„Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. desember 2025 08:02 Lítill tími gefst til hvíldar á heimsmeistaramótinu í handbolta. vísir Stelpurnar okkar standa ekki bara í ströngu á HM í handbolta þessa dagana heldur eru þær margar í miðjum lokaprófum líka. Þessu vilja þær og landsliðsþjálfarinn breyta. Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira