Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 4. desember 2025 07:16 Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Sem varaþingmaður hef ég í fyrsta sinn fengið tækifæri til að taka þátt í fjárlagagerðinni innan þingsins. Ég viðurkenni að áður hafði ég aldrei almennilega skilið hvernig þetta ferli virkar. En nú sé ég hversu mikilvægt það er, og hvernig nefndirnar eru í raun hjarta Alþingis þegar þarf að vanda til verka með almannafé. Ráðherrar leggja fram frumvörpin, en það eru þingnefndir sem fara yfir þau, kalla til hagsmunaaðila, meta umsagnir og koma með vel rökstuddar breytingartillögur. Nefndirnar sjá gjarnan hluti sem ekki sjást í fyrstu og færa umræðuna nær raunveruleikanum, nær þeim sem þjónustunnar njóta og þeim sem veita hana. Það hefur verið ómetanlegt að fá að sjá þetta starf innan frá. Mig langar sérstaklega að vekja athygli á nokkrum breytingum sem fjárlaganefnd lagði til í meðförum sínum og hvernig þær skipta máli fyrir ólíka samfélagshópa. 2 milljarðar í öryggisúrræði Við loksins tökum utan um málefni sem oft hafa verið í skugganum: öryggisúrræði fyrir einstaklinga sem bæði þurfa vernd og geta skapað hættu. Það hefur lengi verið ljóst að kerfið okkar hefur ekki brugðist nægilega vel við þessum málum hvorki fyrir einstaklingana sjálfa né samfélagið. Nú liggur fyrir skýr vilji stjórnvalda til að leita lausna sem bæði horfa á einstaklingana og tryggja öryggi almennings. 400 milljónir til sóknaráætlana Lagt er til tímabundið 400 milljóna framlag til sóknaráætlana landshluta. Þannig er lagt til að landshlutarnir sjálfir taki við hinum smærri beiðnum um styrki – í stað þess að fjárlaganefnd afgreiði þau. Þetta er skynsamlegt. Verkefni sem snúa að nærumhverfi eiga að vera metin í héraði, af þeim sem þekkja þörfina best. Þá er einnig mikilvægt að reglur ráðuneyta og stýrihóps sóknaráætlana útiloki ekki borgarsvæði frá styrkjum, líkt og dæmi eru um. 254 milljónir í íslenskukennslu fyrir útlendinga Þetta er tímabundið framlag sem mun nýtast bæði atvinnulífinu og samfélaginu í heild og í fullu samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar enda er fjárfesting í tungumálanámi fjárfesting í samfélagslegri samheldni. 1.057 milljónir í endurbætur á húsnæði Stuðla Það skiptir öllu máli að við klárum að endurbyggja Stuðla til að tryggja starfið þar, bæta aðstæður starfsfólks og koma betur til móts við þann hóp sem þangað kemur. 700 milljónir í endurhæfingarmál Nefndin leggur til 700 milljóna króna framlag til endurhæfingar. Fjármunir er ekki eyrnamerktir tilteknu félagi heldur settir í hendur ráðuneyta til að semja við þá aðila sem veita þjónustuna. Þar má nefna Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (æfingastöð SLF), Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin, Reykjalund og fleiri. Þetta er mun ábyrgari nálgun en að nefndin úthluti fjármunum beint. Þjónusta á að byggja á faglegum samningum, ekki pólitískum geðþótta. Þannig tryggjum við bæði gæði og ábyrga nýtingu almannafjár. 120 milljónir til félagasamtaka Lagt er til tímabundið 120 milljóna framlag til Samtaka um kvennaathvarf, Einhverfusamtakanna, Landssamtakanna Þroskahjálpar og málefna þolendamiðstöðva. Þessi samtök vinna ómetanlegt starf oft undir miklu álagi og með takmörkuð fjárráð. Ég myndi vilja að við tækjum enn stærri skref í næstu fjárlögum í því að festa betur í sessi fjárframlög til félagasamtak til lengri tíma. En mikilvægt að þetta sé tryggt innan fjárlaga ársins 2026. Breytingar sem verða til góða Þetta er ekki tæmandi listi yfir breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar er margt fleira sem áhugavert er að kynna sér. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að kynnast þessari hlið fjárlagagerðar. Ég sé nú betur en áður hversu mikilvægt það er að hlusta á hagsmunaaðila, taka umsagnir alvarlega og vinna faglega úr þeim. Fjárlög eru ekki bara töflur og tölur, þau eru líka þjónusta og fólk. Fjárlaganefnd hefur skilað frábæru starfi og komið inn með mikilvægar breytingar sem munu verða til góða fyrir almenning í landinu. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Sem varaþingmaður hef ég í fyrsta sinn fengið tækifæri til að taka þátt í fjárlagagerðinni innan þingsins. Ég viðurkenni að áður hafði ég aldrei almennilega skilið hvernig þetta ferli virkar. En nú sé ég hversu mikilvægt það er, og hvernig nefndirnar eru í raun hjarta Alþingis þegar þarf að vanda til verka með almannafé. Ráðherrar leggja fram frumvörpin, en það eru þingnefndir sem fara yfir þau, kalla til hagsmunaaðila, meta umsagnir og koma með vel rökstuddar breytingartillögur. Nefndirnar sjá gjarnan hluti sem ekki sjást í fyrstu og færa umræðuna nær raunveruleikanum, nær þeim sem þjónustunnar njóta og þeim sem veita hana. Það hefur verið ómetanlegt að fá að sjá þetta starf innan frá. Mig langar sérstaklega að vekja athygli á nokkrum breytingum sem fjárlaganefnd lagði til í meðförum sínum og hvernig þær skipta máli fyrir ólíka samfélagshópa. 2 milljarðar í öryggisúrræði Við loksins tökum utan um málefni sem oft hafa verið í skugganum: öryggisúrræði fyrir einstaklinga sem bæði þurfa vernd og geta skapað hættu. Það hefur lengi verið ljóst að kerfið okkar hefur ekki brugðist nægilega vel við þessum málum hvorki fyrir einstaklingana sjálfa né samfélagið. Nú liggur fyrir skýr vilji stjórnvalda til að leita lausna sem bæði horfa á einstaklingana og tryggja öryggi almennings. 400 milljónir til sóknaráætlana Lagt er til tímabundið 400 milljóna framlag til sóknaráætlana landshluta. Þannig er lagt til að landshlutarnir sjálfir taki við hinum smærri beiðnum um styrki – í stað þess að fjárlaganefnd afgreiði þau. Þetta er skynsamlegt. Verkefni sem snúa að nærumhverfi eiga að vera metin í héraði, af þeim sem þekkja þörfina best. Þá er einnig mikilvægt að reglur ráðuneyta og stýrihóps sóknaráætlana útiloki ekki borgarsvæði frá styrkjum, líkt og dæmi eru um. 254 milljónir í íslenskukennslu fyrir útlendinga Þetta er tímabundið framlag sem mun nýtast bæði atvinnulífinu og samfélaginu í heild og í fullu samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar enda er fjárfesting í tungumálanámi fjárfesting í samfélagslegri samheldni. 1.057 milljónir í endurbætur á húsnæði Stuðla Það skiptir öllu máli að við klárum að endurbyggja Stuðla til að tryggja starfið þar, bæta aðstæður starfsfólks og koma betur til móts við þann hóp sem þangað kemur. 700 milljónir í endurhæfingarmál Nefndin leggur til 700 milljóna króna framlag til endurhæfingar. Fjármunir er ekki eyrnamerktir tilteknu félagi heldur settir í hendur ráðuneyta til að semja við þá aðila sem veita þjónustuna. Þar má nefna Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (æfingastöð SLF), Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin, Reykjalund og fleiri. Þetta er mun ábyrgari nálgun en að nefndin úthluti fjármunum beint. Þjónusta á að byggja á faglegum samningum, ekki pólitískum geðþótta. Þannig tryggjum við bæði gæði og ábyrga nýtingu almannafjár. 120 milljónir til félagasamtaka Lagt er til tímabundið 120 milljóna framlag til Samtaka um kvennaathvarf, Einhverfusamtakanna, Landssamtakanna Þroskahjálpar og málefna þolendamiðstöðva. Þessi samtök vinna ómetanlegt starf oft undir miklu álagi og með takmörkuð fjárráð. Ég myndi vilja að við tækjum enn stærri skref í næstu fjárlögum í því að festa betur í sessi fjárframlög til félagasamtak til lengri tíma. En mikilvægt að þetta sé tryggt innan fjárlaga ársins 2026. Breytingar sem verða til góða Þetta er ekki tæmandi listi yfir breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar er margt fleira sem áhugavert er að kynna sér. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að kynnast þessari hlið fjárlagagerðar. Ég sé nú betur en áður hversu mikilvægt það er að hlusta á hagsmunaaðila, taka umsagnir alvarlega og vinna faglega úr þeim. Fjárlög eru ekki bara töflur og tölur, þau eru líka þjónusta og fólk. Fjárlaganefnd hefur skilað frábæru starfi og komið inn með mikilvægar breytingar sem munu verða til góða fyrir almenning í landinu. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun