustu ríkisstjórnar. Og fyrir marga hefur hann orðið óyfirstíganlegur að stærð. Fyrir þá sem eiga foreldra eða aðra ættingja sem nutu til að mynda verulega góðs af þeim aðgerðum sem gripið var til á faraldurstímum sem ýttu upp eignaverði og stórjuku sparnað, eða unnu í stærsta íslenska lottóinu og komust inn á markaðinn á réttum tíma, þá er þetta hins vegar ekki fyrirstaða. Kúgun verðleikanna Þegar allt er talið saman byggir pólitík harða hægrisins á því að verðleikar landsmanna eigi að mælast í hversu miklar eignir þeir eiga. Því meiri sem eignirnar eru, því verðugri eru viðkomandi að þeirra mati. Og öll pólitík hægrisins miðar að því að auka möguleika þessa þrönga hóps til að eignast meira. Allt miðar þetta við þá hugmynd að þeir sem njóti velgengni líti svo á að það sé þeim sjálfum að þakka að þeim vegni vel, ekki kerfi sem umbuni þeim umfram aðra. Að sama skapi sé þeim sem vegni illa sjálfum um að kenna um eigin afdrif. Tilviljanir, heppni, hvar viðkomandi fæddist og á hvaða tímabili hæfileikar hans geta gagnast eru ekki teknar inn í dæmið. Þetta birtist tært í afstöðu þeirra til erfðafjárskatts. Allar þeirra tillögur miða að því að þeir sem erfa þá sem eiga mest eigi skilið að fá þær eignir án skattlagningar, og um leið er grafið undan getu velferðarkerfisins til að bæta lífsgæði þeirra sem þurfa virkilega á því að halda. Allt byggir þetta á þeirri hugmynd að það skipti meira máli hverra manna þú ert en hvað þú getur þegar kemur að tækifærum til þess að lifa mannsæmandi lífi. Blessunarlega eru við völd fólk sem hefur aðra nálgun á verðleika. Ríkisstjórn sem vinnur fyrir alla, ekki bara suma. Ríkisstjórn sem vill sameina en ekki sunda. Ríkisstjórn sem trúir á að það sé til eitthvað sem heitir samfélag og samtrygging og hafnar þeirri hugmynd að við séum einhvers konar regnhlífasamtök einstaklinga og fjölskyldna sem berjist um brauðmolana sem ráðandi öfl láta falla af borðinu hjá sér. Ríkisstjórn sem styður fyrir vikið við þá sem þurfa á því að halda í stað þess að vinna fyrst og síðast fyrir hina sem eiga þegar nóg og þurfa enga aðstoð. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Mikið er nú rætt um erfðafjárskatt. Ástæðan er sú að stjórnarandstaðan á Alþingi hefur haldið fram þeirri röngu staðhæfingu að erfðafjárskattur hafi verið stórhækkaður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það er alrangt. Þar er að finna tillögu sem hefur fyrst og síðast áhrif á bændur en hefur engin áhrif á væntar tekjur af þessum skatti á næsta ári, er til skoðunar í nefnd og engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort verði innleidd í lög. Raunveruleikinn er sá að framkvæmt var endurmat á mögulegum tekjum vegna erfðafjárskatts sem leiddi til þess að nú er áætlað að hann verði jafnhár á næsta ári og hann var í ár. Það er gert vegna þess að tekjur af erfðafjárskatti hafa verið vanmetnar á síðustu árum og því var búið til nýtt módel sem er ætlað að ná betur um þá miklu aukningu sem orðið hefur á fyrirframgreiðslu arfs á síðustu árum. Skatturinn, sem hefur verið tíu prósent í á annan áratug, mun samt sem áður skila hlutfallslega lægri tekjum á næsta ári en þessu. Að kalla það skattahækkun er fullkomin firra. Með sömu rökum hækkaði síðasta ríkisstjórn fjármagnstekjuskatt um sex milljarða króna milli áranna 2023 og 2024 vegna þess að sá skattur skilaði því í meiri tekjur á síðara árinu. Samt var fjármagnstekjuskattur 22 prósent bæði árin. Annaðhvort eru þeir stjórnarandstæðingar sem hafa tekið þátt í þessu leikriti að tala gegn betri vitund, eða þeir vita ekki betur. Það er erfitt að átta sig á hvort sé verra. Sumir Íslendingar eru sífellt að verða ríkari Ástæðan fyrir því að tekjur ríkissjóðs vegna erfðafjárskatts hafa aukist á síðustu árum er einföld. Íslendingar eru sífellt að verða fleiri, sumir hópar að verða ríkari og tilfærsla eigna milli kynslóða er því orðin mun umfangsmeiri en hún var áður. Eigið fé landsmanna var til að mynda næstum tíu þúsund milljarðar króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Það óx um 593 milljarða króna á árinu 2024 einu saman. Á árunum 2022 og 2023, sem voru algjör metár vegna ýmissa örvunaraðgerða síðustu ríkisstjórnar sem juku virði hlutabréfa og fasteigna sérstaklega, jókst hann samanlagt um næstum þrjú þúsund milljarða króna. Þetta afar jákvæð þróun. Það er gott að við eigum meira. Kakan er að stækka. Í tíð síðustu ríkisstjórnar, sem lagði áherslu á að lækka skattbyrði þeirra sem mest áttu en jók skattbyrði annarra hópa, safnaðist auðurinn hins vegar mest saman hjá allra efsta laginu. Að sá hópur fengi stærri sneið að kökunni. Efnaðasta 0,1 prósent landsmanna, sirka 276 fjölskyldur, áttu þannig 391 milljarð króna í eigin fé um síðustu áramót. Þessi hópur skuldar lítið sem ekkert. Eiginfjárhlutfall hans af eignum er um 98 prósent. Í tíð síðustu ríkisstjórnar nánast tvöfaldaðist eigið fé þessa hóps og 3,5 prósent af öllum nýjum auð sem varð til á tímabilinu 2017 til 2024 fór til hans. Á mannamáli urðu þeir efnuðustu mun efnaðri. Það er svo viðurkennd staðreynd að þessi auður er vanmetinn. Fyrir liggur að sumar fjölskyldur á Íslandi eru, eftir öðrum mælikvörðum en þeim sem Skatturinn styðst við, metnar á tugi ef ekki hundruð milljarða króna. Rispuð plata úr kosningunum sett aftur á fóninn Erfðafjárskattur er lagður á eignir þegar þær eru færðar á milli kynslóða, ekki á vinnu fólks eða hugvit. Ekkert er þó borgað af fyrstu tæpu 6,5 milljónunum sem erfast og þau skattfrelsismörk eru verðbólgutengd. Þeir sem erfa hóflegar upphæðir undir því marki borga því ekki neitt í erfðafjárskatt. Fyrir síðustu kosningar reyndu tveir flokkar úr harða hægrinu að selja lækkun á þessum skatti, sem óhjákvæmilega gagnast að langmestu leyti þeim sem eiga mest, sem bráðnauðsynlega aðgerð. Sjálfstæðisflokkurinn vildi helminga erfðafjárskatt og rúmlega þrefalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Miðflokkurinn vildi ganga enn lengra og afnema erfðafjárskatt með öllu. Blessunarlega komust hvorugir þessara flokka til valda og þess í stað urðu hrein stjórnarskipti í landinu. En á síðustu dögum hafa þeir sett þessa lélegu og rispuðu plötu aftur á pólitíska plötuspilarann. Blasir við fyrir hverja harða hægrið er að vinna Eðli málsins samkvæmt þá borga nefnilega þeir sem erfa mestu eignirnar mest í erfðafjárskatt. Árið 2022 greiddi til að mynda sú tíund landsmanna sem á mestar eignir um 64 prósent af öllum arfi sem var skattlagður á því ári. Næstum tvær af hverjum þremur krónum sem skila sér í ríkissjóð vegna þessarar skattlagningar eru því greiddar af niðjum þessara tíu prósent landsmanna. Það þýðir líka að þeir sem eiga mest erfa mest. Ef fallist hefði verið á ýktari útgáfu loforða hægrisins úr síðustu kosningum þá myndi það skipta litlu máli fyrir flesta. Sá sem erfir tíu milljónir króna myndi þá fá 350 þúsund krónur meira í sinn hlut. Sá sem erfir tíu milljarða myndi hins vegar spara sér um milljarð króna. Það verður varla skýrara fyrir hvern Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur eru að uppistöðu að vinna en sést í þessu dæmi. Fyrirframgreiddur arfur til að koma þaki yfir höfuðið Þessi mynd teiknast mjög skýrt upp þegar rauntölur eru skoðaðar. Í fyrra voru greiddir út 14,7 milljarðar króna í erfðafjárskatt af arfi sem var 151,7 milljarðar króna. Það er met og frá árinu 2021 hefur stofn greidds arfs hækkað um 74 prósent. Ef miðað er við að þau tíu prósent landsmanna sem eigi mest erfi ættingja sína að 64 prósent upphæðarinnar, líkt og var árið 2022, þá nemur sú upphæð 97 milljörðum króna. Allir hinir, 90 prósent landsmanna, erfðu ættingja sína að 54,7 milljörðum króna. Umfang fyrirframgreidds arfs hefur aukist gríðarlega síðustu fimm ár. Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tvo þætti aðallega eiga þátt í þeirri hækkun. „Annars vegar hafa fáir einstaklingar fært miklar eignir á milli kynslóða með fyrirframgreiddum arfi á þessu tímabili og því er vægi stórra einskiptisliða mikið. Hins vegar eru vísbendingar um að foreldrar séu í auknum mæli að styðja börnin sín á fasteignamarkaði með greiðslu fyrirframgreidds arfs.“ Nú vita allir sem vilja vita að þröskuldurinn inn á íbúðamarkað hefur hækkað mikið. Fyrir þá sem þurfa að takast á við hann án stuðnings foreldra eða annarra velgjörðarmanna stækkaði múrinn sem þarf að klífa skarpt í tíð síðustu ríkisstjórnar. Og fyrir marga hefur hann orðið óyfirstíganlegur að stærð. Fyrir þá sem eiga foreldra eða aðra ættingja sem nutu til að mynda verulega góðs af þeim aðgerðum sem gripið var til á faraldurstímum sem ýttu upp eignaverði og stórjuku sparnað, eða unnu í stærsta íslenska lottóinu og komust inn á markaðinn á réttum tíma, þá er þetta hins vegar ekki fyrirstaða. Kúgun verðleikanna Þegar allt er talið saman byggir pólitík harða hægrisins á því að verðleikar landsmanna eigi að mælast í hversu miklar eignir þeir eiga. Því meiri sem eignirnar eru, því verðugri eru viðkomandi að þeirra mati. Og öll pólitík hægrisins miðar að því að auka möguleika þessa þrönga hóps til að eignast meira. Allt miðar þetta við þá hugmynd að þeir sem njóti velgengni líti svo á að það sé þeim sjálfum að þakka að þeim vegni vel, ekki kerfi sem umbuni þeim umfram aðra. Að sama skapi sé þeim sem vegni illa sjálfum um að kenna um eigin afdrif. Tilviljanir, heppni, hvar viðkomandi fæddist og á hvaða tímabili hæfileikar hans geta gagnast eru ekki teknar inn í dæmið. Þetta birtist tært í afstöðu þeirra til erfðafjárskatts. Allar þeirra tillögur miða að því að þeir sem erfa þá sem eiga mest eigi skilið að fá þær eignir án skattlagningar, og um leið er grafið undan getu velferðarkerfisins til að bæta lífsgæði þeirra sem þurfa virkilega á því að halda. Allt byggir þetta á þeirri hugmynd að það skipti meira máli hverra manna þú ert en hvað þú getur þegar kemur að tækifærum til þess að lifa mannsæmandi lífi. Blessunarlega eru við völd fólk sem hefur aðra nálgun á verðleika. Ríkisstjórn sem vinnur fyrir alla, ekki bara suma. Ríkisstjórn sem vill sameina en ekki sunda. Ríkisstjórn sem trúir á að það sé til eitthvað sem heitir samfélag og samtrygging og hafnar þeirri hugmynd að við séum einhvers konar regnhlífasamtök einstaklinga og fjölskyldna sem berjist um brauðmolana sem ráðandi öfl láta falla af borðinu hjá sér. Ríkisstjórn sem styður fyrir vikið við þá sem þurfa á því að halda í stað þess að vinna fyrst og síðast fyrir hina sem eiga þegar nóg og þurfa enga aðstoð. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun